9.7.2010 | 18:40
Um lögvarið siðleysi og kerfisbundna kúgun
Af hverju er yfirleitt verið að skipta um ráðherra, hvað gerir Gylfi Magnússon t.d. annað en Björgvin G. Sigurðsson eða Valgerður Sverrisdóttur hefðu gert ? Þjónar hann ekki undir sömu öfl og þau gerðu ? Hvað gerir Fjármálaeftirlitið undir Gunnari Andersen annað en það gerði undir fyrri forstjóra, gætir það ekki hagsmuna sömu klíkuaflanna á kostnað almennings ?
Hvað gerir Már Guðmundsson í Seðlabankanum annað en hver annar kerfiskarl hefði gert í hans sporum ? Af hverju var hann að hlaupa frá hálaunuðu starfi erlendis til að koma hingað og reyna síðan að gráta sér út launahækkun bak við tjöldin ? Þykir það virkilega svona fínt að vera seðlabankastjóri á Íslandi og það sem eftirmaður Davíðs Oddssonar í uppfærðum hrun-seðlabanka !
Hvaða hæfni hafði Már Guðmundsson umfram aðra hugsanlega umsækjendur að stöðu seðlabankastjóra ? Var eitthvað í ferli hans sem sagði að hann væri mjög sérstakur ? Varaði hann kannski við fjármálavitleysunni á árunum á undan hruninu ? Ekki veit ég til þess !
Geir H. Haarde sem var eins lærður og nokkur maður getur verið í efnahagsfræðunum út frá skólagöngu-sjónarmiðinu einu saman, féll algerlega á veruleikaprófinu þegar á hólminn var komið. Hann vissi þá ekki sitt rjúkandi ráð, enda gaf meistari hans lýsinguna af ásigkomulaginu : " Forsætisráðherra situr hér frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið neina ákvörðun !"
Davíð gat trútt um talað því hann tók vissulega ákvarðanir meðan hann hafði völdin til þess. Meinið var hinsvegar að þær voru flestar rangar og sumar beinlínis þjóðhættulegar eins og komið hefur á daginn. En af hverju er verið að skipta um menn þegar nákvæmlega samskonar fuglar eru ráðnir í staðinn ? Jú, það er ein megin ástæða fyrir því - það er verið að friða almenning með því og láta hann standa í þeirri meiningu að eitthvað muni breytast við það.
En auðvitað eru slíkar mannabreytingar bara blekkingar og íslenska ríkiskerfið ræður ekki í háar stöður neina riddara sem berjast fyrir réttlæti, sannleika og jöfnuði.
Það er alltaf séð til þess að einhver klíkuþveginn skósveinn sé ráðinn, einhver sem haggar ekki við sporsluhöll spillingarinnar. Svo er talað um siðvæðingu kerfisins, sem er svona svipað því að talað sé um að taka upp helgihald í helvíti !
Hvar skyldi nú vera svigrúm fyrir siðvæðingu þar sem andi Mammons drottnar ?
Allt kerfis-siðferði á Íslandi er bókað núll og þó að menn þykist vera að margfalda eitthvað til bóta skilar það sér ekki á nokkurn hátt frekar en annað sem margfaldað er með núlli.
Það þarf að afnema siðleysisnúllið eins og eitt aðaltákn þess - verðtrygginguna !
Allt íslenska ríkiskerfið var snemma tekið í þjónustu sérhagsmunanna. Það keyrði bara um þverbak með þá hluti á Davíðstímanum. Hrokinn fór svo langt að menn hættu að hirða um feluleikinn. Og það leiddi til þess að sumir fóru smám saman að sjá veruleikann eins og hann er. En þeir eru líka fjölmargir sem enn eru að nudda augun og segja: " Ég trúi því bara ekki að þetta sé svona !
En spillingin er samt sem áður orðin svo djúprætt í kerfinu að það þarf meira en einfaldar verkjatöflur gegn henni. Það þarf meiriháttar skurðaðgerð !
Og þjóðin sjálf þarf að framkvæma þá aðgerð og skera meinsemdirnar af líkama sínum, öll graftrarkýli spillingarinnar hvar sem þau eru - annars á hún sér aðeins ömurlega framtíð sem réttlaust fórnarlamb í veröld verðtryggðrar glæpastarfsemi og lögvarins þjófnaðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 36
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 867
- Frá upphafi: 375824
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 686
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)