Leita í fréttum mbl.is

Um ólýđrćđislegar athugasemdir

Steingrímur J. Sigfússon sagđi á ţingi um daginn, viđ umrćđur um Herjólfsmálin og Landeyjahöfn, " skammastu ţín, Árni Johnsen ! "

Af hverju átti Árni ađ skammast sín fyrir ţađ sem hann sagđi, mátti hann ekki tala út frá sínum sjónarmiđum ? Áttu sjónarmiđ hans kannski ađ endurspegla skođanir Steingríms J. Sigfússonar til ađ vera gjaldgeng ?

Eru menn alveg hćttir ţví ađ ţola andstćđar skođanir ?

Össur Skarphéđinsson sagđi í fréttum nýlega, ađ tiltekinn stjórnmálamađur í Fćreyjum ćtti ađ skammast sín ! Viđkomandi mađur hafđi víst hafnađ ţví ađ mćta í veislu til heiđurs Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra Íslands og - eiginkonu - hennar. Mađurinn fćrđi ţau rök fyrir afstöđu sinni, ađ trúarskođanir hans gengu út á ţađ ađ samkynhneigđ vćri synd. Og hann heiđrađi ekki synd.

Nú er ţađ svo ađ grundvöllur alls lýđrćđis er réttur manna til ađ hafa skođanir.

Enginn getur međ lýđrćđislegum hćtti sagt - " mínar skođanir eru réttar, ţínar rangar, viltu gera svo vel ađ ađhyllast mínar skođanir eđa skammast ţín til ađ ţegja !"

Samfylkingin hefur hinsvegar gengiđ allra flokka lengst í ţví ađ ástunda skođanalegan rétt-trúnađ og sett sig oft og iđulega í rannsóknarréttarstöđu gagnvart ţeim sem hugsa öđruvísi. Ţađ liggur ţví viđ ađ ég segi ađ Samfylkingin ćtti ađ skammast sín, en ég ćtla ekki ađ gera ţađ, ţví umrćtt fyrirbćri er fćtt eins og ţađ er og gat varla orđiđ til međ öđrum hćtti, sé tekin hliđsjón af ţeim sem ađ getnađinum stóđu !

Össur Skarphéđinsson er dćmigerđur Samfylkingarmađur og eins og alţjóđ veit  hefur hann líklega aldrei gert neitt sem hann ţarf ađ skammast sín fyrir.

Jafnvel međan hann var bara fávís ungur mađur og hélt sjálfur ađ hann vćri allaballi, var hann líklega í hjarta sínu krati og ţví er Samfylkingin sannarlega sá pólitíski leikskóli sem passar best fyrir hans sýndarmennsku eđa ţannig.

Ţađ kemur fyrir ađ Össur  bloggar dálítiđ og ţađ jafnvel ađ nćturlagi, en hann hefur líklega aldrei orđiđ sér til skammar viđ ţá iđju. Hann er líklega tiltölulega saklaus eđa grćnn eins og menn segja stundum, en ţó ekki vinstri grćnn.

Hann er líklega ekki alveg nógu saklaus til ţess.

Ég held ađ ţegar menn tala eins og Steingrímur gerđi gagnvart Árna Johnsen og Össur gagnvart fćreyska stjórnmálamanninum, ţurfi lýđrćđiđ ađ skammast sín fyrir ađ ţeir tali ţannig í nafni ţess. Málfrelsiđ í lýđrćđinu er nefnilega ţess eđlis, ađ ţađ fer illa saman viđ hverskonar gusugang í geđi og óskynsamleg reiđiorđ, en passar ţó hálfu verr viđ skođana-rétt-trúnađ Samfylkingarmanna, sem virđast oft vera haldnir einhverskonar lömunarveiki varđandi lýđrćđislega hugsun.

Ţađ er t.d. í hćsta máta ólýđrćđislegt ef menn eiga ekki ađ fá ađ ráđa ţví hvort ţeir mćti í veislur eđa ekki !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 146
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 365613

Annađ

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 626
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband