22.10.2010 | 19:57
Hið raunverulega vald
Í lýðræðisþjóðfélagi býr hið raunverulega vald hjá fólkinu sjálfu. Við kjósum okkur fulltrúa til að fara með það vald um tiltekinn tíma, en valdið hverfur aftur til okkar fyrir hverjar kosningar. Þeir sem fara illa með þetta vald sem þeir fá að fara með í umboði okkar eiga náttúrulega ekki að fá það framlengt í kosningum.
Við höfum því val í kosningum til að færa þetta umboð hverju sinni til þeirra sem við treystum best eða í öllu falli til þeirra sem við teljum skásta valkostinn.
Lýðræðis-fyrirkomulagið segir okkur ekki endilega að við eigum góðra kosta völ, en það segir okkur þó að við getum skipt um valdhafa og það er af því góða.
Margt fólk í heiminum á ekki völ á slíku og ef við lítum aftur í tímann sjáum við hvílík skelfing það hlýtur að hafa verið fyrir venjulegt fólk að þurfa að búa endalaust við einræði og harðstjórn án þess að fá nokkuð um það að segja.
Þessvegna þurfum við að meta kostina sem í lýðræðinu búa og ávaxta þá sem best í hugsun okkar og framferði.
Stjórnvöld í lýðræðisþjóðfélagi eiga að hafa sem grundvallar-reglu, að vaka yfir velferð þegna sinna, tryggja heildarhagsmuni lands og þjóðar og vera stöðugt á þeirri öryggisvakt. Til þess eru menn kosnir til forustu að þeir sinni þessu verki og það hafi allan forgang hjá þeim. Öryggisvarsla er alvörumál !
Við höfum ekkert að gera með fólk sem svíkur í þeirri stöðu, fólk sem virðist bara vera að vinna fyrir efnafólkið - auðmennina og afæturnar !
Við höfum lýðræðislegt vald til að afsegja slíkt ógæfulið - ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur hvenær sem er, ef neyðarréttur lýðræðisins krefst þess.
Fólkið í landinu hefur staðið undir allri uppbyggingu þjóðfélagsins til lands og sjávar, lagt í það líf sitt og starf. Vanhæfir forustumenn hafa splundrað þeim ávinningi og eyðilagt marga nauðsynlegustu velferðarþætti samfélagsins. Öryggisnetið okkar reyndist vera orðið eins og gatasigti fyrir þeirra tilverknað þegar það þurfti að duga sem best.
Og þetta vanhæfa forustulið neitar stöðugt að játa brot sín, kemur fram með hroka og steigurlæti og telur sig jafnvel hafið yfir lög og rétt. Og heilaþvegnir fylgjendur þess enduróma þá ólýðræðislegu afstöðu.
En það skal munað að hið raunverulega vald er hjá okkur, borgurum þessa lands.
Við getum fyllt Austurvöll og allar göturnar í miðbæ Reykjavíkur á svipstundu, ef okkur finnst að það valdalið sé ekki að gera skyldu sína, sem á að vinna fyrir þjóðina - í ríkisstjórn og á þingi. Við mótmælum þá öll í fullum krafti samstöðunnar og krefjumst nýrra kosninga og nýrrar forustu.
Út með það gamla og óhæfa, inn með nýtt og ferskt afl !
Valdstjórn sem vinnur gegn þjóð sinni fær aldrei staðist til lengdar og við viljum ekki nein slík stjórnvöld á Íslandi. Slíkt stjórnarfar á ekki heima hér.
Kjarna-atriði lýðræðisins er eins og Abraham Lincoln skilgreindi það í Gettisborgarávarpinu, - að frelsi lýðs og lands varir meðan stjórn fólksins, á fólkinu byggð, fólksins vegna til " er fyrir hendi.
Látum ekkert stjórnvald deyfa tilfinningu okkar fyrir frelsi, réttlæti og sönnum mannréttindum.
Látum engin yfirvöld fara með okkur eins og þræla !
Verum heil í okkar íslenska anda, virðum öll góð gildi og heiðrum það sem heiðra ber.
En látum ekki svipta okkur mannréttindum okkar og munum það öll - að hið raunverulega vald er okkar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)