Leita í fréttum mbl.is

Hiđ raunverulega vald

Í lýđrćđisţjóđfélagi býr hiđ raunverulega vald hjá fólkinu sjálfu. Viđ kjósum okkur fulltrúa til ađ fara međ ţađ vald um tiltekinn tíma, en valdiđ hverfur aftur til okkar fyrir hverjar kosningar. Ţeir sem fara illa međ ţetta vald sem ţeir fá ađ fara međ í umbođi okkar eiga náttúrulega ekki ađ fá ţađ framlengt í kosningum.

Viđ höfum ţví val í kosningum til ađ fćra ţetta umbođ hverju sinni til ţeirra sem viđ treystum best eđa í öllu falli til ţeirra sem viđ teljum skásta valkostinn.

Lýđrćđis-fyrirkomulagiđ segir okkur ekki endilega ađ viđ eigum góđra kosta völ, en ţađ segir okkur ţó ađ viđ getum skipt um valdhafa og ţađ er af ţví góđa.

Margt fólk í heiminum á ekki völ á slíku og ef viđ lítum aftur í tímann sjáum viđ hvílík skelfing ţađ hlýtur ađ hafa veriđ fyrir venjulegt fólk ađ ţurfa ađ búa endalaust viđ einrćđi og harđstjórn án ţess ađ fá nokkuđ um ţađ ađ segja.

Ţessvegna ţurfum viđ ađ meta kostina sem í lýđrćđinu búa og ávaxta ţá sem best í hugsun okkar og framferđi.

Stjórnvöld í lýđrćđisţjóđfélagi eiga ađ hafa sem grundvallar-reglu, ađ vaka yfir velferđ ţegna sinna, tryggja heildarhagsmuni lands og ţjóđar og vera stöđugt á ţeirri öryggisvakt. Til ţess eru menn kosnir til forustu ađ ţeir sinni ţessu verki og ţađ hafi allan forgang hjá ţeim. Öryggisvarsla er alvörumál !

Viđ höfum ekkert ađ gera međ fólk sem svíkur í ţeirri stöđu, fólk sem virđist bara vera ađ vinna fyrir efnafólkiđ - auđmennina og afćturnar !

Viđ höfum lýđrćđislegt vald til ađ afsegja slíkt ógćfuliđ - ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur hvenćr sem er, ef neyđarréttur lýđrćđisins krefst ţess.

Fólkiđ í landinu hefur stađiđ undir allri uppbyggingu ţjóđfélagsins til lands og sjávar, lagt í ţađ líf sitt og starf. Vanhćfir forustumenn hafa splundrađ ţeim ávinningi og eyđilagt marga nauđsynlegustu velferđarţćtti samfélagsins. Öryggisnetiđ okkar reyndist vera orđiđ eins og gatasigti fyrir ţeirra tilverknađ ţegar ţađ ţurfti ađ duga sem best.

Og ţetta vanhćfa forustuliđ neitar stöđugt ađ játa brot sín, kemur fram međ hroka og steigurlćti og telur sig jafnvel hafiđ yfir lög og rétt. Og heilaţvegnir fylgjendur ţess enduróma ţá ólýđrćđislegu afstöđu.

En ţađ skal munađ ađ hiđ raunverulega vald er hjá okkur, borgurum ţessa lands.

Viđ getum fyllt Austurvöll og allar göturnar í miđbć Reykjavíkur á svipstundu, ef okkur finnst ađ ţađ valdaliđ sé ekki ađ gera skyldu sína, sem á ađ vinna fyrir ţjóđina - í ríkisstjórn og á ţingi. Viđ mótmćlum ţá öll í fullum krafti samstöđunnar og krefjumst nýrra kosninga og nýrrar forustu.

Út međ ţađ gamla og óhćfa, inn međ nýtt og ferskt afl !

Valdstjórn sem vinnur gegn ţjóđ sinni fćr aldrei stađist til lengdar og viđ viljum ekki nein slík stjórnvöld á Íslandi. Slíkt stjórnarfar á ekki heima hér.

Kjarna-atriđi lýđrćđisins er eins og Abraham Lincoln skilgreindi ţađ í Gettisborgarávarpinu, -  ađ frelsi lýđs og lands varir međan stjórn fólksins, á fólkinu byggđ, fólksins vegna til " er fyrir hendi.

Látum ekkert stjórnvald deyfa tilfinningu okkar fyrir frelsi, réttlćti og sönnum mannréttindum.

Látum engin yfirvöld fara međ okkur eins og ţrćla !

Verum heil í okkar íslenska anda, virđum öll góđ gildi og heiđrum ţađ sem heiđra ber.

En látum ekki svipta okkur mannréttindum okkar og munum ţađ öll -  ađ hiđ raunverulega vald er okkar !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1167
  • Frá upphafi: 316853

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 869
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband