6.11.2010 | 17:52
ÞEGAR FÓLKIÐ RÍS UPP ............ !
Það er greinilegt að það þarf að gera samtryggingar-yfirvöldum þessa lands það fullkomlega ljóst, að það er sígild staðreynd að samtakamáttur fólks er mesta afl hvers þjóðfélags. Það er nefnilega eins og þessi marghöfða pólitísku yfirvöld sem hér er vísað til, hafi sofnað frá þessari staðreynd og viti ekki lengur af henni.
En íslenska þjóðin má ekki leyfa að yfirvöld hundsi almenn lýðréttindi í landinu og neiti að leysa úr þeim vandamálum sem stór hluti þjóðarinnar stendur frammi fyrir vegna þess að handhafar sömu valda, ráðherrar og þingmenn íslenska þjóðríkisins, sviku varnarskyldur sínar gagnvart þegnum þessa lands.
Þessvegna er fólk út um allt í djúpum skít - vegna þess að það var svikið og blekkt, rænt og svívirt og skilið eftir á köldum klaka - af þeim sem áttu að telja það skyldu sína að verja það og rétt þess til að fá að lifa við þjóðhagslegt öryggi.
Einkavæddu bankarnir urðu að skrímslum fyrir atbeina fyrri stjórnvalda og sviku og rændu þjóðina með þegjandi samþykki þeirra sem áttu að gæta þess að hér væru siðleg sjónarmið í heiðri höfð. Og eftir að þessi ómannvænu græðgisvé höfðu verið rænd innan frá og síðan fjármögnuð á ný með almannafé, kom fljótt í ljós að hugsunarhátturinn hafði ekkert breyst. Græðgin er sjáanlega enn til staðar og margt í sama óheillafarinu gagnvart hagsmunum alþjóðar.
Þessir bankar eru því ekki að endurheimta neitt traust, ekki frekar en þingið, sem er algerlega ónýtt að áliti margra.
Við - almennt fólk þessa lands - byggðum upp verkalýðshreyfinguna gegn vilja stjórnvalda sem vildu ein fá að ráðskast með almannahag, við byggðum einnig upp samvinnuhreyfinguna og ungmennahreyfinguna og til hvers ?
Til að styrkja heilbrigt mannlíf í landinu okkar. Við höfum byggt upp allt það sem best hefur verið gert í þessu landi.
Við gerðum þessar þrjár hreyfingar að afli fólksins - bárum þær fram til sigrandi stöðu í þjóðlífinu - þessar þrjár félagslegu systur !
En þegar sigurinn var að komast í höfn, þegar baráttan fyrir auknum tilvistargæðum var farin að skila sér betur en nokkru sinni fyrr, söðluðu kolkrabbafylgjendurnir, - hinir sívirku andstæðingar almannaheilla um og hættu opinberlega að vera fjandsamlegir. Þess í stað fóru þeir að hreiðra um sig innan þessara varnarsamtaka fólksins.
Þá komu óheillakrákurnar, svörtu fuglarnir, leðurblökur myrkranna, fram úr skúmaskotum skítlegheitanna - og til hvers ?
Jú, auðvitað eins og alltaf, til að sjúga blóðið úr fólkinu !
Þessi fimmta herdeild settist að í verkalýðshreyfingunni og hefur nánast eyðilagt hana, hún gerði samvinnuhreyfinguna óvirka með launráðum, baktjaldamakki og niðurrifs-starfsemi, hún eyðilagði ungmennafélags-andann og setti arðránsmerki Mammons á þetta allt saman, stimplaði græðgistákn auðvaldshyggjunnar á allt sem hún komst í færi við.
Þannig var verkalýðshreyfingin rænd hugsjónum sínum - innanfrá.
Eins var farið með samvinnuhreyfinguna, hún var myrt af myrkraöflum.
Og ungmennafélagshreyfingin var gerð að hugsjónalausu og steingeldu rekstrar-apparati sem gerði aðeins út á svokallað afreksfólk. Fyrri stefnu um ræktun lands og lýðs var varpað út í hafsauga.
Það hafa eyðingaröfl verið að verki á Íslandi, jafnt gegn þjóðinni sem landinu !
En einu sinni var til mikið hús eða virki sem kallað var Bastilla. Það varð tákn fyrir hið illa vald sem kúgaði fólkið og greifar valdsins héldu það óvinnandi.
En þegar hefndarþorsti fólksins var kominn í fullan mæli, reif það þetta virki niður, stein fyrir stein. Flóðbylgjan skall á Bastillunni og hún hætti að vera til sem tákn um hið illa vald og afturhald.
Það skiptir ekki máli hvert húsið er sem hýsir slíkt vald, hvort sem við tölum um þinghús, stjórnarráð eða banka. Það er alltaf á valdi fólksins að rífa niður, stein fyrir stein, aðsetur valds sem sýnir sig vera illt.
Fólkið í þessu landi þarf nú að sameinast um eina kröfu - mannsæmandi líf !
Stjórnvöldin í landinu og fjármálafyrirtækin verða að skila aftur til fólksins öllu því sem stolið hefur verið af því með siðlausri verðtryggingu og hagfræðilega útreiknuðu hruni !
Annars verður enginn friður í þessu landi, því farið getur að líða að því að yfirvöld megi sannarlega fara að óttast þjóðina.
Hvert það yfirvald sem hundsar þjóð sína og svíkur hagsmuni almennings er vald sem ekki verður við unað.
Eina skjaldborgin sem reist hefur verið til þessa, er skjaldborg lögreglunnar um þinghúsið - en sú skjaldborg mun ekkert geta varið, ef halda á áfram að ofbjóða fólki með þeim hætti sem gert hefur verið.
Þegar búið er að svipta fólk öllu - ræna það og svívirða á allan hugsanlegan máta, þá er hefndin ein eftir og í flóðbylgju-hamförum slíkrar hefndar munu allar bastillur illveldis og kúgunar verða jafnaðar við jörðu !
Þegar fólkið rís upp - sameinað í reiði sinni - munu græðgisvéin falla !
Ætla yfirvöldin og endurreist fjármálaskrímsli virkilega að halda áfram að skapa forsendur fyrir því að til slíks uppgjörs komi á Íslandi ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)