Leita í fréttum mbl.is

Hringið þið bjöllur...........

Hringið þið bjöllur um himinslóð,

hljómið þið nú á hverjum stað.

Hringið að nýju inn gildin góð,

gerið þeim fært að komast að !

 

Hringið út árið og hringið inn nýtt,

hamingjan opni því kjarna sinn.

Kallið á hugarfar hjartablítt,

hringið út lygina og sannleikann inn !

 

Hringið út sorgina og söknuð þann

er situr í huga við vina lát.

Hringið út allt það sem hrella kann,

hringið inn það sem stillir grát !

 

Hringið út bölsýni úr bæ og sveit,

blessun þar sameini hjartaslög.

Hringið inn framtíðar fyrirheit,

fegurri siði og betri lög !

 

Hringið út kala og beiskju blóð,

banvænan skort í gæfuþröng.

Hringið út svartnættis harmaljóð,

hringið inn dýrmætan gleðisöng !

 

Hringið út falsið sem flekkar brá,

fordóma er plága þjóðarbú.

Hringið inn sannleikans sóknarþrá,

sigur hins góða í von og trú !

 

Hringið út viðhorf sem næra níð,

nái þau hvergi að flæða um svið.

Hringið út allt það sem heimtar stríð,

hringið inn þúsund ára frið !

 

Hringið inn mennskuna í trú og tryggð,

tállausan anda í lífsins sal.

Hringið út myrkrið úr heimsins byggð,

hringið inn LJÓSIÐ sem vera skal !

                                                       

                                                   Rúnar Kristjánsson

( Frumhugmynd ljóðsins er byggð á kafla í                        

                             hinum mikla ljóðabálki Tennysons  In Memoriam. )         

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 112
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 365579

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband