Leita í fréttum mbl.is

Lofsöngurinn um lygina og umgengnin viđ sannleikann

Sumum finnst ađ tilgangurinn helgi jafnan međaliđ. Ađ ţađ skipti ekki máli hvernig sótt er ađ markinu svo framarlega sem markinu verđi náđ.

Stundum vilja menn ná marki sem ţeir telja gott og göfugt í sjálfu sér, en gleyma sér svo í hita leiksins ađ ţeir fremja glćpi til ađ ná ţví. Ţá eru ţeir komnir út úr sjálfum sér og fjandinn leikur lausum hala viđ stjórn sálarskips ţeirra. Sérhver sigling undir slíkri stjórn endar síđan á fárbođum helvítis.

Ţađ er ekki hćgt ađ ná neinu hreinu takmarki međ sóđalegum hćtti. Ţađ er ekki hćgt ađ göfgast í gegnum grćđgi eđa vinna ćrlegan sigur međ óhreinum vinnubrögđum. Ţađ er ekki hćgt ađ byggja líf á lygi !

Eitt af ţví erfiđasta sem hinn skapađi mađur hefur glímt viđ á ţessari jörđ frá upphafi vega, er ađ vera sjálfum sér samkvćmur í dyggđugu og sönnu dagfari.

Og eitt mikilvćgasta atriđiđ í ţví ađ vera ţađ, er ađ halda sig ćtíđ viđ ţađ sem mađur veit sannast og réttast. Í lífi manns sem vill vera trúr og sannur, vill vera sjálfum sér samkvćmur á vegi réttlćtis og góđra gilda, skiptir sannleikurinn höfuđmáli. Ţađ er ekki af engu sem Jesús Kristur samsamar sig sannleikanum og segir í guđspjallinu : " Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífiđ " !

Vegurinn til lífsins er ađ ţjóna sannleikanum en lygin er vegur dauđans.

Gömul íslensk vísa um Frelsarann undirstrikar ţetta međ einföldum hćtti:

 

Sannleikurinn sagđur hreinn

sigrar falska dóma.

Honum ţjónađ hefur einn

himni og jörđ til sóma.

 

Sá sem ţjónar sannleikanum, fylgir ţví sem hann veit sannast og réttast, er á veginum til lífsins, en sá sem gerir lygina ađ leiđarmarki sínu endar í vegleysu.

Lygar hafa aldrei veriđ stundađar jafnmikiđ á Íslandi eins og á undanförnum árum og í yfirstandandi tíma. Fjöldi manna byggđi alla tilveru sína á lygum fyrir hrun og margir gera ţađ enn. Ađ ljúga og svíkja var orđin viđurkennd ađferđ til ađ öđlast frama. Sannleikurinn var settur út í horn.

Fjármálakerfiđ ţreifst á lygum, stjórnmálaflokkarnir ţrifust á lygum, menntakerfiđ ţreifst á lygum. Íslenskt samfélag setti lygina í hásćtiđ en sannleikann í skammakrókinn. Og leiđarvísir lyginnar kom úr efstu lögum ţjóđfélagsins, ekki frá almenningi. Lygin kom niđur goggunarröđina - frá lygurunum á toppnum sem sáu glćsta framtíđ fyrir ţjóđina ţegar hruniđ var ađ bresta á. Yfirlýst sýn ţeirra til framtíđar var lygasaga ţví ţeir gátu ekki séđ neitt međ réttum hćtti. Ţeir höfđu aldrei haft sannleikann í för međ sér og vildu aldrei neitt af honum vita. Lygin var haldreipi ţeirra og ţví fór sem fór.

Samfélag sem hampar lygi lendir óhjákvćmilega í ţeirri stöđu ađ setja lygara í valdastólana. Ţar ţjónađi enginn sannleikanum, ţar lugu menn bara hver í kapp viđ annan ţví lygarinn mesti hlaut ađ lenda í efsta valdasćtinu. Svo hrundi lygakerfiđ, ţađ hrundi í bönkunum, ţađ hrundi í stjórnmálaflokkunum og í menntakerfinu og hvar sem ţađ hafđi hreiđrađ um sig.................!

Og ţá hófst björgunarstarfiđ, björgunarstarfiđ mikla !

Menn fóru ađ bjarga lyginni. Menn fóru ađ byggja upp og byggingarefniđ var  ný lygi. Í stađ ţess ađ ganga í sig og viđurkenna glöp sín fylltust menn forherđingarvilja og enginn af forustusauđum lygakerfisins lét sér til hugar koma ađ sýna iđrun og játa ranga breytni. Yfirhyskiđ var ţvert á móti ákveđiđ í ţví ađ endurreisa blekkingamusterin og halda áfram á sömu braut -  vegi dauđans !

"Sannleikurinn skyldi áfram fá ađ sitja í skammakróknum - ţar vćri hann best geymdur " , hugsuđu ráđamenn til hćgri og vinstri. Og ţegjandi og hljóđalaust samţykkti öll stjórnmálamafían í landinu ađ haldiđ skyldi áfram ađ ţjóna lyginni og byggja ofan á gömlu úr sér gengnu lygarnar nýjar lygar - og nú eru ţćr jafnvel orđnar vinstri grćnar !

Ţađ skyldi ţó aldrei fara svo, ađ bođskapur nýrra lygatíma hljómi brátt fyrirhrunslega úr valdastólum á Íslandi, út yfir alla heimsbyggđina -  međ sameiningarákalli sínu frá hćgri " Krjúpum fyrir konungsvaldi lyginnar " og sameđla ákalli frá vinstri " Lygarar allra landa - sameinist !"

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband