18.9.2011 | 11:58
RÆFLAR HÉR OG RÆFLAR ÞAR !
Um daginn sagði einn kunningi minn við mig með beiskju í röddinni : " Nú eru ræflarnir í þinginu farnir að tala um ræfilinn á Bessastöðum ! "
Og það var svo sem ekkert undarlegt að hann skyldi segja þetta og enn síður undarlegt að hann skyldi segja það með beiskjubragði. Það er nefnilega alls ekki ásættanlegt að þjóðin þurfi að búa við ráðsmennsku allra þeirra ræfla sem virðast fara með mál hennar í yfirstandandi tíma. Við höfum sýnilega ekkert nema aumingjum á að skipa, og til dæmis er öll Samfylkingarforustan, eins og hún leggur sig, búin að skrúfa sig frá öllum hugmyndum um þjóðlegt sjálfstæði og vill bara vera í kommissara-hlutverkum fyrir Brusselvaldið.
Samfylkingin er svo aumur flokkur að enn í dag hefur hún engum sæmilega frambærilegum manni á að skipa í formanns-stólinn. Þegar Ingibjörg Sólrún, sem var stallsett goð flokksins á sínum tíma, gaf upp andann pólitískt talað, varð að grípa til Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var að undirbúa brottför sína úr pólitík vegna aldurs !
Það var enginn kostur annar til í stöðunni en að gera nær sjötuga kerlingu, sem var að setjast í helgan stein, að formanni. Og Jóhanna sem hefur nú aldrei verið metnaðarlaus fyrir sína hönd, stóðst auðvitað ekki freistinguna þegar þessi þráði biti var réttur að henni. Hún kokgleypti hann og gott ef hún melti hann ekki áður en hún kingdi eins og Ögmundur gerir !
Það er hinsvegar greinilega löngu liðin tíð að Jóhanna hafi einhvern áhuga fyrir að vekja þjóðina til vitundar um stöðu sína og réttindi. Þau áform hennar hafa snúist upp í andstæðu sína. Nú vildi Jóhanna áreiðanlega helst svæfa þjóðina svo þing og stjórn geti sem mest fengið að vera í friði. Hún vill eflaust helst geta verið forsætisráðherra og jafnframt setið í friði fyrir kvartandi þjóð sem trúlega skemmir bara gleði hennar yfir uppfærðri ferilskránni !
Jóhanna gamla úr Þjóðvaka er þannig ekki lengur til sem slík og nafna hennar á stóli forsætisráðherra verður varla héðan af talin til merkra forustumanna þessarar þjóðar. Raunar virðist ekkert af því liði sem situr nú á þingi eða í ríkisstjórn vera af merkara taginu. Kunningi minn talaði um ræfla í því sambandi og hver tekur ekki undir það ?
Jóhanna og Katrín Júlíusdóttir hafa báðar sagt í fjölmiðlum að íslenskt regluverk sé svo sterkt að engu skipti þó útlendir auðmenn kaupi svo og svo mikið af Íslandi. Íslensk lög munu alltaf hafa yfir þeim að segja ! Eru þær stöllurnar að tala um regluverkið sem hrundi fyrir þremur árum með gífurlegum ógæfu afleiðingum fyrir land og þjóð ? Eru þær að tala um eftirlitskerfið sem brást algerlega sínu hlutverki í ætlaðri varðstöðu fyrir hagsmunum lands og þjóðar ?
Svona málflutningur sver sig í ætt við annan flokk og er þar fátt á milli skinns og skammar. Grímsstaðatorfu-viðskiptin gætu því auðveldlega orðið ávísun á réttindalegan ófarnað fyrir íslenska þjóð þegar til lengri tíma er litið.
Nú sýnist augljóst að hrunsliðið í sjálfstæðisflokknum sé stöðugt að hreiðra betur um sig í þingflokknum og því spyrja menn enn í forundran :
" Steinunn Valdís fór, en hvað með Guðlaug Þór ? "
Hvað með Þorgerði Katrínu og Illuga, já og fleiri - Bjarna Benediktsson til dæmis ? Er þetta virkilega þingliðið sem sjálfstæðisflokkurinn telur frambærilegast úr sínum röðum og best hæfa þjóðþinginu ?
Á ekkert að gera upp við Davíðstímann, hvenær verður 20. flokksþingið haldið hjá sjálfstæðisflokknum ? Hvenær verður tekið á málum af ábyrgð gagnvart því sem aflaga fór og þeim vinnubrögðum ráðamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn ?
Ættu menn á þingi ekki að tala sem minnst um forsetaræfilinn, - það hefur hingað til verið talið heimskulegt að kasta steinum úr glerhúsi, - þeir steinar verða bara að boomerangi ræfildómsins og hitta menn sjálfa fyrir.
Mikið vildi ég annars að það sæti einhver á þingi sem hægt væri að bera virðingu fyrir, þó ekki væri nema svolitla !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)