15.10.2011 | 12:35
Um kærleiksríkt vinasamband
Samkvæmt mínum útreikningum er nú svo komið, að Magnús B. Jónsson hefur setið í ríflega 5 kjörtímabil - eða yfir tuttugu ár samfleytt, sem sveitarstjóri á Skagaströnd og hans hægri hönd Adolf H. Berndsen verið oddviti óslitið frá 1994. Þetta eru auðvitað sögulegar staðreyndir og merkilegar að mörgu leyti sem slíkar. Það er því skiljanlegt að ég sem mikill áhugamaður um sögu telji það þess vert að skoða þær aðeins nánar.
Þegar Magnús og Adolf tóku við af feðrum sínum sem hreppsnefndarmenn á Skagaströnd, var heimsmynd bæjarmálanna nokkuð önnur en hún er í dag.
Þá var hér blómlegt atvinnulíf til þess að gera, en óneitanlega talsvert minna um list. Þá var enn nægileg vinna fyrir þá sem töldu sig ekki of góða fyrir slorið, en kannski minna um menningu, eins og hún er kortlögð nú til dags.
Sem sagt Skagaströnd þeirra tíma var öðruvísi en hún er í dag, enda allnokkur tími liðinn og skiljanlegt að margt hafi breyst á svo drjúgu árabili.
Nú má telja að um það bil þriðjungur íbúa byggðarinnar undir Borginni hafi aðeins lifað veldistíma Magnúsar og Adolfs og muni ekki eftir öðru stjórnarfyrirkomulagi á Skagaströnd. Sumt af yngra fólkinu heldur jafnvel að þeir félagarnir hafi verið við völd frá því í árdaga og séu því nokkurskonar ímyndir Óðins og Þórs í goðfræðilegum og Árnalausum Ásgarði.
Það er náttúrulega bara fantasíu viðhorf sem á sér enga stoð í veruleikanum, en segir þó sína sögu um það hvað vaninn getur orðið ríkur og leitt af sér hugmyndafræðilegar staðreyndavillur.
Í seinni tíð hefur frekar lítið farið fyrir lýðræðislegum kosningum á Skagaströnd, þar sem einhver borgaraleg vanmetakennd virðist hafa það í för með sér, að margir óttist mest hvað geti gerst ef goðin falla af stöllum sínum.
Auk þess má telja það mannlegt, að margir hafi áhyggjur af afkomu sinni og lífshlunnindum ef langtíma forsjá hættir að halda utan um sína sauði.
Það sýnist þannig ekki hvarfla að mörgum hér að maður komi í manns stað, og umfram allt sé því þörf á því að halda óbreyttu ástandi mála sem lengst við lýði.
Kosningar geta náttúrulega kallað á róttækar breytingar - ef þær eru haldnar, svo það mætti ætla að það væri í nokkuð margra þágu að þær skuli mikið til hafa verið aflagðar á Skagaströnd í seinni tíð. Það leiðir sennilega af sjálfu sér, að bæjarfélag, sem nýtur að sumra mati mikillar hæfnisforustu, hafi ekki mikla þörf fyrir gamaldags fyrirkomulag lýðræðis, enda virðist það ekki mikið ástundað og helst er minnst á það á hátíðum og tyllidögum, mest svona fyrir siðasakir.
Aldrei hefur borið neitt á því að ágreiningur hafi skapast milli þeirra félaganna Magnúsar og Adolfs. Þeir hafa jafnan gengið sem einn maður að málum og sálarlegt ástand þeirra yfirleitt mælst nákvæmlega eins. Slík bræðralagseining er óvenjuleg til lengdar og segir líklega sitt um persónulega innréttingu þeirra og þann óeigingjarna samstarfsanda sem jafnan hefur ríkt þeirra í millum.
Þeir Magnús og Adolf eru sem kunnugt er mjög menningarlega sinnaðir og stefna sennilega að því að sem flestir í bænum geti alfarið lifað á menningu og listum. Von þeirra er vafalaust sú, að engin ómenningarleg lífsbjargarstörf skemmi fyrir hinu kúltúríska samhengi á Skagaströnd.
Nýlega sendi Magnús frá sér skjal nokkurt til bæjarbúa, afskaplega merkilegt skjal, sem undirstrikaði menningarleg viðmið þeirra Adolfs á mjög opinskáan hátt. Sveitarstjóri segir í þessu frábæra skjali :
" Við íbúar Skagastrandar eigum að temja okkur að líta á heimabæinn okkar " með augum gesta ", en ekki með okkar eigin augum ! "
Með þessum orðum sýnir sveitarstjóri menningarlegt innræti sitt svo um munar.
Við eigum ekki að vera eins og heima hjá okkur, heldur eins og við séum gestir í Disney World eða kannski öllu heldur Dollywood, svo listamenn hvaðanæva að úr heiminum geti rómað allt á Skagaströnd og tekið hér myndir af öðru en rusli og slori.
Tár, erfiði, blóð og sviti hinnar daglegu lífsbaráttu almennings á ekki og má ekki skemma þá listrænu heildarmynd sem á að ríkja hér - á kostnað íbúanna !!!
Sá einlægi bróðurkærleikur sem tengt hefur þá Magnús og Adolf í svo langan tíma, þarf að geta streymt hindrunarlaust út frá listamiðstöðvum og menningarhúsum í þorpinu. Venjulegt fólk þarf að skilja hvað það er púkalegt og langt á eftir og það þarf sjálft að gera sér grein fyrir því og þörfinni á því að gera eitthvað í málinu. Fólkið sem býr hér verður að fara að átta sig á því hvaða kröfur menningin gerir til þess svo það verði ekki ásteytingarsteinn fyrir framtíð hins kúltúríska samhengis.
Hið alþjóðlega listafólk sem hér dvelur þarf umfram allt að sjá hér íbúa á næstu árum sem hreppsyfirvöld þurfa ekki að skammast sín fyrir !
" Glöggt er gestsaugað " segir máltækið og Magnús sveitarstjóri telur það greinilega augljóst að fátt muni breytast til batnaðar hér á Skagaströnd ef við - þessir almennu íbúar - höldum áfram að horfa á þorpið okkar sem heimafólk.
En þegar ég hugleiði hvílík forsjá þeir Magnús og Adolf hafa verið svo mörgum hér, velti ég því auðvitað fyrir mér hvað kunni að gerast þegar þeir hverfa af sviðinu, því óvíst er hvort synir þeirra eða dætur taki við af þeim, enda erfðaveldið kannski ekki orðið svo afgerandi fast í sessi.
Allir menn eru dauðlegir og það gildir víst líka um Magnús og Adolf þó mörgum kunni að þykja það ótrúlegt og sumum þyki voðalegt til þess að hugsa.
Ég hygg þó að sitthvað muni verða gert til þess að halda minningu þeirra sem lengst á lofti hér um slóðir, því menningin mun að sjálfsögðu gera sínar kröfur til þess að postular hennar gleymist ekki.
Adolf verður trúlega stoppaður upp eftir vistaskiptin og geymdur í Árnesi, enda er það skilgreint sem " elsta hús bæjarins " að miklu leyti fyrir hans tilverknað. Magnús verður líklega á sama hátt varðveittur í Bjarmanesi eða Gamla skólanum, svo áfram mun verða skammt á milli þeirra félaganna, enda fer líklega best á því. Þar ætti svo bjarmi fyrri " frægðar " að geta leikið um þá báða, öllu saknaðarfullu skylduliði til hugsvölunar.
En þá vaknar nú kannski stærsta spurningin varðandi þetta allt saman :
Hvað skyldi verða um Skagaströnd eftir svo róttæk umskipti ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)