22.10.2011 | 12:48
Hin siðræna afturför og lögleysa villimennskunnar
Muammar Gaddafi er dauður ! Dauði hans er enganveginn harmafregn eða sérstakt áfall fyrir heimsbyggðina, en hinsvegar er það mannkyninu öllu til skammar hvernig hann var tekinn af lífi. Þar komu engin lög að málum og ekkert sem heiðraði góð og siðræn gildi. Villimennskan sem margir vildu meina að hefði löngum verið fylgifiskur Gaddafis og stjórnarhátta hans, kom ekki síður fram í þeim mönnum sem stóðu að drápi hans. Það er mjög líklegt að það hafi aldrei verið ætlun hins svonefnda Þjóðarráðs í Líbýu að taka Gaddafi lifandi. Sennilega hafa verið settir til þess menn að drepa hann ef hann næðist, því margir þeirra sem nú þykjast postular frelsisins í Líbýu eru fyrrverandi samverkamenn hans og fylgjendur, menn sem geta verið sekir um ýmislegt misjafnt. Það var því í þágu slíkra manna að þaggað yrði niður í Gaddafi og er það ekkert einsdæmi. Nikolai og Elena Ceausescu voru tekin af lífi án dóms og laga á sínum tíma og öll Evrópa fagnaði lögleysunni. Þau voru aldrei dregin fyrir rétt og látin svara til saka. Þessvegna eru margir samverkamenn þeirra valdamenn í Rúmeníu enn í dag. Það tókst að þagga niður í þeim sem vissu og hefðu getað dregið marga með sér í fallinu.
En það voru fleiri misyndismenn í Rúmeníu á þeim árum en Ceausescu einn og það hafa verið fleiri glæpamenn í Lýbíu en Gaddafi einn. Það þykir því mörgum það vera góð lausn mála þegar kemur að skuldadögunum, að synd allra sé færð yfir á einn og svo sé syndahafurinn rekinn út á eyðimörkina til að deyja - eða skotinn samkvæmt yngra staðli.
Mér skilst að það séu ekki nema um tvö ár síðan Gaddafi talaði á allsherjarþingi S.Þ. sem óumdeildur leiðtogi Lýbíu. Þá var enn fruktað fyrir þessum ógnvaldi og mannréttindabrjóti, menn horfðu framhjá misgerðum hans engu síður en íslenskir ráðamenn þegar Ceausescu kom hér í heimsókn á sínum tíma.
Saddam Hussein var dreginn fyrir rétt og hengdur og það var betri niðurstaða fyrir heimsbyggðina en ef hann hefði verið skotinn þegar hann fannst.
Gaddafi fannst í ræsinu og var skotinn eftir einhverjar misþyrmingar og sonur hans líka. Ég vil spyrja, á að reisa nýja Lýbíu á slíkum ofbeldisgrunni ?
Það er vafalaust að sumir ráðamanna Þjóðarráðs Lýbíu anda léttar eftir dauða Gaddafis, ekki bara vegna þess að þjóðin sé laus við hann, heldur öllu fremur vegna þess að þeir eru lausir við hann - og jafnframt hættuna á því að það yrði upplýst sem hann kynni að hafa getað sagt fyrir rétti - um þá og fyrri feril þeirra - í þjónustu hans.
Lýðræði í Lýbíu á langt í land og því miður er mikil hætta á því að valdabarátta og nýtt einræði geti framkallast í landinu við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi. Sama er að segja um Egyptaland.
Spilling er landlæg í báðum ríkjunum og hún lifir þar enn í allsnægtum þó Mubarak og Gaddafi hafi misst völdin.
Það átti að sjálfsögðu að draga Gaddafi fyrir dómstól í Lýbíu og hreinsa málin út í nafni laga og réttar. Það var ekki gert og stóð líklega aldrei til að gera það.
Hefði heimurinn séð þennan ógnvald verða að svara til saka í réttarsal, hefði virðing aukist um heim allan fyrir lögum og reglu, en því var ekki að heilsa.
Bandaríkjamenn drápu Osama Bin Laden og hirtu ekkert um að taka hann lifandi og draga hann fyrir rétt. Þeir gáfu Al Qaida píslarvott og annar leiðtogi kom í stað Bin Ladens. Hefði hermdarverkaforinginn komið fyrir rétt hefði það verið sigur góðra gilda yfir lögleysunni. En hann var þess í stað fjarlægður af sviðinu með ofbeldi og lögleysu. Vinnubrögðin virðast þau sömu beggja vegna línunnar. Bin Laden vissi líka of mikið og hvorki Bandaríkjastjórn eða CIA vildu hætta á að hann talaði sitt um það sem liðið var.
Þó að viðkvæðið sé enn hjá mörgum að Bandaríkjamenn séu svo " good guys " að þeir fremji ekki stríðsglæpi, heyrast enn og munu áfram heyrast réttlætishrópin frá My-Lai, Dasht el Leili, Abu Ghraib og Guantanamo og öllum þeir stöðum þar sem stjórnvöld Bandaríkjanna og samlandar Abrahams Lincolns hafa myrt og kúgað, kvalið og pyntað fólk, undir því yfirskini að það þurfi að gera til varnar Bandaríkjunum. Ekki er slíkt gert í anda mannsins sem sagði :
" With malice towards none, with charity for all ! "
Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama á sínum tíma og settu Manuel Noriega af sem forseta landsins, fluttu hann til Bandaríkjanna og þar átti að sögn að rétta yfir honum. Þessar athafnir þeirra voru auðvitað alger lögleysa. En heimurinn sagði ekki orð því gegn Babyloníuvaldinu þorði enginn að mæla .
Það átti náttúrulega að draga Noriega fyrir dómstól í Panama og láta hann svara til saka þar. Og hvar skyldi Noriega vera nú og hvað hefur verið gert í málum hans ? Það var sagt að á fyrri árum hefði hann verið starfsmaður CIA, átti kannski að sjá til þess að hann talaði ekki of mikið ?
Pat Robertson á að hafa sagt í ræðu fyrir nokkru að það þyrfti að koma Hugo Chavez fyrir kattarnef, því hann væri hættulegur hagsmunum Bandaríkjanna !
Þessi áhrifamikli sjónvarpsprédikari fór þarna illilega fram úr sjálfum sér og varð að draga í land nokkru síðar og biðjast afsökunar á orðum sínum. Mörgum blöskraði gjörsamlega hvernig hann talaði. En hann - þessi kunni prédikari - taldi það sýnilega réttlætanlegt að tiltekinn þjóðarleiðtogi yrði myrtur svo hagsmunir Bandaríkjanna væru tryggðir !!!
Hvar eru menn eiginlega staddir í siðfræðilegum efnum þegar þeir tala svona ?
Múslimaheimurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir, en hættulegustu ríki hans, Íran, Pakistan og Saudi Arabía eru enn sem fyrr sama áhyggjuefnið fyrir hinn frjálsa heim og þau fyrri tvö reyndar í vaxandi mæli.
Ríkisvaldið í þeim báðum er ekki langt frá því að vera í höndum öfgatrúaðra og hryðjuverkasinnaðra manna - manna sem hatast við Vesturlönd og allt sem þau standa fyrir. Forseti Írans virðist að mörgu leyti samnefnari fyrir slíka menn.
Ef Vesturlönd ætla að halda sínu á komandi baráttutímum, verða þau að standa miklu fastar á sínum gildum en þau hafa gert og skilja það, að kristindómurinn er sú mikla eik sem gerði þau að því sem þau eru. Ef þau halda áfram að hjálpa til við að fella þann meið verður lítið sem ekkert eftir til að verja og standa fyrir.
Það átti að draga Ceausescuhjónin fyrir dómstól, eins Pinochet og Osama Bin Laden og að sjálfsögðu Muammar Gaddafi. Nú er búið að gera hann að píslarvotti í Lýbíu í augum þeirra sem honum fylgdu og þar eru ekki öll kurl komin til grafar. Arftaki hans gæti þessvegna átt eftir að koma í ljós.
Er að verða ómögulegt fyrir menn að standa rétt að málum, sjálfum sér og mannkyninu öllu til sóma - eru ráðamenn almennt komnir inn á það að bófa aðferðir og spillingaraðhlynningar séu bestar til árangurs - hér á Íslandi sem annars staðar ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 927
- Frá upphafi: 378489
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 782
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)