26.11.2011 | 12:54
AÐ SAMKOMU LOKINNI...........
Eins og undirritaður þóttist vita var Bjarni Ben II. endurkjörinn formaður Stóra Þjóðarógæfuflokksins á landsfundi hinna breiðu baka, enda búinn að sanna mikilvægi sitt fyrir hagsmuni þeirra sem vilja stuðla að áframhaldandi þjóðarógæfu. Yfirlýsing Bjarna Ben II. um Dabba Odds sem farsælasta leiðtoga flokksins á seinni árum, færði honum vafalaust allmörg atkvæði úr herbúðum gamla einvaldsins, enda allir þar þeirrar trúar að farsæll leiðtogi flokksins þurfi ekkert endilega að vera farsæll leiðtogi fyrir land og þjóð.
Raunar getur þetta tvennt enganveginn farið saman þar sem stefna flokksins gengur alfarið út á aðhlynningu sérhagsmuna og gefur nánast skít í allt sem þjónar hagsmunum heildarinnar. Af því leiðir auðvitað að flokkurinn er réttnefndur þjóðarógæfuflokkur.
Landsfundurinn var augljóslega sammála um að allir þingmenn flokksins væru réttir menn á réttum stað. Engin gagnrýni kom fram á fólk eins og Þorgerði Katrínu og Guðlaug Þór sem ættu þó almennt séð að hafa mjög skertan orðstír eftir það sem á undan er gengið. En í augum sérspilltra flokksmanna virðast þau bara enn gjaldgengari en áður !
Í því sambandi ber kannski að hafa það í huga, að íslenska þingið er orðið í augum almennings nokkurskonar þriðja flokks útfærsla af bandaríska þinginu, sem er búið að vera lokaður sérhagsmunaklúbbur til fjölda ára, þing sem nýtur afskaplega lítils trausts meðal almennings eins og það íslenska.
Menn á landsfundinum hafa því kannski hugsað sem svo " það skiptir engu máli hverjir sitja á þingi og kjafta þar, kaupin fara fram annars staðar ! "
Ekkert alvörustarf var unnið á landsfundinum í siðfræðilegum efnum, enda fer siðfræði auðvitað ekki saman við neitt í stefnu Stóra Þjóðarógæfuflokksins og skyldi engan undra. Stór hluti landsfundarfulltrúa myndi líklega, - aðspurður um siðfræði, - spyrja - hvað er það ?
Innmúraður og innvígður flokksmaður, ekki þó Styrmir Gunnarsson, sagði mér að það væri talið að enn væru þrír eða fjórir hugsjónamenn eftir í flokknum, en hann sagðist reikna með því að þeim myndi fækka jafnt og þétt, enda væri flokkurinn bandalag um hagsmuni en ekki hugsjónir. Menn sem væru að tala um hugsjónir væru yfirleitt aðhlátursefni innan flokksins og taldir ójarðtengdir og með takmarkað veruleikaskyn. Hann sagði jafnframt að fylgi Bjarna Ben II. í formanns-stöðuna hefði verið 100% hagsmunafylgi. Landsfundarmenn hefðu einfaldlega treyst honum mun betur en mótframbjóðandanum - fyrir sínum sérhagsmunum !
Heimildarmaður minn er einn af þeim Þjóðarógæfuflokksmönnum sem viðurkennir eiginlega kinnroðalaust að flokkurinn sé þjóðarógæfuflokkur í ljósi þess sem gerðist, en það er hinsvegar í hans augum ekki svo slæmt mál, meðan sérhagsmunum er sinnt eins og verið hefur.
Kjörorð innvígðra flokksmanna er nefnilega - ég um mig frá mér til mín !
Það hefur löngum verið vitað að helstu fyrirmyndir flokksins hafa undanfarna áratugi verið vestan hafs. Sérstaklega fór sú hefð að nálgast tilbeiðslustigið eftir að Johnson Bandaríkjaforseti tók þáverandi forsætisráðherra og formann flokksins með sér í stuttan labbitúr í Washington meðan hann var að viðra hundana sína. Það þótti mikill heiður á þeim tíma.
Fyrir um það bil 100 árum var til stjórnmálaflokkur hér á Íslandi sem hét Sjálfstæðisflokkur - flokkur sem stóð nokkuð skaplega undir nafni meðan hann hélst í heilu lagi, sem var reyndar ekki lengi.
Eftir að hann leið undir lok hefur í raun ekki verið neinn Sjálfstæðisflokkur í þessu landi. Sjálfstæði lands og þjóðar hefur þó stöðugt verið í hættu fyrir þeim öflum sem vilja setja verðmiða á alla hluti sama hvað það er.
Er ekki kominn tími til þess að stofnaður verði hér SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 238
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1112
- Frá upphafi: 375594
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 931
- Gestir í dag: 203
- IP-tölur í dag: 202
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)