12.10.2012 | 19:36
Það hefur búið sem aldrei fyrr - í tíðarandanum !
Fyrir skömmu hlustaði ég á þátt í ríkisútvarpinu þar sem rætt var við konu eina um einelti, sem er eins og flestir vita afar ógeðfellt fyrirbæri í samfélagi okkar.
Eins og yfirleitt gerist í öllum viðtölum í fjölmiðlum nú til dags, kom þessi ágæta kona sem þarna var talað við, því strax kyrfilega til skila hvað hún væri vel menntuð og upplýst. Það virðist nefnilega litið á það sem mikla forsendu þess að taka eigi mark á fólki, að það sé hlaðið lærdómstitlum í bak og fyrir.
En því miður hefur aðfenginn skólalærdómur einstaklinga ekki skilað sér þannig að hægt hafi verið að byggja upp skothelt traust á þeim grunni. Hann gat t.d. ekki varið þetta þjóðfélag fyrir efnahagslegu hruni, þrátt fyrir mýgrút af allskonar fjármálafræðingum og reyndar er það skoðun mín að fallvölt menntun hafi átt sinn stóra þátt í því hruni.
Ég hef því ekki trú á því að það verði sigrast á einelti með þeirri nálgun sem á fyrst og fremst að felast í allt of sjálfhverfum skólalærdómi.
En ég hlustaði á þennan þátt og hvernig þessi velmenntaða kona leysti úr þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hana. Og það kom svo sem skýrt í ljós að hún átti ekkert erfitt með að fjalla um málið. Hún talaði af staðlaðri þekkingu um eineltið og ýmsar afleiðingar þess og hvað það væri nauðsynlegt að takast á við þetta samfélagslega vandamál. Hún sagðist ekki þekkja neinn skóla þar sem ekki væri tekið á þessu máli og vildi meina að ýmislegt hefði áunnist.
Ræddi hún þannig um þetta á ýmsa vegu, en mér fannst þó eins og ekki væri margt í máli hennar sem sýndi fram á trausta stefnuundirstöðu í þessum efnum eða undirstrikaði að einhver markviss aðgerðaráætlun væri í gangi varðandi þessa hluti. Frekar mátti skilja að hér og þar væri svo sem verið að gera ýmislegt sem vonandi kæmi að gagni.
Í lok þáttarins var hún síðan spurð hversvegna eineltið væri samt sem áður til staðar í svo miklum mæli sem raun virtist bera vitni, miðað við að svo margt hefði verið gert til að stemma stigu við því á undanförnum árum og mikil upplýsing átt að hafa verið í gangi um hversu alvarlegt mál þetta væri ?
Þá byrjaði blessuð konan með því að segja hálf vandræðalega : " Ja, ef ég gæti nú svarað þessu !
Og síðan kom önnur ræða um allt og ekki neitt !
Mér fannst þetta nokkuð umhugsunarvert og velti því fyrir mér eins og stundum áður, hvort samfélagsleg vandamál stækkuðu kannski frekar en hitt í meðförum vegna þess hvað margir væru farnir að hafa lifibrauð sitt af þeim ?
Það er talað mikið um hlutina og oft af mikilli þekkingu en spurningin er hvað er í raun og veru gert til að koma í veg fyrir einelti og aðrar sambærilegar meinsemdir í þjóðlífi okkar ?
Það liggur fyrir að einelti hefur líkast til alltaf verið til. Það á samleið með ýmsu því sem býr í okkar mannlega eðli, hneigðum sem eru okkur ekki til sóma og við þyrftum öll að glíma við af fullri alvöru til að geta orðið meiri og betri manneskjur en við erum.
En svo er líka það, að tilhneigingin til að taka þátt í einelti getur falist mikið í því hvernig tíðarandinn er á hverjum tíma. Eineltisgrimmdin sveiflast upp þegar tíðarandinn ýtir undir samkeppni og metorðaslag, ýtir undir þau viðhorf að hver og einn eigi bara að hugsa um sjálfan sig og eigi ekki að vera að láta einhverjar skyldur gagnvart öðrum vera að flækjast fyrir sér. Með öðrum orðum er það ljóst að því meira vægi sem félagsleg viðhorf hafa í samfélaginu því minna verður eineltið og því meira sem ýtt er undir sjálfhverfuna, eigingirnina og græðgina því meira verður eineltið.
Flestir þeirra sem taka þátt í einelti gera það til þess að verja sjálfa sig, til að verða ekki skotspónar eða fórnarlömb. Þeir vita að það eru rangir hlutir í gangi, en taka þátt vegna þess að þeir treysta sér ekki til að standa þar á móti.
Óttinn við að verða fyrir því sama ræður gerðum þeirra svo þeir eru ekki aðeins gerendur heldur fórnarlömb líka.
Þar sem frumskógalögmálin ráða eru yfirleitt allir að veiða alla, þar er enginn óhultur. Hver og einn bregst við ógn eins og honum er eiginlegt og einelti er ógn sem yfirbugar manndóm margra og getur haft langtíma skemmandi áhrif á sálarlíf þeirra. Ég er þeirrar skoðunar að fyrirbæri eins og frjálshyggja ýti undir einelti og hliðstæðar meinsemdir í mannlegum samskiptum, og ég tel að sá tími sem frjálshyggju-sjónarmiðin óðu hér uppi og réðu miklu í tíðarandanum hérlendis sé því áliti til staðfestingar.
Tíðarandinn hefur síðustu 20 árin verið í eðli sínu eineltis-sinnaður og félagsleg úrræði til lausna verið meira og minna hunsuð. Hugarfar manna hefur mikið til verið í röngum farvegi á þessum tíma, allt of margir virtust hreinlega hættir að lifa í samfélagi og voru gengnir í græðgishug inn í frumskóg frjálshyggjunnar.
Það voru svo margir að hugsa um að græða að enginn var eiginlega með hugann við þá sem fengu að blæða !
Og við skulum ekki gleyma því að einelti er fyrirbæri sem veldur sálarlegum blæðingum, jafnvel fyrir lífstíð. Einelti í sinni grimmustu mynd er jafngildi sálarmorðs og sá sem stendur í sporum fórnarlambsins sér oft enga aðra leið frá kvölinni en að taka sitt eigið líf. Slík örlög eru áfellisdómur fyrir allt samfélagið.
Það á enginn að þurfa að glíma við slíkt og hvar sem illvígar fylgjur neikvæðra hneigða láta á sér bæra, þarf að bregðast við þeim með skilvirkum hætti.
Það er okkar að bera ábyrgð á tíðarandanum og því megum við aldrei fallast á að sameiginlegt ábyrgðarleysi í gegnum hann fái að draga niður ábyrgð hvers og eins. Við höfum samfélagslegar skyldur við hvert annað !
Einelti getur auðveldlega orðið að hliðstæðu aftöku án dóms og laga !
Tökum aldrei þátt í neinu slíku og vinnum heilshugar að því að samfélag okkar verði með þeim hætti að engum þurfi að blæði þar sálarlega út !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 356667
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 653
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)