4.5.2013 | 11:03
Ávinningur kvenna ?
Kvenréttindi hafa verið eitt af þeim töfra-hugtökum sem samtíminn hefur sett fram sem lausn á svo mörgum lífsvandanum, en hvernig skyldu nú þessi margumræddu kvenréttindi vera að skila sér fyrir konur og samfélagið allt ?
Í dag eru konur vissulega komnar í allt aðra stöðu samfélagslega séð en þær hafa lengstum haft, en er það víst að það sé að skila þeim meiri hamingju og lífsfyllingu en konum á fyrri tíð ? Það er nú kannski fyrst og fremst spurningin sem svarar því hvað hefur áunnist og hvort þar sé um að ræða raunhæfan lífsávinning fyrir konur þegar á allt er litið ?
Í gamla daga var rómantískur blær fegurðar og blíðu oftast tengdur við kvenfólk með einum eða öðrum hætti, og ef til vill hafa ömmur þeirra kvenna sem nú eru upp á sitt besta verið ólíkt blíðari og kvenlegri í háttum en þær ?
Kvenréttindin hafa nefnilega komið því til leiðar að kona þarf hreint ekki að vera neitt kvenleg nú til dags, ekki frekar en hún vill !
Menntaðar konur á framavegi ganga nú um klæddar upp eins og aukaútgáfur af körlum á sömu braut. Það er oft nokkuð vandséð hvernig finna á konuna í þeirri mynd sem þar er gefin !
Samlíkingin milli karlrembunnar og kvenrembunnar hefur á seinni árum orðið stöðugt sýnilegra fyrirbæri í hinu daglega lífi og ef einhver skilsmunur er þar á, leikur kvenremban konuna líklega verr en karlremban karlinn !
En þar sem það er ótvíræður hluti af réttindabaráttu kvenna nú á tímum, að fá að taka upp ósiði karlmannsins, er líklega ekkert við því að segja !
Konur í dag eru sagðar miklu sjálfstæðari fyrir vikið og þannig standa konum fyrri tíma miklu framar og margir trúa því að svo sé. Mín skoðun er samt sú að ömmurnar hafi vinninginn þegar á allt er litið, bæði sem konur og manneskjur !
Metnaður kvenna ætti að mínu viti að beinast sem mest að því að rækta sem best hina kvenlegu eðliskosti anda, sálar og líkama, frekar en að eltast við að vera jafnokar karla á öllum sviðum og kannski helst á þeim sviðum þar sem þeir hafa orðið sér mest til skammar.....!
Við sjáum ekki svo fá dæmin um það í samtímanum !
Í dag reykja konur til jafns við karlmenn og jafnvel meira en þeir. Í dag gætu þær sumar hverjar drukkið karlana sína undir borðið ef þeim sýndist svo. Þær geta bölvað á við þá og hafa jafnvel tileinkað sér grófleika í orðum og gerðum sem varla þekktist áður meðal kvenna - og allt á þetta víst að vera liður í því að sanna sjálfstæði og getu, að vera þáttur í því sem sumir vilja kalla mannréttindabaráttu kvenna !
Í ýmsum sviðsverkum nú á tímum er konan farin að verða þetta allt sem að framan greinir. Þar sannar hún líklega frelsi sitt en líka það að hún kann ekkert betur með það að fara en karlmaðurinn !
Hún er sjáanlega stöðugt að sanna það sem táknmynd upp á sjálfstæði sitt, að hún geti verið karlmanninum fremri - og að því er virðist - ekki síst í ósiðunum !
Já, konur í dag eru hreint ekki í þeirri nöturlegu stöðu sem þær telja að ömmur þeirra hafi verið í, þær telja sig sannarlega ekki vera þrælkaðar fyrri tíma konur.
Þær finna sig frjálsar, svo frjálsar að frelsi þeirra verður þeim líklega að byrði áður en langt um líður !
Og sumar þeirra eru svo miklar kvenréttindakonur að allt annað í lífinu fer framhjá þeim. Þær eru í heilögu stríði við karlaveldið, meintan yfirgang karla allar stundir. Þær ganga svo langt í hatrinu á bölvaðri karlrembunni að þær fyllast bölvaðri kvenrembu fyrir vikið !
En það er ekki allt sem sýnist og það er vert að hafa það í huga, að hinar ágætu fyrri tíma konur, ömmur þeirra kvenna sem storma um lífssviðið í dag í fullum herklæðum, þær voru þannig að gildi og gerð, að þær höfðu alltaf eitt umfram allt annað á hreinu - nefnilega það - að vera konur !
Og það er hreint ekki lítilvægt mál að hafa það á hreinu !
Það að vera kona og sá farvegur lífsins sem konan ein getur verið, er stórkostlegt hlutverk og því er meðferð konunnar á því hlutverki einn skýrasti vitnisburðurinn um það hvernig ástand samfélagsins er á hverjum tíma !
Sérhvert þjóðfélag sem er haldið af Jessabel-anda er á röngum vegi og stefna þess getur aldrei verið til góðs !
Ávinningur kvenna af völdum slíks andavalds er og verður alltaf innantómur svika-fengur. Fylgja þess býður aðeins upp á óhamingju og einmanaleika fyrir mannlega sál þó að yfirborð lífsmálanna kunni oft að virðast glæst !
Hamingjuleið sérhvers samfélags liggur í gegnum heilbrigt samstarf karla og kvenna , því aðeins í einingu geta karlar og konur orðið samarfar að lífsins náð og sannur farvegur blessunar fyrir framtíð barna sinna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 100
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 905
- Frá upphafi: 356801
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 721
- Gestir í dag: 87
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)