Leita í fréttum mbl.is

Er forgangsmáliđ - endurheimt forréttinda ?

„Ţađ fer margt af ţjóđlífs meiđ

um ţingsins bekki,                                                   

en  víđa endar valdaskeiđ

međ vondum hnekki.

Og stađreynd kunna lífs á leiđ

ég löngum ţekki,

ađ sumir eiga silfurskeiđ

en sumir ekki ! ‘‘

Ríkisstjórn „Simma silfurskeiđar" virđist nú sýna opinskátt hvađ legiđ hefur ađ baki hástemmdum hugmyndum hennar um hjálp viđ skuldsett heimili !

Ţađ var varla búiđ ađ koma stjórninni á koppinn, ţegar hafist var handa viđ ađ bjarga kvótagreifum og stórútgerđum frá ţví ađ leggja sitt til samfélagsins. Ţetta minnir óneitanlega á bandarískar kosningar, ţegar auđhringirnir sem leggja stórfé í kosningasjóđi stóru flokkanna, rukka strax inn endurgjaldiđ. „ Nú erum viđ búnir ađ hjálpa ykkur, nú er komiđ ađ ykkur ađ hjálpa okkur ! ´´ Og skuldsettu heimilin í landinu sem „Simmi silfurskeiđ" virđist ćtla ađ bjarga međ forgangshrađi, eru sem sagt kvótaađalsóđulin, greifafjölskylduhreiđrin, - og í sem skemmstu máli sagt - öll LÍÚ- sérgćđingasamsteypan ?

Ţađ er söguleg stađreynd, ađ Framsóknarflokkurinn hefur um nokkurt skeiđ gengiđ flokka fremst fram í kosningum međ ţau vopn í höndum ađ viđhafa lýđskrum og hástemmd kosningaloforđ.  Virđist ţar á bć hugsađ fyrst og síđast um ađ ná völdum og áhrifum - jafnvel međ slíkum vinnubrögđum - en skeytt minna um málflutning ábyrgđar og efnda !

Ţađ hafa vissulega ýmsir unniđ kosningasigra í pólitískri sögu, hérlendis sem erlendis, međ ţví ađ notfćra sér nytsama sakleysingja og trúgirni ţeirra og tala slétt inn í vonir manna um betri tíđ og blóm í haga ! En slík vinnubrögđ hefna sín yfirleitt og ţeir stjórnmálaforingjar og flokkar sem hafa hagađ sér ţannig, hafa oftast endađ slíka vegferđ rúnir trausti og hlađnir skömm og svívirđu !

Ţađ er samt sem áđur mjög skiljanlegt, ađ landsmenn velti ţví fyrir sér hvađa vćntingar ţeir geti haft á sćmilega vitrćnum grunni til nýrra stjórnvalda varđandi réttarbćtur til almennings, eftir öll fjárglćfraverkin sem framin voru gegn almannahag fyrir hruniđ og í kringum ţađ ?

En ţví miđur er ríkisstjórn „Simma silfurskeiđar" ekki sérlega trúverđug og virđist óneitanlega taka miđ af ýmsu sem ţótti í góđu gildi fyrir hrun og líklega sćkir hún stjórnar-fyrirmynd sína ţangađ. Til dćmis er dýralćknir í stjórninni eins og ţá. Reyndar hefđi ég taliđ ađ sporin ćttu ađ hrćđa í ţeim efnum. Ţó ađ menn geti veriđ ágćtis dýralćknar er ekki ţar međ sagt ađ ţeir séu réttir menn í ađ stjórna fagráđuneytum sem eru langt frá ţeirra sérsviđi. Og ţó ađ dýralćknar hafi eflaust ágćta ţekkingu á atferli dýra og hvernig ţau leysa úr sínum vandamálum, ćttu ţeir ekki ađ taka of mikiđ miđ af ţeirra ađferđum, ađ minnsta kosti ekki sem ráđherrar. Ţađ er t.d. ekki skynsamlegt í málum ađ taka miđ af mannýgu nauti sem setur undir sig hausinn og vill stanga alla andstöđu niđur. En stundum mćtti halda ađ dýralćknar sem sest hafa í ríkisstjórn hafi ţá mynd fyrir sér ţegar á móti blćs og hugsi sér jafnvel ađ vinna hvern slag međ slíkum bola-brögđum ?

Afturgengiđ hrunsvald var heldur ekki ţađ sem beđiđ var um í kosningunum, en Framsókn er hinsvegar ţess eđlis í dag ađ hún getur ekki starfađ međ neinum ađila nema íhaldinu og leggst gjarnan undir ţađ, nema kannski í ferilskráar-spursmáli um forsćtisráđherrastólinn !

Skuldsett heimili í landinu, fyrir utan forréttindaheimilin, verđa greinilega enn um sinn ađ bíđa sinnar lausnartíđar. „Simmi silfurskeiđ" er líklega ađ glíma viđ ţađ verkefni núna - ađ íhuga vandlega, hvernig hann eigi ađ fara ađ ţví ađ skella sér í loforđum hlađinn riddarabúninginn ?

Hvernig hann eigi ađ hefja burtreiđ sína gegn verđtryggingu og öđrum ógnum sem fjármála-ađallinn í landinu hefur búiđ til, međ dyggri ađstođ ţings og stjórnar á umliđnum árum, til heftingar almennri velferđ í landinu ?

En takiđ eftir, Simmi ţarf ađ heyja ţessa burtreiđ viđ eigiđ liđ ! Hann er skilgetiđ afkvćmi ţeirra forréttinda sem blómstra ţar sem auđur er í garđi og gull á hverju strái ! Ţađ er ţví ekkert undarlegt ađ menn spyrji, er hann líklegur til slíkrar framgöngu, eru orđ hans fyrir kosningar líkleg til ađ eiga samhljóm í gerđum hans eftir kosningar ?

Mađurinn hefur fengiđ völdin sem hann ţráđi, út á hástemmd kosningaloforđ sín, og er orđinn forsćtisráđherra landsins, eftir einn skemmsta stjórnmálaferil sem um getur ađ ţví takmarki.  Og spurning dagsins er auđvitađ kýrljós, fellur hann í gamalgróiđ spillingarfar eđa tekur hann hugsanlega á málum međ nýjum og farsćlum hćtti fyrir land og ţjóđ ?

Framganga ríkisstjórnarinnar varđandi veiđileyfagjaldiđ og sýnileg áfergja innan hennar til ađ keyra LÍÚ-lausnarkröfuna í gegn, er sannarlega ekki til ţess fallin ađ auka trú almennings á heilindi „Simma silfurskeiđar" og samstarfsmanna hans í stjórninni gagnvart leiđréttingarmálum sem snerta almenna velferđ !

Ţađ mun sýna sig hvernig ţau mál fara og ekki er ég sérlega bjartsýnn í ţeim efnum. En ţó hallast ég ađ ţví, ađ menn muni  - ađ lokum - lćra ţađ af biturri reynslu, ađ best sé ađ dýralćknar sinni sínu fagi, og forréttinda fćddir menn reyni ekki ađ leika neinar ţjóđhetjur heildarhagsmuna eđa varpi sér í hnakk sem einhverjir sólskinsriddarar fyrir almennri velferđ ?

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband