Leita í fréttum mbl.is

Góđur vinur kvaddur !

Ţann 18. maí sl. lést elsti vinur minn Gissur Ó. Erlingsson á 105. aldursári !

Ţar fór merkur mađur af ţessum heimi og kem ég til međ ađ sakna hans mikiđ.

Viđ rćddum mikiđ saman í síma til margra ára, rćddum um sögu, bókmenntir, stjórnmál og allt sem okkur ţótti áhugavert.

Mér fannst oft sem ég vćri hreint út sagt beintengdur viđ söguna ţegar ég rćddi viđ Gissur ţví hann sagđi mér frá mörgu sem hann hafđi sjálfur upplifađ og mér fannst vera nokkuđ langt frá í tíma, svo sem Alţingishátíđinni 1930.

Gissur var afkastamikill ţýđandi og kynni okkar hófust fyrir ţađ ađ ég tók eftir ţví ađ hann hafđi ţýtt óvenju margar bćkur sem höfđuđu sterkt til mín.

Fór mig ađ langa mikiđ til ađ hitta ţennan mann og leitađi ég hann uppi í höfuđborginni og strax ţá fundum viđ ađ viđ áttum ýmislegt sameiginlegt á áhugasviđunum. Fyrsta bókin sem hann ţýddi var hin ógleymanlega saga The Keys of the Kingdom ( Lyklar himnaríkis ) eftir A. J. Cronin. Hún var kvikmynduđ međ Gregory Peck í ađalhlutverkinu.

Ţessa bók les ég og hugleiđi reglulega ţví hún er hafsjór fróđleiks um ţađ hvernig fólk er og getur veriđ, hvernig mannleg samskipti ţróast og vaxa ađ göfgi eđa vaxa ekki neitt. Í stuttu máli sagt, ţessi saga er alltaf ađ segja mér eitthvađ meira en ég vissi áđur. Gissur ţýddi líka Roberts sjóliđsforingja eftir Thomas Heggen, en ţar er húmorinn í fullum gangi. Sú bók var líka kvikmynduđ en myndin stendur sögunni langt ađ baki ađ mínu mati.

Ţćr eru áreiđanlega hátt á annađ hundrađiđ bćkurnar sem Gissur hefur ţýtt og margar ţeirra eru mikiđ framlag af hans hálfu til menningarlegs mannţroska hérlendis. Hann ţýddi á síđustu árum bókina Ríkisstjórann eftir Howard Fast sem er ćvisaga John Peter Altgelds, en enginn vildi gefa hana út vegna ţess ađ hún var ekki talin ýkja gróđavćnleg. En bókin sú lćtur engan mann ósnortinn sem hefur sćmilega óspillt blóđ í ćđum.

Gissur ţýddi líka Togarasögu sem segir frá kjörum breskra sjómanna á togurum hér viđ land. Ţar frćđist mađur um margt sem ţarflegt er ađ vita. Sú ţýđing er líka óútgefin.

Gissur ţýddi svo - síđast en ekki síst - ýmis öndvegisrit fyrir Ađventista-söfnuđinn og ţar ber hćst ađ mínu mati Deiluna miklu eftir Ellen G. White.

Ég kveđ Gissur vin minn međ mikilli virđingu og ţökk og lćt hér fylgja međ vísur sem ég sendi honum skömmu eftir efnahagshruniđ, en okkur fannst báđum sem ţá hefđi illa veriđ stađiđ ađ verkum af stjórnvöldum á öryggisvakt fyrir íslenska ţjóđ.

 

Til vinar míns Gissurar Ó. Erlingssonar.

Ort 10.12.2008.

Illa er komiđ okkar málum,

aldni vinur minn.

Uggur hefur sótt ađ sálum,

sé ég ţađ og finn.

 

Öryggiđ sem áđur fyllti

alla er fariđ nú.

Rotinn hópur rćndi og spillti,

rýrđi ţjóđarbú.

 

Ömurlegt er allt ţađ gengi,

- enda hrópađ: Svei !

Helst ţví líkt sem hefur lengi

herjađ Sikiley.

 

Verst ţar okkur vitniđ gefa

vítisţrćla gjöld.

Ţó ađ reyni ţjóđ ađ sefa

ţýlynd yfirvöld.

 

Sökin ţar er sökin mesta,

sjá ţađ fleiri brátt.

Eftirlitsins augu bresta

oft á margan hátt.

 

Viljaleysi og vćrđ ţar getur

villt um skyldusvar.

Enginn stóđ sig öđrum betur,

allir brugđust ţar.

 

Yfirvöldin öll ţar sváfu,

undu sér viđ draum.

Međ ţví illu gengi gáfu

grćđgis lausan taum.

 

Gerđir ţeirra  undiroka

alla velferđ hér.

Ár sem fóru öll í hroka

ćgja mér og ţér.

 

Ţví er nú á okkar eyju

engin gróskutíđ.

Spurning lífs í spennitreyju,

sparkađ vinnulýđ.

 

Niđjar okkar á ţví kenna,

er sú myndin stríđ.

Arđrániđ mun á ţeim brenna

alla ţeirra tíđ.

 

Fjöregg ţjóđar frelsis hefur

fengiđ međferđ ţá,

sem um gjöldin synda krefur,

síst ţví neita má.

 

Ţó ađ skapađ skuldahelsiđ

skađi Íslands kyn,

ţjóđin má ei missa frelsiđ

miđstjórnar í gin.

 

Ţjóđin má ei glata glóru,

ganga á seiđinn villt,

hugar blekkt í björgin stóru,

Brussel-órum fyllt.

 

Ef ađ stađan okkur gefur

eđli mútufúst.

Verđur allt sem unnist hefur

íslensk brunarúst !

 

***********

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 1211
  • Frá upphafi: 316810

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 891
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband