16.7.2013 | 17:12
,,Nýju stjórnmálin " ?
Sumt af yngra fólkinu sem nú er að hefja feril sinn í stjórnmálum landsins talar gjarnan um þörfina á því að breyta þeim. Einkum finnst mér hafa borið á þessu meðal hægri manna en þó eru ýmsir sem kalla sig vinstri menn farnir að slá um sig með þessu líka.
Þetta fólk er sem sagt að tala um nýju stjórnmálin, það er hvernig þeim finnist að stjórnmálin eigi að vera. En svo kaldhæðnislegt sem það er, dettur þetta blessað fólk aftur og aftur niður í gömlu skotgrafirnar. Það veit bara ekki af því þegar það fer að þylja gömlu klisjurnar og límir sig niður í gamla farið.
Bjarni Ben hefur til dæmis oft talað um að menn eigi að hætta þessu og hinu verklaginu, sem sé orðið úrelt í ljósi nýrra tíma, og fara að starfa með nýjum hætti, nálgast málin á nýjan hátt og vera ekki alltaf í þessu gamla. Sumir hafa viljað meina að honum verði svo fjölrætt um þetta vegna þess að það hafi verið svo miklir vandræða-vafningar í gömlu sporunum og því talsverð nauðsyn á kaflaskilum. Aðrir, að vísu fáir, virðast telja að Bjarni meini þetta í alvöru !
En eftir að Bjarni varð ráðherra í nýrri ríkisstjórn virðist hann nota hvert tækifæri í fjölmiðlum til þess að undirstrika að þetta og hitt vandamálið sé arfur frá fyrri stjórn ! Það sé til orðið vegna einhvers klúðurs í verklagi fyrri stjórnar. En er þessi framsetning ekki nákvæmlega það sem allir hafa sagt í öllum viðtakandi ríkisstjórnum til þessa ?
Og hvar er þá nýja nálgunin og nýju áherslurnar í þessum stöðugu ásökunum gegn forverunum ?
Hélt Bjarni virkilega að ný ríkisstjórn tæki við ríkisbúi í 100% stöðu ?
Það er að vísu vitað að svokallaðir Sjálfstæðismenn eru margir í 100% afneitun gagnvart efnahagshruninu sem hér varð fyrir skömmu, enda ábyrgðarmenn þess að mestu, en nýbyrjaður fjármálaráðherra verður nú að horfast í augu við staðreyndir eins og þær liggja fyrir.
Hvað hefði hann sagt ef hann hefði tekið við 2009, þegar allt var í rúst, hvað máttu þeir þá segja sem tóku við þá, eftir hátt í tveggja áratuga sérgæsku-valdaskeið flokks Bjarna Benediktssonar ?
Það er þó sagt nú að margt sé í betra fari en var 2009 og erlendir álitsgjafar, sem flokkur Bjarna hefur yfirleitt talið gildisbæra, hafa farið ýmsum viðurkennandi lofsorðum um frammistöðu íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum á síðasta kjörtímabili. En samt grenjar Bjarni hástöfum yfir því hvað allt sé erfitt vegna aumingjadóms fyrri stjórnar !
Bjarni veit reyndar að það getur verið klókt að grenja, því þegar allt var að verða honum andstætt rétt fyrir kosningar, ekki síst innan eigin flokks, kom hann í sjónvarpið og grenjaði, gaf jafnvel í skyn að hann færi bara að hugsa um að segja af sér formennskunni, það væru svo margir í flokknum vondir við hann !
Og það var eins og við manninn mælt, andstaðan í flokknum hjaðnaði um leið og allir fóru að fullvissa Bjarna um að þeir stæðu með honum. Flokksmönnum leist nefnilega ekki á að formaðurinn segði af sér á þessum tímapunkti og allt flokkshyskið gekk í það að hugga Bjarna og þerra tárin, sem voru náttúrulega bara krókódílatár !
Meira að segja einn vinur minn sem villtist inn í Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma, í gegnum veskið sitt sem fleiri, maður sem hafði hreint ekki farið hlýjum orðum um Bjarna, söðlaði snarlega um og fullvissaði Bjarna um hollustu sína. Hann sagðist sjá það skýrt og greinilega að hann væri langbesti kostur flokksins eins og staðan væri og baðst forláts á fyrri orðum og þeim skorti á flokkslegri þjónustusemi sem í þeim hefði mátt finna !
Þetta hafði Bjarni upp úr því að grenja inn í flokkinn og nú virðist hann vera að kynna sér hvað hann kemst langt með því að grenja út fyrir flokkinn ! Það eru ekki allir sem ná því marki frá slæmri stöðu að tryggja sér órofa samstöðu innan eigin flokks með því að fara í sjónvarpið og grenja þar !
Það má vel vera að eitthvað af þessu unga fólki sem er að koma inn í stjórnmálin núna og er komið á þing, muni vilja flytja með sér breyttar og betri áherslur fyrir stjórnmál landsins og vissulega er ekki vanþörf á því. En hinir gömlu varðhundar flokka og kerfis sem munu leiða þetta fólk inn í hlutina og kenna því hvernig á þeim á að taka, eru samt líklegastir til að venja það á gömlu básana og losa það við allar hugmyndir um nýsköpun, nýjar áherslur og ný stjórnmál !
Nýsköpun er stórt hugtak og ekki síst þegar hugsað er til að beita því til breytinga á langspilltum vettvangi íslenskra stjórnmála !
Ég er því ekki trúaður á að ég eigi eftir að sjá þessi nýju stjórnmál" verða að veruleika í þessu landi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
- Sól tér sortna !
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
- ,,Nú verða allir góðir menn að standa saman !
- Gegn aftökugleði tíðarandans !
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 26
- Sl. sólarhring: 331
- Sl. viku: 1095
- Frá upphafi: 393850
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 954
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)