Leita í fréttum mbl.is

,,Nýju stjórnmálin " ?

Sumt af yngra fólkinu sem nú er ađ hefja feril sinn í stjórnmálum landsins talar gjarnan um ţörfina á ţví ađ breyta ţeim. Einkum finnst mér hafa boriđ á ţessu međal hćgri manna en ţó eru ýmsir sem kalla sig vinstri menn farnir ađ slá um sig međ ţessu líka.

Ţetta fólk er sem sagt ađ tala um „ nýju stjórnmálin‘‘, ţađ er hvernig ţeim finnist ađ stjórnmálin eigi ađ vera. En svo kaldhćđnislegt sem ţađ er, dettur ţetta blessađ fólk aftur og aftur niđur í gömlu skotgrafirnar. Ţađ veit bara ekki af ţví ţegar ţađ fer ađ ţylja gömlu klisjurnar og límir sig niđur í gamla fariđ.

Bjarni Ben hefur til dćmis oft talađ um ađ menn eigi ađ hćtta ţessu og hinu verklaginu, sem sé orđiđ úrelt í ljósi nýrra tíma, og fara ađ starfa međ nýjum hćtti, nálgast málin á nýjan hátt og vera ekki alltaf í ţessu gamla. Sumir hafa viljađ meina ađ honum verđi svo fjölrćtt um ţetta vegna ţess ađ ţađ hafi veriđ svo miklir vandrćđa-vafningar í gömlu sporunum og ţví talsverđ nauđsyn á kaflaskilum. Ađrir, ađ vísu fáir, virđast telja ađ Bjarni meini ţetta í alvöru !

En eftir ađ Bjarni varđ ráđherra í nýrri ríkisstjórn virđist hann nota hvert tćkifćri í fjölmiđlum til ţess ađ undirstrika ađ ţetta og hitt vandamáliđ sé arfur frá fyrri stjórn ! Ţađ sé til orđiđ vegna einhvers klúđurs í verklagi fyrri stjórnar. En er ţessi framsetning ekki nákvćmlega ţađ sem allir hafa sagt í öllum viđtakandi ríkisstjórnum til ţessa ?

Og hvar er ţá nýja nálgunin og nýju áherslurnar í ţessum stöđugu ásökunum gegn forverunum ?

Hélt Bjarni virkilega ađ ný ríkisstjórn tćki viđ ríkisbúi í 100% stöđu ?

Ţađ er ađ vísu vitađ ađ svokallađir Sjálfstćđismenn eru margir í 100% afneitun gagnvart efnahagshruninu sem hér varđ fyrir skömmu, enda ábyrgđarmenn ţess ađ mestu, en nýbyrjađur fjármálaráđherra verđur nú ađ horfast í augu viđ stađreyndir eins og ţćr liggja fyrir.

Hvađ hefđi hann sagt ef hann hefđi tekiđ viđ 2009, ţegar allt var í rúst, hvađ máttu ţeir ţá segja sem tóku viđ ţá, eftir hátt í tveggja áratuga sérgćsku-valdaskeiđ flokks Bjarna Benediktssonar ?

Ţađ er ţó sagt nú ađ margt sé í betra fari en var 2009 og erlendir álitsgjafar, sem flokkur Bjarna hefur yfirleitt taliđ gildisbćra, hafa fariđ ýmsum viđurkennandi lofsorđum um frammistöđu íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum á síđasta kjörtímabili. En samt grenjar Bjarni hástöfum yfir ţví hvađ allt sé erfitt vegna aumingjadóms fyrri stjórnar !

Bjarni veit reyndar ađ ţađ getur veriđ klókt ađ grenja, ţví ţegar allt var ađ verđa honum andstćtt rétt fyrir kosningar, ekki síst innan eigin flokks, kom hann í sjónvarpiđ og grenjađi, gaf jafnvel í skyn ađ hann fćri bara ađ hugsa um ađ segja af sér formennskunni, ţađ vćru svo margir í flokknum vondir viđ hann ! 

Og ţađ var eins og viđ manninn mćlt, andstađan í flokknum hjađnađi um leiđ og allir fóru ađ fullvissa Bjarna um ađ ţeir stćđu međ honum. Flokksmönnum leist nefnilega ekki á ađ formađurinn segđi af sér á ţessum tímapunkti og allt flokkshyskiđ gekk í ţađ ađ hugga Bjarna og ţerra tárin, sem voru náttúrulega bara krókódílatár !

Meira ađ segja einn vinur minn sem villtist inn í Sjálfstćđisflokkinn á sínum tíma, í gegnum veskiđ sitt sem fleiri, mađur sem hafđi hreint ekki fariđ hlýjum orđum um Bjarna, söđlađi snarlega um og fullvissađi Bjarna um hollustu sína. Hann sagđist sjá ţađ skýrt og greinilega ađ hann vćri langbesti kostur flokksins eins og stađan vćri og bađst forláts á fyrri orđum og ţeim skorti á flokkslegri ţjónustusemi sem í ţeim hefđi mátt finna !

Ţetta hafđi Bjarni upp úr ţví ađ grenja inn í flokkinn og nú virđist hann vera ađ kynna sér hvađ hann kemst langt međ ţví ađ grenja út fyrir flokkinn ! Ţađ eru ekki allir sem ná ţví marki frá slćmri stöđu ađ tryggja sér órofa samstöđu innan eigin flokks međ ţví ađ fara í sjónvarpiđ og grenja ţar !

Ţađ má vel vera ađ eitthvađ af ţessu unga fólki sem er ađ koma inn í stjórnmálin núna og er komiđ á ţing, muni vilja flytja međ sér breyttar og betri áherslur fyrir stjórnmál landsins og vissulega er ekki vanţörf á ţví. En hinir gömlu varđhundar flokka og kerfis sem munu leiđa ţetta fólk inn í hlutina og kenna ţví hvernig á ţeim á ađ taka, eru samt líklegastir til ađ venja ţađ á gömlu básana og losa ţađ viđ allar hugmyndir um nýsköpun, nýjar áherslur og ný stjórnmál !

Nýsköpun er stórt hugtak og ekki síst ţegar hugsađ er til ađ beita ţví til breytinga á langspilltum vettvangi íslenskra stjórnmála !

Ég er ţví ekki trúađur á ađ ég eigi eftir ađ sjá ţessi „nýju stjórnmál" verđa ađ veruleika í ţessu landi !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband