Leita í fréttum mbl.is

Um lífskristni og Laodíkeukristni !

Almennur kristindómur í dag virđist ađ miklu leyti vera orđin útţynnt útţynning af útţynningu málamiđlana og ţannig tilreiddur er hann hengdur aftan í viđsjálan tíđaranda !

Í ţeim gjörningi felst mikil siđferđileg og andleg afturför á Vesturlöndum !

Á tímum ţegar allt virđist eiga ađ ganga út á ţá skilgreiningu ađ allir fái endalaust annađ tćkifćri og allt sé einhvernveginn endurkrćft sama hvađ menn gera, á kristindómsbođun samkvćmt Orđinu ekki upp á pallborđiđ. En ţađ er samt hin rétta bođun og hún mun ţví áfram standa af sér sérhverja tíđaranda-uppreisn eins og hún hefur gert til ţessa !

Kristindómurinn, eins og hann er samkvćmt Orđinu, grundvallast á eilífu gildi gćskunnar og sannindum hennar og  á aldrei samleiđ međ lygi eđa neinni málamiđlun sem veitir ţví illa brautargengi. Hann gengur međal annars út á ţađ kjarnaatriđi - ađ menn eigi ađ elska syndarann en hata syndina !

Í dag virđist fjölmargt kristiđ fólk komiđ inn á ţá skođun, ađ ef ţađ međtaki ekki synd hvers einstaklings og viđurkenni hana sem sjálfsagđan mannréttindahluta af lífi hans, sé ţađ ekki á réttu róli í sínum kristindómi !

Ţađ eigi ađ fyrirgefa og međtaka allt ! En hvert stefnir ef ţađ er gert ?

Ţađ hljóta allir sem vit hafa ađ geta séđ. Ţađ verđur niđurbrot alls siđferđis !

Ţađ á ađ vera hverri kristinni manneskju mögulegt ađ elska ađra manneskju ţó ađ rangir hlutir í lífi viđkomandi séu ekki viđurkenndir og međteknir um leiđ !

Synd sem viđhelst iđrunarlaust í lífi manns getur hvorki veriđ viđkomandi til farsćldar eđa öđrum og ţađ getur aldrei orđiđ réttur kćrleikur af annarra hálfu ađ umvefja slíka synd.

Margir verđa fyrir ţví ađ manneskja sem ţeir treysta, bregst ţeim algerlega.

Og sumir fyrirgefa slíkt, en eiga viđ sálarkvalir ađ stríđa vegna ţess ađ ţeir finna ađ traustiđ er samt ekki til stađar eins og áđur, og telja ţađ merkja ađ ţeir hafi í raun ekki fyrirgefiđ. En ţađ er sitthvađ fyrirgefning og traust.

Ţađ er hćgt ađ fyrirgefa ţađ sem gert er á hlut manns, en traustiđ kemur ekki aftur fyrr en viđkomandi einstaklingur hefur unniđ til ţess á ný.

Fyrirgefningin er framlag ţess sem brotiđ hefur veriđ gegn til ađ stuđla ađ sáttum, en framlag ţess sem brotiđ fremur, ţarf ađ vera hegđun og framkoma sem ávinnur sér traust ađ nýju. Slíkt framlag skapast ekki nema fyrir iđrun !

Kristin trú er í margra augum nú á tímum eitthvađ sem setur óţćgilegar skorđur, eitthvađ sem heftir frelsi og gerir einstaklingnum lífiđ erfiđara međ bođum og bönnum !

En ţađ eru ţó fyrst og fremst ţeir sem eru í uppreisnarhug gegn öllu agavaldi sem líta svo á og ţví miđur eru ţeir margir. 

En líf sem er hömlulaust og viđurkennir engar reglur er líf á glötunarvegi. Heilög ritning bendir skýrt á ţađ og sýnir fram á ađ regla er góđ, ađ sá einstaklingur sem leiđist af uppreisnaranda gegn lögum og reglu finnur sig  aldrei frjálsan eđa öruggan, og ađ líf sem lýtur heilbrigđum meginreglum er manninum ólíkt léttbćrara en líf í uppreisn !

Hvađan skyldi svo ţessi uppreisnarandi vera ćttađur sem vill brjóta niđur öll ţau ölturu sem hingađ til hefur ţótt eđlilegt ađ krjúpa viđ ?

Laodíkea er tákn tímanna í dag ! Viđ erum stödd í síđustu kirkjuöldinni og ţađ líđur á tímann og jafnframt ţađ svigrúm sem hver og einn hefur til ađ gera hreint fyrir sínum dyrum. Afvegaleiđslan er mörg og allskyns viđhorf eru komin inn í kristna kirkju sem áđur hefđi veriđ óhugsandi ađ vćru ţar til stađar.

Af hverju vilja svo margir tilheyra kristinni kirkju sem eru samt bođendur fyrir hluti sem eiga ţar ekki heima ?

Skyldi ţađ vera vegna ţess ađ andinn sem ţar er ađ baki veit ađ auđveldara er ađ brjóta kirkjur niđur innan frá en utan frá ?

Hvernig verđur kristin kirkja sem hefur gert málamiđlanir um allt sem henni á ađ vera heilagt ?

Hún verđur hol skurn, andlaus stofnun, innantóm og köld !

Ţađ takast tvö meginöfl á í ţessum heimi. Annađ er gott og sjálfu sér samkvćmt í öllu, ţađ er afl Guđdómsins sem vill leiđa okkur til lífs og ljóss.

Hitt afliđ bregđur sér í allra kvikinda líki, en er samt alltaf sama fyrirbćriđ, ţađ er illt og ţađ vill tortíma okkur af ţví ađ ţađ er sjálft dćmt til tortímingar !

Ţađ er vegiđ ađ mörgu í dag sem áđur ţótti uppbyggilegt og sérstaklega er ţar vegiđ ađ ómengađri kristinni trú. Hún er ţađ sem stendur í vegi fyrir framrás uppreisnaraflanna, ţeirra svörtu afla sem vilja Babylon upp en Jerúsalem niđur.

Hún er líka ţađ eina sem stendur á milli mannlegra sálna og glötunar !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1180
  • Frá upphafi: 316779

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 884
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband