9.8.2013 | 13:42
Veltikefli í vinsældaleit !
Rýrt er efni í roði þunnu
rop þó vaxi í karranum.
Bylur hátt í tómri tunnu,
til að mynda Gnarranum !"
Flestir menn hafa hingað til haft þá sómatilfinningu að blanda ekki Jesú Kristi inn í lágkúruleg sjónarmið hins daglega kjaftaþings með þeim hætti sem Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur gerði nýlega á erlendum vettvangi !
Stundum búast menn að vísu að heiman í fullmiklum flýti þegar um ferðalög er að ræða, og þá vill hitt og þetta verða eftir. Kannski varð sómatilfinningin eftir heima í þetta skipti hjá Jóni Gnarr því stundum getur ýmislegt verið svo smátt að vöxtum að auðvelt sé að missa það frá sér !
Jón Gnarr er sjáanlega maður sem er þannig gerður, að hann ætti ekki að þurfa að koma á óvart með það sem hann lætur út úr sér, jafnvel þó það sé þess eðlis að það myndi koma á óvart frá flestum öðrum. Stefnumark hans virðist nefnilega fyrst og fremst vera að vekja á sér athygli með einum eða öðrum hætti. Ein helsta leið hans til þess hefur sýnilega verið að viðra sig upp við þrýstihópa sem eru kannski ekki svo ýkja fjölmennir en hafa mjög hátt og láta mikið á sér bera. Jón Gnarr fellur greinilega eins og flís við rass þegar um slíka hópa er að ræða, enda líklega sinnið og skinnið þar til húsa í öllum skilningi.
Það býr margt í borg eins og Reykjavík og það ber mikið á ýmsum svonefndum menningarhópum þar sem sumir hverjir virðast hafa það eitt á stefnuskrá sinni að níða niður allt sem öðrum er heilagt eða einhvers virði. Það virðast nefnilega sumir þannig hugsandi í sinni uppskrúfuðu menningarviðleitni að frjálslyndið eigi að vera takmarkalaust, aðeins þannig sé það ekta ! Fólk með þessum hugsunarhætti virðist oft og einatt vilja tengja sig við hluti sem lengstum hafa ekki þótt sérlega eftirsóknarverðir til viðmiðunar, eins og þegar það til dæmis spyrðir nafn borgar sinnar við Sódómu.
Og nú um skeið hafa Reykvíkingar haft borgarstjóra sem virðist fylgja skoðunum þessara hópa að öllu leyti. Hann talar sem borgarstjóri á erlendum vettvangi með þeim hætti að það getur hvorki talist honum til sóma né borginni sem hann er fulltrúi fyrir. Kristur sjálfur getur ekki í hans huga hafa verið annað en hommi fyrst hann var ekki að flangsast utan í kvenfólki !
Það er ekkert nýtt í umræðunni að aðilar af hálfu homma og lesbía komi fram með yfirlýsingar um að ýmis stórmenni Sögunnar hafi verið samkynhneigðir einstaklingar, en hingað til hefur Kristur þó verið látinn að mestu í friði. En svona hegðar þetta fordómalausa fólk sér þegar það segist vera að berjast gegn fordómum annarra ! Eignar látnum einstaklingum kynhneigð sem engar sannanir eru fyrir að verið hafi til staðar, tekur sér þann rétt og brýtur á mannréttindum látins fólks og minningu þess !
Reykvíkingar kusu Jón Gnarr og hans fylgifiska yfir sig á sínum tíma til að sýna að þeir hefðu skömm á hinum frambjóðendunum. Jafnvel hann átti að vera betri en þeir. Þannig var það og flestir vita það og viðurkenna. Gnarrinn var ekki með neina stefnu, hann sat bara með órætt glott á vörum og vann sinn kosningasigur út á það. Ef hann hefði tjáð sig eitthvað að ráði hefði hann skiljanlega tapað á því. En vegna þess að hann sagði svo lítið, talaði hann minna af sér fyrir vikið !
Við Íslendingar eigum spakmæli yfir flestalla hluti og eitt þeirra hljóðar þannig : Lengi getur vont versnað"! Jón Gnarr hafði ekki lengi setið í embætti borgarstjóra þegar æði margir sem kusu hann iðruðust gerða sinna. Þeir sáu að þó hinir frambjóðendurnir hefðu vissulega verið slæmir þá var Gnarrinn verri ! Hann fór að birtast þeim sem einhverskonar margflókinn persónugervingur óljósra viðhorfa í flestum málum og því má segja að misjafn Dagur og breytileg Nótt hafi tekið völdin í borg óttans og hlutföllin þar á milli hafi orðið og séu býsna ójöfn !
Jón Gnarr hegðar sér oft eins og trúður og hefur sýnilega gaman að því og telur sig jafnvel geta skemmt öðrum með því. En með afskiptum sínum af pólitík er hann hinsvegar afskaplega vafasamt fyrirbæri og ólíklegur til afreka á því sviði. Hann virðist þegar hafa spillt því tækifæri sem honum gafst þar, með þeim hætti að varla verður um bætt. Sumir telja reyndar að hann sem pólitíkus sé bara á undan sinni samtíð, hann sé eins og pólitíkusar verði almennt eftir 10-15 ár. Þá verði loddarar í aðalhlutverkum í öllu stjórnmálalífinu ! Hver veit, kannski verður það svo, og reyndar bendir ýmislegt til þess að svo verði. En það er vandamál komandi tíðar en Jón Gnarr virðist hinsvegar vaxandi samtíðarvandamál þeirra sem hann á að vera fulltrúi fyrir.
Reykvíkingar eiga sér borgarstjóra sem - er að verða og er jafnvel þegar orðinn -kunnur fyrir nokkuð sem margir myndu kalla ótilhlýðilega framkomu" ! Maðurinn virðist hafa mikla þörf fyrir að tjá sig - beinlínis til að hneyksla !
Það er ef til vill ekki hægt að sakast svo mikið við hann fyrir það að honum sé ekkert heilagt. Skýringar á því liggja vafalaust í ýmsum hlutum í fortíð hans og ferli fram á þennan dag. Hitt er öllu verra þegar maður sem telur sig líklega fordómalausan, virðist hafa svo mikla tilhneigingu sem raun ber vitni, til að gera lítið úr því sem öðrum er heilagt. Í því framferði sýnast mér koma fram fordómar sem mæla ekki með þeirri innréttingu sem viðkomandi persóna hefur.
Ég hefði haldið að Jón Gnarr ætti að halda Jesú Kristi utan við sínar pælingar. Það virðist nefnilega ekkert benda til þess að hann hafi lifandi mannskilning á þeim hreinleika sem býr í eðli Krists og anda og sem hefur verið birtugjafi á vegi allra kristinna kynslóða í þessum heimi síðustu tvö þúsund árin.
Jón Gnarr er sýnilega með hugann við allt annað og ólíkt heimslegra sjónarmið í sínum þankagangi og pælingar hans eru þess eðlis að þær gera hann síður en svo að meiri manni eins og yfirlýsingar hans oftar en ekki sanna best. Það er einlæg von mín að borgarstjóratíð hans verði senn á enda og jafnframt el ég þá von í brjósti, að Reykvíkingar sem aðrir kjósendur í þessu landi, átti sig til fulls á því - að lengi getur vont versnað" og kjósi ekki yfir sig ómerkinga vegna þess eins að aðrir séu svo slæmir !
Sérhvern valkost í kosningum ber að vega og meta í ljósi þess hvað hann hefur fram að færa og hvort það sé eitthvað sem orðið geti til gagns og gæfu fyrir samfélagið í heild. Gagnrýnin hugsun og greining af því tagi gæti til dæmis sýnt kjósendum það með afgerandi hætti - að Besti flokkurinn" væri hreint ekki besti flokkurinn þegar allt kæmi til alls !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)