18.8.2013 | 14:09
Kvittað fyrir sérborgaralega sálgreiningu !
Einn með lyndis lausan merg,
lífs við æfða skreytni,
ristir sína rún í berg
ráðasmárrar breytni !"
Fyrir nokkru varð mér það á að skrifa um mál sem átti víst að vera tabú ! Það er reyndar nokkuð sem kemur oft fyrir mig, því ég ber litla virðingu fyrir launhelgum, hvort sem í hlut eiga frímúrarar eða aðrir sem vilja fremja sitt í leynum. Þetta varð til þess að einhverjir samborgarar mínir hneyksluðust á mér á fésbók og kannski víðar og er það í góðu lagi mín vegna.
Ég er hinsvegar ekki á fésbók og því hef ég ekki séð þessar umsagnir, en tek það fram að fólki er velkomið að gera allar þær athugasemdir við skrif mín sem geta hentað innræti þess og eðlisfari. Það er réttur minn að hafa mínar skoðanir og tjá þær og aðrir mega auðvitað hafa sínar skoðanir og tjá þær á sama hátt.
En einn góður vinur minn vakti nýlega athygli mína á nokkrum umsagnarorðum á fésbók, þar sem ævintýramaður nokkur, sem er reyndar sambæjarmaður minn, geisar dálítið út af skrifum mínum um hið staðlæga tabú-mál. Ég verð eiginlega að fara nokkrum orðum um það efni, kannski bæði í gamni og alvöru. Það kemur mér svo sem ekkert á óvart þó að viðkomandi maður sem farið hefur holu í höggi, vilji verja það sem hann vill kannski kalla á sínu máli árás á golfparadís ( 5% ) Skagastrendinga ! En viðbrögð hans byggjast greinilega á skynvillu gagnvart þeirri ádeilu sem í grein minni fólst og beindist að allt öðru !
En auðvitað þurfti ég ekki að búast við því að umræddur maður skildi hvað ég væri að fara þar sem hugsanagangur hans er áreiðanlega víðs fjarri mínum. En samt finnst mér afstaða hans vera dálítið hláleg, einkum í ljósi þess að hann hefur talið sig vera jafnaðarmann og ætti því líklega að hugsa meira um hagsmuni þessara 95% íbúa Skagastrandar sem koma lítið sem ekkert út á golfvöll - og heildarhagsmuni almennt. En þar sem ég hef nú alltaf talið mig vita að blessaður maðurinn væri í raun sjálfstæðismaður, furðar mig svo sem ekkert á því þó sérhagsmunirnir liggi hjarta hans nærri !
Eitt það skemmtilegasta við skrif þessa manns er að hann gerir tilraun til að sálgreina mig. Sálgreining hans felst að mestu í eftirfarandi niðurstöðum :
Ég á að vera af manngerð sem er á móti framförum. Ég á að vera í hópi miðaldra, vansælla karlmanna sem hafa einangrast frá samfélaginu og hafi rörsýn á allt og alla. Ég á að vera geðillur og láta það bitna á öðrum og svo á ég að vera dauðhræddur við mitt nærsamfélag vegna þess að ég hafi þá trú að allir sitji á svikráðum við mig !!!"
Þarna hef ég sem sagt fengið að vita óumbeðið hvaða álit þessi samborgari minn hefur á mér. Það er ekki lítilsvirði að fá að vita hvar maður hefur mann sem yfirleitt engir vita hvar þeir hafa.
En nú ætla ég til gamans að fara ofurlítið yfir þessa sálgreiningu, sem er auðvitað sérborgaraleg í eðli sínu og inntaki eins og höfundurinn.
Fyrsta umsögnin hefur alltaf verið mjög mikið notuð gegn mönnum sem gagnrýna elítu-vinnubrögð, gagnrýna valdaklíkur og alla misnotkun lýðræðisins. Þá eiga menn að vera á móti framförum ! Svei mér þá ef þetta er ekki bara kennt á flokksnámskeiðum í Valhöll og kannski hefur ævintýramaðurinn okkar einhverntíma sótt vítamínin sín þangað ?
Ekki held ég nú að ég sé vansælli en gengur og gerist í þessu vansæla þjóðfélagi okkar, en vissulega hefur árunum fjölgað, þó ég sé ennþá aðeins yngri en sálgreinirinn minn og verði það líklega áfram. Hvað snertir ætlaða rörsýn mína, tel ég mig alla ævi hafa lagt mig fram um að lesa um mál, fjalla um mál og skilja mál. Ég hef haft og hef enn samskipti við fjölda fólks, innanlands sem utanlands, og tel mig hafa lært mikið af þeim samskiptum. Hugsast gæti því að maður sem hefur líklega rörsýn á lífsstíl 5% Skagstrendinga gæti farið flatt á því ef þekking okkar á mönnum og málefnum væri borin saman !
Hvað geðslag snertir tel ég mig lengstum hafa verið nokkurn jafnaðarmann á því sviði, enda reiðist ég sjaldan, en ef ég reiðist mætti vel ætla að það myndi ekki fara framhjá mörgum í nærsamfélagi mínu. En það skal líka sagt, að Skagstrendingur er ég og Skagstrendingur vil ég vera, en mér er ekki alveg sama hvað gert er úr Skagaströnd í almennings nafni og það kannski af 5% íbúanna ! Aldrei hef ég setið á svikráðum við neinn mann og hef aldrei kunnað að meta fals í samskiptum, en það er sjálfsagt að játa það að traust mitt á yfirvöldum þessa lands hefur fallið jafnt og þétt á síðustu árum og lái mér það hver sem vill.
Sálgreinirinn minn á nú að þekkja mig betur en hann virðist þora að kannast við, því í gamla daga þótti honum sem fleiri yfirlýstum krötum að ég væri einna leiðinlegasti maðurinn í Alþýðubandalaginu vegna þess að það væri ekki hægt að semja við mig ! Og um hvað átti að semja ? Auðvitað um málamiðlanir, auðvitað um afslátt á því sem ég taldi vera rétt. Ég vildi ekki semja um slíkt og þannig hef ég alltaf verið. Það er varla von að ævintýramenn sem alltaf hafa flotið á málamiðlunarhafinu mikla skilji slíka afstöðu. Og þegar menn eru ekki málamiðlunarhæfir að mati slíkra sérgæðinga, virðist eina ráðið að segja að þeir séu á móti framförum. Ég hef svo sem fengið að heyra það áður !
Ég hef oftastnær gaman að skoðanaskiptum og hefði þessi meinti laumu-sjalli sem ég tel mig nú þekkja allvel, en tek skiljanlega ekki mjög alvarlega, komið og bankað upp á hjá mér og viljað ræða málin, hefði ég sannarlega boðið honum í bæinn í kaffi og vafalaust hefðu hressilegar umræður getað fylgt á eftir. En þess í stað kaus blessaður maðurinn að reyna að sálgreina mig á fésbók !
Ég verð nú líklega að þakka fyrir þá fræðslu sem ég hef fengið í gegnum þá sálgreiningu, ekki um mig, heldur um persónugerð viðkomandi manns ; en ég verð jafnframt að taka það skýrt fram, að ég mun hér eftir sem hingað til, tjá mig um það sem mér þykir þörf að fjalla um, hvað sem líður sálgreiningum manna sem virðast eiga erfitt með að þola það að aðrir hafi skoðanir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)