Leita í fréttum mbl.is

Vaxtabćtur til venjulegs fólks skornar niđur !

Ţađ hefur ekki fariđ leynt ađ geysileg vonbrigđi hafa gert vart viđ sig hjá fólki vegna útgreiddra vaxtabóta í ár. Ţćr eru víđa ekki nema brot af ţví sem ţćr voru í fyrra og enginn virđist skilja hvađ valdi ţessu og skýringar liggja ekki á lausu.

Ţessar vaxtabćtur voru eins og menn vita liđur í ţví ađ létta skuldabyrđi fólks, byrđi sem margfaldast hafđi vegna óstjórnar og ábyrgđarleysis yfirvalda í efnahagsmálum ţjóđarinnar. Ekki hefur byrđin léttst en nú ákváđu yfirvöld ađ láta sem ţau vissu ekki af henni. En ţótt skýringar vanti vitum viđ svo sem ađ margt hefur gerst sem breytt hefur stöđu mála frá ţví í fyrra !

Nýir valda-ađilar eru til dćmis komnir á stjórnarkoppinn og kannski hefur ţađ einmitt eitthvađ međ ţennan niđurskurđ vaxtabótanna ađ gera ? Ţađ er komin ríkisstjórn sem hefur á stefnuskrá sinni - í orđi kveđnu - skulda-afléttingu, en áđur en af ţví geti orđiđ, verđa stjórnvöld greinilega fyrst ađ ná peningum af fólki, ţví fyrirheitna skulda-afléttingin verđur auđvitađ borguđ af fólkinu sjálfu á einn eđa annan veg. Ţađ er venja stjórnvalda af ţessu tagi ađ naga rót ţjóđarmeiđsins sem mest, sjúga sem frekast blóđ úr hjarta hinnar vinnandi alţýđu.

Ţetta stórfellda bakslag međ vaxtabćturnar í ár virđist í hrópandi ósamrćmi viđ ţá stefnu sem fylgt var síđasta kjörtímabil af fyrrverandi stjórn. En nú eru líklega komin önnur viđhorf til valda, ţau ćvagömlu sjónarmiđ forréttindahópa, ađ réttarbćtur til venjulegs fólks eigi hvergi ađ fá framgang og slíkt sé ađ fara illa međ fjármagn. Silfurskeiđarstjórnin er ekki líkleg til ađ rétta hlut lćgri tekjuhópa í ţjóđfélaginu hvađ sem líđur loforđum og yfirlýsingum um annađ.

 „Dylst ei ţjóđ um dal og strönd,

djúp ţar vissan fengin,

yfirvalda hjálparhönd,

hálfu verri en engin !"

Fyrr á öldum fullvissađi páfinn og legátar hans kónga og yfirvöld í Evrópu um ađ loforđ gefin heiđingjum og trúvillingum ţyrfti ekki ađ standa viđ. Ţađ virđist gilda ţađ sama í dag ţegar fulltrúar forréttinda setjast í valdastóla, ađ loforđ gefin venjulegu fólki, almenningi, ţjóđ, ţurfi ekki ađ standa viđ. Ţađ sé bara pólitísk nauđsyn ađ gefa ţau svo komast megi til valda !

Síđasta ríkisstjórn gćti međ réttu kallast vaxtabótastjórnin í samanburđi viđ ţá ríkisstjórn sem nú situr og stefnir fyrst og fremst ađ ţví ađ hygla forréttindahópum eins og gert var allan Davíđstímann og leiddi til hruns og ţjóđarógćfu.

Í leiđara Akureyrar vikublađsins í ţessari viku fjallar ritstjórinn um frussandi ofstćki samtímans og ţar stendur:

 „ Ţađ hefur lítiđ gott gerst milli ţeirra sem bera sök á efnahagshruninu hér á landi áriđ 2008 og hinna sem bera byrđar hrunsins á blóđugum öxlum ; íslenskum almenningi. Uppgjörinu er enn ólokiđ. Ţví er alltaf frestađ. Ekki bara á Landsfundi sjálfstćđisflokksins heldur alls stađar ţar sem ábyrgđin er mest. Óháđar rannsóknarskýrslur eru rakkađar í svađiđ, spunameistararnir sitja í ćđstu stólum. Ritstjóri Morgunblađsins gjammar látlaust í átt ađ ţeim sem ekkert hafa til sakar unniđ, svo sem faglega hlutlćgra fréttamanna Ríkisútvarpsins. Auđvitađ eru frávik, alltaf má finna útlaga í öllum hópum og stéttum en sjái Davíđ Oddsson eina frétt sem honum er ekki ađ skapi stimplar hann alla fréttamenn sem einhver vinstri fífl. Og Vigdís Hauks lćrir af. Ćtlum viđ ađ láta ritstjóra Morgunblađsins komast upp međ ađ fella okkur fyrst efnalega og svo aftur vitsmunalega ?"

Ţetta er óvenju skeleggur leiđari og einkum athyglisverđur fyrir ţađ ađ ritstjórinn ţorir ađ anda á frjálshyggjupáfann Davíđ Oddsson og kallar málflutning hans frussandi ofstćki sem beri vitni um botnlausa heift.

En nú eru menn Davíđs Oddssonar aftur komnir til valda, sjálfstćđismenn tveggja flokka, sem eru áreiđanlega einhuga í ţví ađ rýra hlut almennings í öllu eftir ţví sem ţeir geta. Hversvegna kýs fólk yfir sig sama helsiđ aftur og aftur ? Hversvegna trúir ţađ lygum frekar en sannleika ?

Vaxtabóta-niđurskurđurinn er ábending um hvert kerfiđ stefnir. LÍÚ er allt annađ en venjulegt fólk. Peningar eru ekkert mál ţegar slíka ađila vanhagar um fyrirgreiđslu, en venjulegt fólk verđur flegiđ og svikiđ. Í augum silfurskeiđarstjórnarinnar er ţađ áreiđanlega sjálfsagt mál ađ níđast á venjulegu fólki og hafa af ţví allar leiđréttingar. Slík stjórnvöld á ađ senda út á sextugt djúp og ţađ sem fyrst !

„Mćld er neyđ á miskavog,

mörg ţar eyđist fórnin.

Situr gleiđ viđ svikatrog

silfurskeiđarstjórnin !"

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 365495

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband