6.9.2013 | 16:43
Orð í fullri meiningu ásamt vísum frá 2009 !
Ríkisstjórnin sem mynduð var í vor lét fljótlega í ljós þá skoðun að hún hefði tekið við mun lakara búi en hún hefði búist við !
Það var skrítin athugasemd frá mönnum sem áttu að vita glöggt um stöðu mála og gáfu meira að segja stór loforð um lausn á ýmsum stærstu vandamálunum sem hrjáð hafa þjóðina frá fyrri valdadögum þeirra eigin flokka.
Og nú þegar þessir endursköpuðu Hrunverjar eru búnir að sitja út hveitibrauðsdaga sína að völdum, hafa þeir eingöngu unnið verk fyrir sig og sína, LÍÚ fékk sitt og ríka fólkið sitt, en almenningur bíður enn eftir sínu.......
Og það virðast bara fást loðin svör þegar leitað er eftir upplýsingum. Jafnvel Eygló Harðardóttir er farin að tala eins og véfréttin í Delí.
En þar sem nýja stjórnin byrjaði strax á því að barma sér yfir verri stöðu en hún hélt að væri til staðar, verður mér hugsað til þess hvernig staðan var eftir hrunið þegar Jóhanna og Steingrímur urðu að taka við.
Áreiðanlega hefur engin ríkisstjórn á Íslandi tekið við ömurlegra þjóðarbúi en Vinstri grænir og Samfylkingin tóku við 2009, því allt var í rúst. Þar varð nánast að byrja á öllu frá grunni eftir viðskilnað Hrunverjastjórnarinnar fyrri !
En þrátt fyrir þá staðreynd, leyfa Sigmundur Davíð og Bjarni sér það að segja að þeir hafi búist við að taka við skárra búi en raun hefði á orðið ! Hvað meina þeir ?
Bjuggust þeir við því að Jóhanna og Steingrímur hefðu kippt öllu í lag á þessum fjórum árum eftir hrunið og unnið ofurmannleg kraftaverk ?
Áttu þeir bara að geta gengið inn í góðan ríkishag og byrjað að spreða út rúllettupeningum í nýtt fjárhættuspil ?
Það eru miklir undarlegheita-vafningar í svona málflutningi og helst dettur manni í hug að þessir silfurskeiðardrengir ríkisstjórnarinnar séu þegar komnir á undanhald í sínum loforðaleik.
En það mun brátt koma í ljós hvernig þau mál öll fara !
Ég ætla að bæta hér við vísum sem ég orti árið 2009 sem lýsa nokkuð því ástandi sem blasti við þá og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvernig ástatt væri fyrir landinu okkar í dag, ef nægtanærðir gullhreiðursgaukar eins og Sigmundur Davíð og Bjarni hefðu tekið við stjórnartaumunum þá !
-Stöðugreining mála Anno Domini 2009 -
Hels með voða herjar nú
hryllingur á þjóðarbú.
Kreppa sækir land og lýð,
leiðir hug að fyrri tíð !
Sveiflast flest í hringi hér,
hamingjan víst þannig er.
Sér hún varpar sitt á hvað,
síst hún velur fastan stað !
Þjóðarskútan berst við brot,
byrlaust er og stefnt í þrot.
Hvergi er friður nú til neins,
nístir oddur mistilteins !
Frjálshyggjunnar fantareið
fékk að ráða öllu um skeið.
Að sér drógu alisvín
ofurlauna kjörin fín !
Óþjóðleg var iðjan sú,
engu skeytt um þjóðarbú.
Græðgi og hroka hamfarir
hófu villtar samfarir !
Gripinn sótt við gróða raus
greindist margur heilalaus.
Verðbréf fóru vitið með,
veðhjól Mammons öllu réð !
Blóðsugurnar bölvaðar
bankakerfis ölvaðar,
ristu vítis rúnir þær
sem ráðið enginn maður fær !
Fjármálanna fyrirmenn,
flestir þar í stöðum enn,
stóðu fremst í stappinu,
studdu að lófaklappinu !
Fjölmiðlarnir fóru geyst,
fáu verður þar nú treyst.
Fjarri hæfnis hófinu
hrundu þeir á prófinu !
Spilavítis spillingin,
sperrileggja gyllingin,
féll um koll með falskan glans,
fór svo beint til andsk..... !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.9.2013 kl. 15:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 36
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 934
- Frá upphafi: 378448
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 798
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)