25.9.2013 | 19:05
Um fordóma ,,hinna fordómalausu" !
„Kál þó sopið sé úr ausu,
sýnir rækt á fölskum grunni.
Fordómar „hinna fordómalausu"
fara lengst í vitleysunni !"
Það virðast ýmsir hópar þjóðfélagsins hafa töluverða tilhneigingu til þess að standa gráir fyrir járnum í andspæni haturs og ótta. Og þá ganga ásakanir um fordóma fjöllum ofar sitt á hvað. Flestir sem vilja segja sína meiningu og neita að láta kúga sig til þagnar, eru kallaðir ljótum nöfnum, einkum og sér í lagi af rétttrúnaðarsinnum samtímans.
Það þykir til dæmis tilvalið að kalla slíka menn ras-ista og mætti þá ekki alveg eins kalla þá rass-ista sem standa helst fyrir ófrægingunni og skoðanakúguninni nú til dags. Nánast það eina sem virðist hafa breyst frá fyrri tíð er að hlutverkin hafa víxlast. Nú telja þeir sig ropa í ráðandi stöðu sem áður urðu að halda sig til hlés. Þeir sem hæst töluðu gegn fordómum fyrir tiltölulega fáum árum hafa nú gerst forvígismenn fordóma öfugrar afstöðu og sýna þar öðrum enga miskunn !
Rétttrúnaðarsinnar samtímans eru að stórum hluta þeir sem hlaupa alltaf upp og fylgja því sem þeir telja ráðandi viðhorf. Þeir telja það hagstæðast fyrir sig og í hugarfari slíkra er aldrei til arða af neinni hugsjón. Þeir stjórnast bara af allsráðandi hagnaðarvon sjálfsins. Slíkir aðilar eru yfirleitt óhrein svikasumman af tækifærissinnum allra stétta !
Mannskepnan virðist alltaf setja sig í þann ólánsgír að gleypa við blekkingum og táli, og þeir virðast hreint ekki svo fáir nú á dögum sem hafa sýnilega vanið sig á að skipta um siðferðilega kennitölu oftar en nærbrækur !
Og það stendur ekki á því að menn telji sig vera að gera hárrétta hluti, þó allir mælikvarðar sem notaðir hafa verið til þessa varðandi slíkt, segi annað. Svo það er engin furða þó flest bendi til þess að heimurinn sé á hverfanda hveli, enda virðast ráðandi viðhorf í samtímanum, ekki síst þegar horft er til siðferðis, stöðugt staðfesta að þau hljóti að eiga öll sín óðul á ónefndum stað !
Margir virðast til dæmis telja það vera í lagi að vera óheiðarlegir, ef þeir geta hagnast á því ! Rangsnúin sjálfsbjargarviðleitni þeirra fær þá til að einblína svo á fjárhagslegan ávinning að þeir hugleiða ekki hið siðferðilega tap sem þeir verða fyrir.
Af hverju er fólk svona peningasjúkt ? Það virðist sumt vera að fjárfesta til 500 ára og sýnist ekki leiða neina hugsun að því að það verði horfið og dautt löngu fyrr !
Margt fólk er að fjárfesta langt inn í tíma sem það á ekki og mun ekki koma til með að eiga og getur enganveginn átt ? Svo er leiðarstefum liðins tíma breytt svo að gamalgrónar siðareglur séu ekki að flækjast fyrir og engin vébönd eru virt ! Tíðarandinn er í logandi uppreisnarhug gegn öllum gömlum og góðum gildum og öllu sem stendur fyrir aga. Skilaboðin virðast fyrst og fremst vera : „Gerðu það sem þér sýnist !"
Og þessvegna er andinn orðinn sá, að dagskipun öll er farin að ganga út á það eitt, að fara öfugt að hlutunum miðað við það sem áður var gert. „Það skal rétt vera sem talið var rangt áður !" Og siðferðilega stefnan er talin lagfærð og leiðrétt og óháð frávikum fordóma, en sannleikurinn er hinsvegar sá að hún liggur beint á feigðarflúðir mannlegrar reisnar !
Skoðanir sem eru ekki vinsælar eru skilgreindar sem fordómar, en stundum er þó aðeins verið að segja sannleikann. Meinið er hinsvegar að enginn vill heyra hann. Flestir virðast heldur vilja heyra sæta lygi en beiskan sannleika. En þegar samfélag fer að ganga mikið til fyrir lygaumræðu, blekkingum og gervilausnum, er vá fyrir dyrum. Og þegar einhver sýnir þann kjark að tala þvert á ráðandi viðhorf, sem virðast oftar en ekki eiga litla samleið með sannleikanum, er sagt að viðkomandi sé haldinn fordómum....Það er ein algengasta og áhrifaríkasta þöggunarleiðin í nútímanum !
Þeir sem skilgreina sjálfa sig fordómalausa og standa þar af leiðandi fremst í tilbeiðslustiga tíðarandans og gæta þar rétttrúnaðarviðhorfanna sem ráða í augnablikinu, eru hinsvegar sem fyrr segir, ekki síður fordómafullir en þeir sem þeir telja fordómafulla, en fordómar þeirra eru hinsvegar í svo ráðandi stöðu að þeir eru ekki taldir fordómar !
En sú staða mun umsnúast í fyllingu tímans, því ferlið í þessu fer alltaf í hringi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 227
- Sl. sólarhring: 232
- Sl. viku: 1061
- Frá upphafi: 378412
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 908
- Gestir í dag: 193
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)