28.9.2013 | 00:00
Hrunræn hrollvekja, norræn velferð og fjarræn frjálshyggja !!!
Aðstandendur einkahítar
engum plágum varna.
Sjást ei fylgja sagnir nýtar
Sigmundi og Bjarna !"
Eftir að fyrrverandi ríkisstjórn fór frá, hafa margir ósjálfstæðir sjálfstæðis-menn haft það í miklum flimtingum að ekki hafi nú norræna velferðarstjórnin" gefist vel ! Reyndar var það ekki neitt nýtt í efni því allt frá því að sú stjórn tók við, voru slíkir aðilar náttúrulega fastir í þeim gír að rakka hana niður á allan hátt. Það átti líklega að vera einhverskonar öfugsnúin varnarpólitík af þeirra hálfu til að draga athyglina frá því sem áður hafði gerst, sem var að þeirra eigin menn höfðu splundrað hér allri velferð og leitt þjóðina í efnahagslegum skollaleik fram á ystu brún hengiflugs !
Hin hrunræna hrollvekjustjórn var alfarið þeirra óburður og Íslands ógæfa. Þó að sjálfstæðis-flokkurinn skipti um hækju 1995 og aftur 2007 var sama stjórnvaldið í raun og veru við lýði frá 1991 til 2009, - hátt í tvo áratugi, þann tíma sem sennilega verður síðar skilgreindur í þjóðarsögunni sem hið glórulausa Davíðsdýrkunartímabil !"
Margt stjórnmálaaflið með allsherjarvöld hefur nú getað sannað gildi sitt á skemmri tíma en 17-18 árum, en tímanum var greinilega varið í annað en uppbyggingu varðandi velferð lands og þjóðar. Hann var sýnilega notaður mest til efnahagslegrar rányrkju gagnvart landi og þjóð eins og afleiðingar sukksins sýndu best í leikslok ! Þessvegna hlaut þessi langi valdatími að enda með hruni !
Hrunrænu hrollvekjustjórninni var eðlilega varpað skjótlega út úr stjórnarráðinu að kröfu ofsareiðrar þjóðar og yfirgúrú efnahagsmálanna, seðlabankastjórinn almáttugi, varð sömuleiðis að víkja. Flestir sáu á útmánuðum 2009 að öllu sem íslensk þjóð hafði byggt upp með dugnaði og ráðdeild tveggja kynslóða hafði verið stefnt í algjöran voða. Aðeins hörðustu frjálshyggjumenn og andlegir þankaþrælar Valhallarvaldsins neituðu að horfast í augu við staðreyndir og vældu þess í stað með aumingjalegum hætti um alþjóðlega kreppu og aðfengin vandamál erlendis frá. Þar sást glöggt hvernig algjör skortur á þjóðhollustu getur svipt suma öllu manngildi !
Við völdum tók ríkisstjórn sem var með allt önnur stefnuviðmið en hrunstjórnin, en ekki var ríkisbúið glæsilegt eftir rányrkjuna - allt í klúðri og kaldakoli ! Væntingar fólks voru þó miklar en líklega aldrei grundvöllur til að mæta þeim sómasamlega þó vilji væri kannski fyrir hendi. En það er alveg ljóst að við ramman reip var að draga frá upphafi með þjóðarbúskapinn og margt þvældist fyrir í kerfinu. Ekki er ólíklegt að margur kerfisbúrinn hafi þjónað meira undir aðra húsbændur en þá sem sestir voru í stólana !
Mörg mistök voru líka gerð af ríkisstjórninni sem reyndust áhrifarík til óvinsælda og að lokum fjaraði mikið til undan henni, þar sem fólk fór að trúa því, altekið af óþolinmæði og meðfylgjandi vonsku vonbrigða, að best væri að kalla arftaka Hrunverjanna aftur til valda. Þeir voru líka ósparir að lofa bót og betrun og sögðust stefna fast að því að bæta fólki upp tjónið af ránskap fyrri ára !
Reynslan kennir að margir lofa miklu þegar upp um þá hefur komist og eins var með karlinn sem hnuplaði kjötlærinu forðum frá Hemmert kaupmanni. Hann stakk því undir peysu sína, en það seig svo að hækillinn stóð út úr buxnaklaufinni, sem var náttúrulega opin. Hemmert sá á færi til karls á hlið og greindi bugspjótið og þóttist strax vita hvað gerst hafði og kallaði höstugur: Skilaðu því sem þú hefur tekið !" Og karl svaraði í hjartans auðmýkt : Já, sjálfsagt Hemmert minn, fyrst þú sást það !"
Það var skrítið þegar kjósendur fóru að treysta aftur sömu öflunum og ollu hruninu, vegna þess að þeir sögðust ekki treysta lengur valdstjórn þeirra sem ollu ekki hruninu og björguðu kannski því sem bjargað var ! Ekki sýnist mér að rökrétt dómgreind hafi ráðið þar ferð og líklega fór þar öllu meira fyrir æstum tilfinningum. Slík afstaða hefur nú skilað því að narrar eru í ríkisstjórn og gnarrar í borgarstjórn !
Og nú eru sem sagt þessi öfl hinna hrunrænu sérgæsku-sjónarmiða aftur við stjórn á þjóðarskútunni ! Stefnu og seglabúnaði var eins og vitað er strax hagrætt í samræmi við hagsmuni LÍÚ og byrjað að létta sköttum af hátekjufólki. Það var nú kannski ekki það sem hinn almenni kjósandi taldi mestu þörfina á, en sýndi hugarfarseðli nýju valdhafanna og hagsmuni hverra þeir bera mest fyrir brjósti !
Ríkisstjórnargoðarnir nýju voru reyndar nokkuð spældir yfir því að norrænu velferðarstjórninni" skyldi ekki hafa tekist að skila í hendur þeirra svo góðu ríkisbúi að þeir gætu farið að spreða hyglingardúsum aftur til réttra aðila", en þrátt fyrir skort á skildingum var reynt að gera það í nokkrum tilfellum sem fyrr segir. Og fyrst almenningur virtist hafa gert sér grein fyrir vömmunum og skömmunum, fyrst menn virtust hafa séð og skilið hvernig farið hafði verið með þá og áttað sig á misgjörðunum sem framdar voru, þótti rétt að lýsa því yfir við kjósendur að leiðréttingar yrðu gerðar á ranglætinu, fyrst þið sáuð það" eins og þar stendur !
En það leynir sér hinsvegar ekki að það eru þegar farnar að vakna allmiklar efasemdir hjá almennum kjósendum um ágæti þessarar nýju ríkisstjórnar, einkum með tilliti til þess hvað gengur hægt að standa við þau stefnumið og loforð sem tryggðu henni öllu öðru fremur sigurgengi í síðustu kosningum.
Spurningin er því jafnvel þegar orðin sú, hvort núverandi stjórn verði kvödd í fyllingu tímans sem fjarræna frjálshyggjustjórnin"?
Ég hef þá skoðun að þær væntingar sem gerðar eru til núverandi ríkisstjórnar muni ekki verða uppfylltar og hún komi ekki til með að safna vinsældum frekar en fyrirrennari hennar. Það er mannleg dyggð - að lofa ekki meiru en maður getur staðið við, en sú dyggð er ekki allra - ef til vill eiga ríkisstjórnargoðarnir eftir að finna það hvað það getur haft miklar og afdrifaríkar afleiðingar þegar menn reyna að leika á almenning og nota einhver skollabrögð til að bregðast því sem lofað hefur verið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)