1.10.2013 | 19:30
Menntunarleg vegtyllusýki án samfélagslegs skilagjalds !
Það hefur oft komið fram á fréttamyndum, að háttsettir menn í einræðisríkjum eru oft í flottum einkennisbúningum og orðum skreyttir. Þetta á ekki hvað síst við um yfirmenn heraflans, hvort sem um er að ræða landher, flota eða flugher. Menn ganga um bísperrtir með brjóstið alþakið orðum. Það á sem sagt ekki að fara framhjá neinum að það séu engin smámenni á ferð þar sem slíkir fara !
Svo heita þessar orður ýmislegt sem ekki er heldur af smærra taginu. Hetjuorðan, Afreksorðan o.s.frv.o.s.frv. Það er sem sagt alltaf verið að reyna að hefja manninn á stall sem eitthvað yfirmannlegt fyrirbæri. Allt er þetta afskaplega heimskulegt og hégómlegt og eitt af því sem mannfólkinu lærist sennilega seint að þroska sig frá. En þessi vegtyllu-veikleiki er ekki bara áberandi í einræðisríkjum, það er ekki minna um hann á Vesturlöndum, þó birtingarmyndirnar þar séu kannski með öðrum hætti.
Eftir að Ísland varð fullvalda ríki var í skyndi hróflað upp orðubanka hérlendis því dannebrogsorðan þótti ekki lengur eins eftirsóknarverð og hún var meðan embættismannaliðið taldi sér til gildis að vera dansksinnað í húð og hár. Stofnuð var svonefnd Fálkaorða sem í munni almennings er reyndar stundum kölluð Skálkaorða ! Sumir forsetaframbjóðendur hafa nefnt fyrir kjör sitt í embættið, að þeir ætluðu að draga úr orðuveitingum, en það hefur aldrei komist í verk, því sendiherrar, stórkaupmenn, ráðuneytisstjórar og ríkisforstjórar, blátt áfram öll medalíu-merkikertin - þurfa áfram að fá sitt, og hvað getur Forseti Íslands þá gert annað en að deila út djásnunum ?
Það virðist sem alltaf þurfi að vera eitthvað til staðar til að mæta fordild manna og eftirsókn í hégóma, samanber vísu Steingríms Thorsteinssonar Orður og titlar, úrelt þing/ eins og dæmin sanna/ notast oft sem uppfylling/í eyður verðleikanna !" Það er leitt til þess að vita, að þegar Steingrímur var orðinn gamall maður og hugsunin farin að gefa sig frá því sem áður var, tókst snobbliðinu að fá hann til að taka við dannebrogsorðu og þá var kátt í hyskishöll, því þar með var haldið á veitingavöllum titlatogsins að fyrrnefnd vísa væri orðin ógild, en ýmsum þar hafði lengi sviðið undan efni hennar. En vísan sú stendur áfram fyrir sínu og segir sannleikann þó höfundurinn hafi álpast út í skynvillufen á gamals aldri.
Viðurkenningarþrá manna er mikil og allt í lagi með hana sem slíka því oft er hún sterkur hvati að afrekum, en þegar hún beinist eingöngu að einhverju yfirborðskenndu fánýti, getur hún orðið sem skurðgoð í lífi einstaklinga. Það má sjá mörg dæmin um slíkt. Menn strita við að reyna að bæta alin við hæð sína með sokkabandsorðum og sigurtáknum af öllu tagi, og skreyta sig yfir brjóst og upp á haus baki brotnu árum saman, svo fer þetta dinglumdangl á haugana eftir þeirra dag, eins og hvert annað brotajárn !
Við þekkjum til dæmis verðlaunasafnarana. Ég hef heyrt að einn þekktur keppnismaður í ákveðinni grein íþrótta hérlendis, hafi byggt heilt hús yfir sína verðlaunagripi. Þar eiga náttúrulega allar hinar hlöðnu hillur að æpa sitt þögula en hástemmda lof um verðleika viðkomandi manns !
Í skólakerfinu sýndu menn í gamla daga verðleika sína með því að skrifa lærðar bækur um sín sérsvið. Og auðvitað urðu menn doktorar og prófessorar í þessu og hinu þá eins og nú. En gamla kerfið var hinsvegar greinilega ekki nógu gott til lengdar. Það kom ekki nándar nærri nógu vel til móts við athyglisþörf menntaðra einstaklinga. Og það hefur leitt til þess að í dag er þeirri vöntun svarað með ýmsum hætti.
Það eru skrifaðar ritgerðir eins og í gamla daga, en nú heita þær meistararitgerðir og þúsundum saman fá menntamenn samtímans meistaragráðu í þessu og hinu. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það sé einhver risaskápur uppi í háskóla sem hefur því eina hlutverki að gegna að geyma allar þessar meistararitgerðir, í þeirri langsóttu von hinna akademísku yfirvalda að einhverntíma komi þær hugsanlega að einhverju gagni !
Og í framhaldi fer ekki hjá því að maður hugsar með sér, ætti ekki þjóðfélagi, sem hefur á að skipa fullt af fólki með meistaragráður, að vegna vel ? Ætti það ekki að vera mikil samfélagsleg innistæða fyrir okkur öll að eiga völ á öllu þessu hámenntaða og afburðahæfa fólki ?
En svo dapurlegt sem það er, virðist svarið við því hreint ekki bjóða upp á mikla bjartsýni hvað snertir samfélagslega velgengni. Það er því miður nánast ekkert sem segir okkur að öll þessi hástemmdu menntunarstig séu að skila sér með einhverjum ábyrgum hætti til þjóðlegrar hagsældar !
Eins og í einræðisríkjunum ganga einstaklingar um orðum skreyttir eða þá menntagráðu-skreyttir, en afrekin virðast láta á sér standa. Hæfnin virðist býsna oft stranda og verða innlyksa á skeri einkahagsmunanna. Meistaranámsfólkið hverfur að mestu leyti inn í lokaðan hring sinna eigin lífsþarfa og þjónar þar líklega sínu vel, en það fara minni sögur af dáðum þess í þágu samfélagsins !
Og ég spyr í fávisku minni, er verið að mennta þetta fólk og hámennta það í þokkabót, til þess eins að það geti komið betur fótum undir sig sjálft, til þess að það geti lifað á meistaragráðunni sinni einni saman allt sitt líf eins og hún sé einhver eilífðar-undirstaða af gulli gerð og það í efnahagslegum þjóðfélagsrústum ?
Það hefur víða verið til þess vitnað, að Franklin D. Roosevelt kom sér upp sérfræðingahópi hálærðra skólamanna þegar hann tók við sem forseti í kreppunni forðum. Þessi hópur var kallaður Brain Trust og á hugmyndum hans grundvallaði forsetinn stefnu sína um nýja gjöf ( New Deal) !
Áttum við Íslendingar enga menn í okkar háttvirtu gráðum prýddu menntamannaklúbbum sem gátu myndað Brain Trust hóp eftir hrunið ? Hóp sem hefði getað lagt til einhverjar nothæfar lausnir, því öll vitum við nú hvernig stjórnmálamennirnir okkar eru og auðvitað vitum við líka að það hefði ekki orðið neitt hrun ef þeir væru ekki eins og þeir eru !
Og því spyr ég, áttum við þá og eigum við nú - bara tómt meistaragráðulið, - vita gagnslaust til þjóðfélagslegra þarfaverka, og ef svo er, til hvers er þá öll menntunin ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 126
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 1153
- Frá upphafi: 377688
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 1003
- Gestir í dag: 113
- IP-tölur í dag: 113
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)