30.10.2013 | 18:49
Tvennskonar sjálfstæðisflokksmenn" !
Það er oft mjög fróðlegt að heyra hvernig menn halda á málum. Þá koma stundum óvænt fram viðhorf sem innra fyrir búa án þess að þau hafi verið viðkomandi einstaklingi og öðrum ljós. Þá fer allt í einu að glytta í eitthvað sem virðist vera til hugarhúsa á alröngum stað. Þetta hef ég sérstaklega reynt hjá ýmsum mönnum sem seint mundu vilja telja sig heimilisfasta hjá sjálfstæðisflokknum svonefnda ( ég skrifa nafn þessa flokks af ásettu ráði með litlum staf, hann á ekki meira skilið !), en eru í raun að innréttingu og hugarfari hluti af fylgdarliði þess flokks !
Það er nefnilega svo að harðsoðin einstaklingshyggja, nokkuð sem gerir menn svo til ónæma fyrir félagshyggju og samfélagskennd, er til býsna víða, þó hana sé yfirleitt frekast að finna hjá flokksbundnum sjálfstæðisflokksmönnum. En svo eru það þessir óflokksbundnu sjálfstæðisflokksmenn" sem margir hverjir virðast lítt sáttir við sjálfstæðisflokkinn en eiga það þó sameiginlegt með flokksmönnum þar, að horfa á býsna mörg mikilvæg þjóðfélagsmál nákvæmlega á sama hátt og þeir !
Ég hef alla tíð verið í fullkominni andstöðu við sjálfstæðisflokkinn og þann anda sem þar býr að baki hlutunum og hef aldrei sparað að láta það í ljós. Sá andi er að mínu mati fullur af sérgæsku og eigingirni. En af tvennu illu vil ég heldur fást við flokksbundna fyrirbærið en það óflokksbundna. Þeir sem flokksbundnir eru vita þó að þeir eru í flokknum og vita líka upp á sig skömmina sumir hverjir þegar deilt er á þá fyrir ódáðir flokksins, en hinir óflokksbundnu telja sig hvergi til húsa í pólitískum skilningi og þykjast því lausir allra mála, en tala samt í raun út frá sömu forsendum og geta verið öllu viðsjárverðari fyrir vikið.
Svo eru náttúrulega til menn í flokkum þeim sem kenna sig við Framsókn og Samfylkingu sem eru ekkert nema sjálfstæðisflokksmenn að innviðum til, og hugsanlega mætti jafnvel finna einstaka slíka hjá Vinstri grænum ef vel væri leitað, en þá erum við líklega komnir niður í svo takmarkað mannlegt atgervi að það tekur því ekki einu sinni að tala um það !
En það eru þessir óflokksbundnu sjálfstæðisflokksmenn sem hafa oft valdið mér talsverðum heilabrotum. Hvers vegna skyldu þeir ekki vera í stíunni sem þeir stjórnast greinilega af ? Ég hef tekið eftir því að þeir tala alltaf eins og þeir séu með einhvern rekstur og fjármálaumsvif og virðast skilja manna best erfiðleikana við slíkt. Hugmyndafræðileg verkalýðshugsun er þeim hinsvegar fjarlægari en flest annað og það er eins og þeir hafi aldrei meðtekið það hlutverk sem þeir hafa þó velflestir á hendi - að vera réttir og sléttir launþegar !
Það er líka athyglisvert að þeir sem þeir dást mest að, virðast yfirleitt vera þeir sem hafa komist áfram í heiminum, eins og það er kallað, eru ríkir og kaupglaðir, standa í stórum viðskiptum og virðast hafa úr nógu að spila. Það virðist ekki skipta neinu máli eða bregða nokkrum skugga á aðdáunina, þó að talið sé að sori og óhreinleiki sé til staðar í lífi viðkomandi stórmenna" ! Eftir virðist sitja að berlusconar viðskiptalífs og veraldarumsvifa séu glæstar fyrirmyndir í hugarheimi utanflokks sjálfstæðisflokksmanna og það engu síður en þeirra sem ganga með flokksskírteinið upp á vasann. Að hugarfari til virðist afstöðumunur þar sannarlega lítill sem enginn og eðlishneigðir vera hallar undir nákvæmlega það sama.
Maðurinn er óneitanlega nokkuð margbrotið fyrirbæri. Sumir menn geta þannig verið að berjast mestan hluta ævi sinnar gegn því sem þeir sjálfir eru í raun og veru. Þeir virðast aldrei hugleiða það með sjálfum sér hvar þeir raunverulega standa og vanþekking þeirra á eigin eðlishneigðum getur og hefur oft sett þá þar sem síst skyldi. Og þá koma þeir náttúrulega upp um sig með því að tala þveröfugt við það sem búist er við af þeim. Það er samfélagslega vont að mínu áliti að menn skuli yfir höfuð vera sjálfstæðisflokksmenn, en verra finnst mér þó að sumir skuli vera það án þess að vita af því sjálfir !
Þeir sem tilheyra þannig flokknum hugarfarslega en eru ekki í honum, eru nefnilega enn ólíklegri en hinir til að fá samviskubit, þó það mannlega einkenni að fá samviskubit, sé að mínu mati samt sem áður afar sjaldgæft meðal sjálfstæðis-flokksmanna. Það er meðal annars vegna þess að þeir hafa löngum haft innmúraða, sjálfsefjandi sannfæringu fyrir því að þeir hafi aldrei gert neitt af sér - nema gott !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)