2.11.2013 | 09:19
Um svigrúmið til sáningar !
Lífið gefur okkur flestum svigrúm til athafna og það er val okkar hvernig við stöndum að verki. Við höfum skyldum að gegna við þá sem á undan okkur gengu og þá sem á eftir okkur koma. Við höfum skyldur við foreldra okkar og börn.
Sumir kynnast aldrei foreldrum sínum, þeir hafa dáið snemma eða einhver afbrigði orðið sem hafa leitt til þess að vegir skildust. Sumir hafa aldrei þekkt föður sinn og sumir aldrei móður sína. Slíkt er oftast hryggðarefni vegna þess að í flestum tilvikum innifelur það missi hluta sem okkur öllum eru nauðsynlegir fyrir vegferðina út í lífið. En sumir eiga foreldra lengi, foreldra sem orðnir eru aldraðir og jafnvel komnir á dvalarheimili. Í mörgum tilfellum virðast þeir svo gleymast þar - því miður - , svo að heimsóknir strjálast og falla jafnvel alveg niður !
En það er mikilsvert mál að eiga móður eða föður eða báða foreldra á lífi. Jafnvel þó heilsa þeirra kunni að vera orðin tæp og minnið gloppótt , er það viðvarandi náð að eiga enn aðgang að þeim sem leiddu okkur á legg og voru okkur eitt og allt fyrstu árin. Það er þá enn hægt að vera það sem hönd er hendi og fótur fæti.
Ég las einu sinni sögu. Hún var um mann sem hét Henriksen, hann var auðugur og átti stórt og gott heimili og það sem meira var góða fjölskyldu, eiginkonu og nokkur börn. Hann sat eitt sinn í stofu sinni ásamt konu sinni og börnum. Sigga litla sat hjá pabba sínum og var að lesa í barnablaði, Alma var að klippa út pappírsmyndir en Mími og Óli fylgdust hrifin með. Nei, sko gamla manninn með langa skeggið !" sagði Óli. Hann situr og er að lesa í Biblíunni. Mér finnst hann vera svo líkur honum pabba !"
Ja, Óli, hvað þú ert heimskur !" sögðu litlu systurnar hlægjandi. Pabbi er þó sannarlega ekkert líkur þessum gamla karli, með hvítt hár og skegg og djúpar hrukkur í andlitinu." En pabbi getur nú samt orðið líkur honum þegar hann er orðinn gamall, eins og afi," svaraði Óli litli ; og aumingja pabbi minn þá !"
Því segirðu þetta ?" spurði Alma. Hversvegna kennirðu svo mikið í brjósti um pabba þá ?" Jú-ú," svaraði Óli hægt og hugsandi, því að þá verður pabbi að sitja einn í herberginu sínu eins og afi situr nú aleinn í sínu herbergi, við þröngan og ljótan stíg inni í borginni, og hefur engan nema Maríu þvottakonu til að sinna um sig."
Tárin komu fram í augun á Óla litla við umhugsunina um það hve bágt pabbi hans mundi þá eiga. En sú vitleysa í þér Óli ! Heldurðu að við látum hann pabba okkar vera einan þegar hann er orðinn gamall ?" sagði Alma. Ég hugsa að við verðum hjá honum þá alveg eins og núna."
En Óli hristi bara höfuðið og svaraði hugsandi: Ónei, sjáðu til, þegar við erum orðin stór og búin að eignast börn, kærum við okkur víst ekkert um að heimsækja pabba, ekki fremur en hann og mamma hirða nú um að koma til afa. En María gamla segir að afi sé ævinlega glaður þó að hann sé aleinn því að hann hafi Guð hjá sér og Biblíuna sína. En það getur pabbi ekki því að hann segir sjálfur að hann hirði ekkert um slíka hluti, og þess vegna hlýtur honum þá að líða enn verr en afa nú !"
Henriksen hafði setið og verið að lesa í dagblöðunum. Hann tók eftir samtali barnanna og fölnaði af geðshræringu. Svo reis hann á fætur og fór að ganga um gólf, fremur órólegur að sjá. Um kvöldið átti hann langt samtal við konu sína. Og nokkru síðar fór hann til borgarinnar og sótti gamla föður sinn og flutti hann heim á hlýja og góða heimilið sitt. Þar fékk nú afi gamli sólríkt og fallegt herbergi og tíðar heimsóknir barna sinna og barnabarna. Og hann var svo hjartanlega glaður að hann fórnaði oft höndum og þakkaði Guði. Og marga fallega söguna fékk Óli litli blessaður að heyra hjá honum afa sínum.
En pappírsmyndin sem Óla fannst vera svo lík pabba sínum, hún var sett á skrifborð föður hans og ef einhver spurði hvers vegna hún væri látin vera þar, svaraði Henriksen því til að þessi mynd hefði flutt sér þann boðskap sem verða skyldi honum til blessunar um tíma og eilífð !
Þessi saga gerist náttúrulega í allt öðrum tíma en þeim sem æðir með tillitsleysi tíðarandans um traðir í dag, en hún segir samt frá hlutum sem ættu að hafa sitt að segja fyrir mannlíf á öllum tímum. Er ekki eitthvað sem vantar á að við sinnum skyldum okkar, þurfum við ekki að skoða þau mál aðeins betur, erum við að gleyma einhverju eða einhverjum - í hraðflugi tímans ?
Erum við að glata svigrúmi sem við höfum haft til að endurgjalda kærleiksgjafir sem okkur hafa verið gefnar á liðnum árum ? Vitum við hvar við erum stödd í lífinu og hvað okkur ber að gera öðru fremur ? Gleymum við kannski öldruðum foreldrum og sinnum þeim ekki ?
Ef við lifum lengi getum við orðið aldraðir foreldrar og hvaða leiðsögn höfum við gefið börnum okkar varðandi þá stöðu mála ? Verðum við ein og yfirgefin, kannski gleymd á góðum stað, eða njótum við áfram samvista við ástvini í gegnum hlýjar heimsóknir og kærleiksfullt samband ?
Gleymum ekki mannskyldum okkar meðan við erum og heitum, notum svigrúmið sem okkur er gefið til að inna þær af höndum með trúverðugum hætti. Sinnum foreldrum, vinum og vandamönnum eins og okkur ber að gera og gerum samfélag okkar betra fyrir vikið. Munum það, að öll uppskera samskipta manna á milli fer eftir því hvernig sáð hefur verið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)