Leita í fréttum mbl.is

Smáspjall um borgarpólitísk mál !

„Senn úr stólnum stekkur Gnarr,

stutt hann ţjáđi valdasýkin.

Samt í fáu ber sitt barr

borgarmálapólitíkin !"

Sumir hafa tilhneigingu til ađ „hćtta á toppnum", vilja ekki bíđa eftir niđurtalningunni ! Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri viđ ţćr ađstćđur ađ söguleg niđurtalning á gildi frambođa í borginni stóđ yfir. Hann ţurfti ekki einu sinni ađ hafa stefnu. Ţađ var nóg fyrir hann ađ sitja međ órćtt glott á vör og láta hina um ađ skemma fyrir sér. Allt varđ sjálfkrafa vatn á hans myllu. Ţannig varđ hugtakiđ „Besti flokkurinn" til !

Í huga Jóns Gnarrs og félaga hans hlaut nýtt frambođ ađ vera betra en hin, ţađ sagđi sig eiginlega bara sjálft. Og ţeir voru hreint ekki svo fáir sem samţykktu ţađ. Kjósendur í Reykjavík voru í raun ađ gefa gömlu frambođunum pólitískan löđrung međ ţví ađ kjósa Besta flokkinn. Kjaftshöggiđ átti ađ kenna ţeim ađ hegđa sér betur !

Og kannski hefur einhver dvergútgáfa ađ siđbótarvakningu átt sér stađ ? KANNSKI !!!

Hanna Birna er ađ minnsta kosti farin og Gísli Marteinn líka, Dagur virđist eitthvađ öđruvísi en hann var, ekki alveg jafn sjálfumglađur, kannski farinn ađ hugsa eitthvađ um grasrótina, og Sóley virđist bara blómstra ţokkalega - í túni fífla ! Má ekki telja ţessi atriđi svolítil tilvísunarmerki um einhverjar jákvćđar breytingar ?

Og svo er Gnarrinn sjálfur ađ kveđja sem ef til vill er stćrsta breytingin til betri siđa ţegar á allt er litiđ.  Ţegar hann tilkynnti ákvörđun sína um ađ hćtta, sagđi hann í ópólitískri hreinskilni sinni  ýmislegt sem pólitískt séđ hlýtur ađ teljast athyglisvert. Hann sagđi ađ Besti flokkurinn hefđi í raun aldrei veriđ flokkur, heldur miklu frekar ákveđiđ hugarástand og ég hygg ađ ţessi umsögn hans feli í sér býsna glögga greiningu á ţví sem hann var ađ fjalla um. Jón Gnarr ćtti ađ vita hvađ hann er ađ tala um ţegar hann talar um ţađ sem hann sjálfur var potturinn og pannan í !

Skilgreint áframhald mála á svo víst ađ verđa ţađ, ađ fylgjendur Besta flokksins snúi stuđningi sínum ađ Bjartri framtíđ en hugtakiđ Besti flokkurinn falli niđur. Ţađ var auđvitađ ljóst ađ ţađ hugtak átti sér enga bjarta framtíđ í höndum nýrrar forustu flokksbrots sem ţegar er fariđ ađ stikla nokkuđ kerfisbundiđ um stíga gömlu flokkanna. Björt framtíđ gat ţví ekki veriđ Besti flokkurinn og Besti flokkurinn gat ekki átt sér bjarta framtíđ úr ţví sem komiđ var. Samruninn verđur ţví líklega kostalítill af beggja hálfu og ţví ekki hćgt ađ gera út fyrir kosningarnar međ einhverjum slagorđum í stíl viđ eftirfarandi áróđursvísu :

Ţó kvaliđ fólk af kerfis spjöllum

kvarti í samtíđ,

Besti flokkurinn býđur öllum

Bjarta framtíđ !

En sem sagt, ţađ liggur fyrir ađ Jón Gnarr er hćttur í borgarmálapólitíkinni og vonandi finnur hann sér einhvern stađ ţar sem gagnsemi hans verđur viđurkenndari en á fyrri starfsvettvangi. Ţađ er engin sérstök ástćđa held ég fyrir einn eđa neinn ađ vera beinlínis illa viđ manninn, enda er ţađ hverjum einstaklingi til sóma ţegar hann játar ţađ blátt áfram ađ hafa álpast inn í ađstćđur ţar sem hann á ekki heima, svo best er líklega ađ óska honum bjartrar framtíđar í einhverju hlutverki sem hann rćđur viđ !

En ţó einhver hreinsun eigi sér stundum stađ á pólitískum vettvangi, er alltaf spurning hversu raunhćf og endingargóđ hún verđur og ţá ber međal annars ađ horfa til nýrra frambjóđenda og hvađ ţeir hafi til brunns ađ bera. Og ég verđ ađ segja ađ mér líst ekki vel á ţá sem virđast vera ađ koma ţar inn af hálfu sjálfstćđisflokksins, flokksins međ litla upphafsstafnum !

Og ţar má kannski bćta ţví viđ, ađ ţegar nýr ćttliđur virđist eiga ađ taka viđ af gömlum viđ klíkuborđ flokksins, er tilbođ ţeirrar nýliđunar í hćsta máta umdeilanlegt. Ţađ mćtti líkja ţví viđ ađ skipt sé um varđhund en áfram sé veriđ ađ gćta nákvćmlega sömu hagsmuna í ţrengsta skilningi. Ţar sem sjálfstćđisflokkurinn er jafnframt íslenska tebođshreyfingin, er kannski skiljanlegt ađ fram komi ţar einhver íslensk Sarah Palin og bjóđi sig til forustu, en ţađ er líklega flestum fyrir bestu ađ ţađ framahopp nái ekki lengra !

Augljóst virđist út frá ţeirri stöđu sem er ađ skapast og skýrast, ađ atgervisbirgđir í borgarstjórnarflokki íhaldsins eru hreint ekki ađ aukast og ţví hverfandi líkur á ţví ađ flokkurinn drýgi sitt fylgispund í komandi kosningum. Tímar ofurvalds flokksins í Reykjavík eru liđnir og meirihluti borgarbúa virđist hafa áttađ sig til fulls á ţeirri gleđilegu stađreynd, ađ ţó sjálfstćđisflokkurinn sígi og dali ţarf borgin alls ekki ađ gera ţađ líka. Ţađ eru nefnilega fullar forsendur fyrir lífi í Reykjavík ţó sjálfstćđisflokkurinn komi ţar hvergi viđ sögu og meira ađ segja betra lífi, og ţađ á reyndar viđ um Ísland allt !

Svo lífiđ mun halda áfram međ sveiflum árstíđanna, jafnt í veđri sem pólitík. Dagur nýr tekur viđ af ţeim sem á undan fór - međ nótt á milli, og alveg mćtti ţađ svo sem sannast áţreifanlega eftir nćstu borgarstjórnarkosningar - ţví vonandi verđur stađan betri ţá og Sóley ekki ein  -  í túni fífla !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 112
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 365579

Annađ

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband