Leita í fréttum mbl.is

Ađ slá Viktoríumetiđ !

Elísabet II er búin ađ sitja drjúglengi í embćtti sem drottning Breta eđa í 61 ár samtals. Sumir hafa velt ţví fyrir sér hvort drottningin hafi eitthvađ spáđ í ţađ ađ víkja fyrir syni sínum eđa sonarsyni, en ţađ er ekki líklegt ađ ţađ verđi fyrr en hún hefur setiđ í - segjum 64 ár, en ţá hefur hún líka setiđ í hásćtinu lengst allra breskra krúnuhafa.

Viktoría drottning ríkti frá 1836 til 1901 eđa í 63 ár og 7 mánuđi og hefur enginn setiđ svo lengi ađ völdum í Bretlandi sem hún til ţessa, en verđi Elísabet II enn í hásćtinu áriđ 2015 mun hún slá ţetta met Viktoríu einhverntímann í september ţađ ár. Ţađ keppa allir ađ einhverju og ég hef lúmskan grun um ađ Beta hafi augun hjá sér varđandi ţetta atriđi. Ţađ ţarf engum ađ blandast hugur um ađ hún hefur sinn metnađ og sína löngun til ađ setja ţetta met, enda stutt í ađ ţađ náist !

Nokkrir eru ţeir sem hafa setiđ býsna lengi í breska hásćtinu en ţađ hefur ţó alls ekki ţýtt ţađ ađ ţeir hafi komiđ meiru góđu í verk eđa veriđ merkari en margir ţeir sem skemmri viđdvöl hafa haft ţar. Hér skal nefna nokkra ţeirra.

Hinrik III ríkti frá 1216 til 1272 eđa í um 56 ár, en var á síđustu árum sínum á tímabili nokkuđ laus frá hásćtinu vegna ađalsuppreisna. Hann var sonur Jóhanns landlausa og ţví bróđursonur Ríkharđs ljónshjarta, eina „Frakkans" sem hefur veriđ gerđur ađ enskri ţjóđhetju ; jafnframt var hann fađir Játvarđar I sem lét  međal annars taka William Wallace af lífi.

Játvarđur III, sonarsonur Játvarđar I, var konungur 1327 til 1377 eđa í 50 ár og dundađi sér mikiđ á ţeim tíma viđ svokallađ hundrađ ára stríđ viđ Frakka og kostađi ţađ ekki svo fáa ţegna hans lífiđ, en skemmtun konunga ţótti víst aldrei of dýru verđi keypt á fyrri tímum !

Georg III sat í 60 ár sem konungur, frá 1760 til 1820, en stundum var hann ruglađur og gegndi ţá sonur hans störfum á međan, og svo mun ađ mestu hafa veriđ tíu síđustu árin. Ţađ var harđlínu stjórnarstefna Georgs III sem leiddi til ţess ađ nýlendur Breta í Ameríku gerđu uppreisn og stofnuđu síđan Bandaríkin.

Elísabet I, nafna nútíma-Betu, var drottning í tćp 45 ár, 1558-1603, og var oft kölluđ Meydrottningin eđa The Virgin Queen. Ţađ leiddi ţađ af sér ađ Walter Raleigh kallađi eina nýlenduna vestanhafs eftir henni eđa Virginíu, sem mćtti ţá trúlega heita á okkar tungu Meyjarland.

Hinsvegar er ég ekki viss um ađ ţessi fyrri Beta hafi veriđ eins mikil meydrottning og sumir virđast hafa haldiđ eđa látiđ heita;  en hvađ um ţađ, hún var ađ minnsta kosti mikill skörungur og á hennar dögum var lagđur grunnurinn ađ stórveldistímum Breta og einkum ţó sjóveldinu.

Líklegt má telja ađ Francis Drake, sem uppi var á hennar dögum, sé einn mesti sćvíkingur allra tíma og jafnframt einn mesti afreksmađur enskrar sögu.

En hver tími hefur sín einkenni og ţó Elísabet II hafi ríkt lengi og margt hafi gerst í hennar hásćtistíđ, hefur hún auđvitađ ekki haft ţau skilyrđi sem flestir fyrirrennarar hennar höfđu til ađ gera ţegna sína höfđinu styttri ef ţeir gerđust eitthvađ uppivöđslusamir gagnvart hátigninni. Beta hefur samt veriđ talin nokkuđ stađföst og farsćl sem drottning og ţannig jafnan náđ ađ halda all miklum vinsćldum međal ţegna sinna, enda taliđ ađ breska ţjóđin sé öllum öđrum ţjóđum dýpra sokkin í konungsdýrkun og drottningartilbeiđslu. Í ţeim efnum hefur slepjan yfirleitt lekiđ af hverju strái á akri Breta !

Í dag ćtti hin ćtlađa upplýsing auđvitađ ađ vera orđin nćgilega ţroskuđ til ađ menn sćju ađ upphafning einstaklinga međ ţeim hásćtishćtti sem ţekktist forđum er algjör vitleysa, en mannseđliđ er enn samt viđ sig og ekki síst ţegar ađ snobbi og yfirborđsmennsku kemur. Ţar hlaupa ţeir jafnvel fyrstir fram sem síst hefđi veriđ taliđ ađ ćttu og myndu láta sjá sig á vettvangi slíkrar heimsku !

Ţađ hefur reyndar alltaf legiđ fyrir, ađ svonefndar menntastéttir hafa lagt sitt til í snobbiđ og ríflega ţađ, enda titlatog löngu ţekkt og dýrkađ í slíkum hópum. Getur ekki meistaragráđa í tilnefndri frćđigrein nú á dögum alveg ţótt jafngildi barónstitils frá liđinni tíđ og krefjast svipađrar lotningar og undirgefni af annarra hálfu ? Er ţá ekki hrokinn og yfirlćtiđ komiđ innan seilingar sem fyrr ?

Ţađ skiptir í sjálfu sér ekki svo miklu hver situr í manngerđu tignarhrokahásćti og kallast ţar konungur eđa drottning, en ţađ er aldagamalt tilrćđi viđ mannlega dómgreind ađ menn skuli vera settir í slík hásćti og ţađ enn í dag. Međan sýndarmennska falskrar valdstjórnar birtist međ slíkum hćtti, er ljóst ađ mannkyniđ á enn langa göngu fyrir höndum til lifandi ţroska og hugarfarslegrar jafngöfgi !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 169
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 365636

Annađ

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband