Leita í fréttum mbl.is

,,Aumingja ríkisstjórnin'' !

Frá mannlegu sjónarmiđi vilja eflaust sumir leyfa sér ađ finna til samúđar međ ríkisstjórninni, en ţađ geri ég ekki, einkum og sér í lagi vegna ţess ađ hún virđist helst ekki vilja gera neitt frá mannlegu sjónarmiđi !

Viđ Íslendingar erum svo sem ýmsu vanir ţegar ríkisstjórnir eru annarsvegar, en ţađ er eins og lengi sé hćgt ađ auka viđ ţau öfugu met sem ţar hafa veriđ sett.

Nú er til dćmis enn einu sinni fariđ ađ fjasa hástöfum um byggingu hátćkni-sjúkrahússins sem Davíđ Oddsson ćtlađi á sínum tíma ađ byggja fyrir ágóđann af sölu Símans ! Síminn var seldur en sjúkrahúsiđ var ekki byggt og líklega er ágóđinn af sölunni ekki kominn í hús hjá ríkinu ennţá, og ćtli ţađ sé ekki bara vegna ţess ađ Síminn hafi aldrei veriđ borgađur frekar en annađ í einkavinavćđingunni alrćmdu ?

Međan vinstri stjórnin sat og var ađ reyna ađ gera eitthvađ í bágustu stöđu sem nokkur ríkisstjórn hérlendis hefur ţurft ađ glíma viđ, fóru silfurskeiđungarnir Bjarni Ben og Simmi hamförum á ţingi og í fjölmiđlum og skömmuđust yfir ţví ađ ekkert vćri gert. Nú ţykjast ţeir vera ađ bjarga heimilunum međ skuldalausn sem er enn í ákaflega hćgfara fćđingu og verđur líklegast steinbarn áđur en lýkur !

Í sumar voru svo stórlega skertar vaxtabćtur til fólks og helst virđast ţeir félagarnir vilja skera niđur barnabćturnar líka, svo greinilegt er ađ ţađ á ađ ná sem flestu af fólki, áđur en blekkingin međ skulda-niđurfćrsluna verđur sett fram ađ fullu. Svo sagđi Bjarni líka varđandi jólauppbótina til atvinnulausra ađ ekki gćti orđiđ af henni ţví peningarnir vćru ekki til, en svo varđ hann ađ láta undan međ ţađ mál og peningar urđu til ! Ţađ vantađi hinsvegar ekki peninga í sumar ţegar skatti var aflétt af sćgreifunum og silfurskeiđungar vildu skeina LÍÚ !

Öđruvísi talađi Bjarni líka ţegar vinstri stjórnin átti allt ađ gera og hafa nóga peninga til alls og gerđi hún ţó miklu meira fyrir almennt fólk en ţessi himinhrópanlega „aumingja stjórn"!

Eygló Harđardóttir talađi líka mikiđ áđur en hún varđ ráđherra og ţóttist sjá leiđir til allra bjargráđa og hvar er hún nú ? Hún situr ađ vísu í ríkisstjórninni og ţađ sem velferđarráđherra, en hvar er nú hin skelegga framganga ?   Líklega ţyrfti ađ skipta um fremsta stafinn í starfsheiti hennar og setja ţar h í stađinn ! Ţá vćri líklega allt í meira samrćmi viđ veruleikann og framgönguna !

En ţví miđur, Eygló Harđar er greinilega komin í svipađ far og Bjarni Ben, segist auđvitađ vilja vel og óskar vafalaust öllum allslausum í landinu alls hins besta, en ţađ sé í raun lítiđ sem ekkert hćgt ađ gera, ţví ţađ séu bara engir peningar til !!!

Af hverju ţóttist ţetta fólk, sem nú situr í loforđa-ríkisstjórninni miklu, sjá lausnir til alls í stjórnarandstöđunni, en getur svo ekki neitt ţegar ţađ er komiđ í stólana ?

Hversvegna er ţetta stjórnmálaliđ alltaf í skollaleik viđ okkur fólkiđ í landinu, er ţví gjörsamlega fyrirmunađ ađ geta veriđ sjálfu sér samkvćmt ?

Frosti Sigurjónsson talađi líka mjög hástemmt fyrir kosningar og hafđi lausnir mála mjög á takteinum, en ţađ er eins og hann hafi veriđ í andlegu frosti síđan hann komst á jötuna. Hlutverk Gáfnaljóss Lausnanna leikur hann ađ minnsta kosti ekki lengur og kannski finnst honum heldur engin ţörf á ţví - viđ kjötkatlana !

Eiginlega virđist allt Framsóknar forustuliđiđ komiđ í frosna stöđu gagnvart almannaheill og ţađ svo ađ grýlukertin hanga núorđiđ niđur úr loforđa-loftbelgnum mikla sem blásinn var upp fyrir kosningarnar og ţar er ekki ađ sjá neitt lífsmark lengur !

Ţvílíkir lýđskrumarar og loddarar virđast ţessir Framsóknarfroskar vera - nánast upp til hópa ! Ţeir hoppa á einhverja hugmynd sem ţeir halda ađ slái í gegn í kosningum og ţykjast vera afar ţroskuđ mannlífseintök međ snjallan málflutning og sjá lausnir umfram alla ađra, en svo er allt sem ţeir hafa fram ađ fćra, ţegar á hólminn er komiđ, ađeins ófullburđa halakörtufrćđi sem engum gagnast !

Eini Framsóknarmađurinn í landinu sem enn virđist geta komiđ fólki í gott skap međ orđum sínum og gerđum er líklega Guđni Ágústsson, en ţó er hann líka ţví  marki brenndur ađ bera menjar eftir slćman félagsskap á stjórnmálasviđinu og ţađ til margra ára. Ţađ verđur margur sálarlega sviđinn af slíkum samskiptum !

Viđ Íslendingar höfum orđiđ ađ búa viđ margar „aumingja ríkisstjórnir" og ţessi stjórn sem nú situr virđist hafa alla burđi til ađ verđa ofarlega á blađi í ţeim hópi, og ţađ jafnvel sem „aumingja ríkisstjórn"  „aumingja ríkisstjórnanna" !

Mađur á eiginlega ekki orđ yfir vesalmennskunni, tvöfeldninni, loddarahćttinum og lygaţvćlunni sem auglýsir mest ţetta ömurlega stjórnvald sérhagsmunanna sem komiđ er á koppinn og sem aldrei skyldi veriđ hafa !

Erum viđ Íslendingar virkilega svo slćm ţjóđ ađ viđ eigum svona ríkisstjórn skiliđ ?

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband