15.2.2014 | 17:12
Um lekamál og lausar skrúfur !
Það gengur sitthvað á í þeirri rúllettu sem íslensk pólitík er og margt getur komið þar upp á sem erfitt hefði verið að spá fyrir. Í eina tíð iðkuðu menn hráskinnaleik til að sýna styrk sinn og toguðust á um feldi þangað til þeir voru slitnir í tætlur. Stundum virðist pólitíkin ganga út á þetta, að slíta hlutina svo í tætlur að ekkert verði eftir sem hægt væri að hafa gagn af, hvorki fyrir þjóð né land !
Oft virðist það einkenna pólitík og þá ekki síst íslenska pólitík, einkum þegar stór mál liggja fyrir sem menn virðast varla þora að taka á, að menn hvolfa sér þess í stað yfir einhver minni mál og hafa hátt og gera mikið með þau. Það er eins og það sé leiðin til að fá athygli fjölmiðla og annarra á hættuminni forsendum !
En þá eru menn að reyna að forðast þá ábyrgð sem þeir eiga að axla sem kjörnir þingmenn og þjóðin hefur náttúrulega lítið við slíkan mannskap að gera. Sumir halda þó að drjúgur hluti af því liði sem á þingi situr, sé nokkuð brenndur þessu marki.
Um heimsbyggðina hafa nú um hríð - verið nokkuð fyrirferðarmikil, -svonefnd lekamál. Bandaríska þjóðaröryggið virðist lengi hafa byggst á því viðhorfi, að njósnum þurfi að halda uppi um nánast hvað sem er. Og þar sem vinir Bandaríkjanna hafa, að því er virðist þótt ótrúverðugir í meira lagi, hefur - eftir því sem fréttir herma - verið fylgst mjög náið með þeim. Allt gekk þetta eftirgrennslunarstarf ljómandi vel árum saman og menn gengu spenntir til starfa dag hvern á bandarísku öryggisvaktinni, og svöluðu forvitni sinni um það hvað væri í gangi hér og þar. En svo brá allt í einu skugga á alla dýrðina... Höggormur reyndist hafa dvalið í þessari upplýsinga-paradís, svo ótrúlegt sem það var. Þar var um að ræða náunga, sem starfað hafði á þessu mikla þjóðargagnssviði, mann sem tók upp hjá sjálfum sér að bregðast liðsheildinni og fara að leka upplýsingum út um víðan völl !!!
Og nú er það lekavandamál orðið svo mikið að vöxtum, að heimspólitíkin er farin að kikna undan því. Sumir á stóra leiksviðinu eru að sögn hættir að talast við og allra síst í síma. Allt sem áður var tekið gilt virðist orðið ótryggt og svalir vindar leika nú um svið sem áður voru umvafin vinarhlýju og trausti !
Og í viðbót við þessa óáran, hefur það nú gerst sem enginn bjóst við og enginn hefði getað spáð fyrir, að íslensk ráðuneyti eru líka farin að leka.... - íslensk ráðuneyti ! Það bendir vissulega til þess að fáu sé treystandi núorðið og nú virðist þetta séríslenska lekamál yfirskyggja öll önnur mál, og afstaða manna til þess segir okkur jafnframt glöggt til um það hvar menn standa í flokkum, hafi fólk ekki vitað það áður.
Og það má spyrja, hvernig er það með þjóðaröryggi Íslands, er einhver að sinna því ? Verður ekki að passa upp á það að kerfislegar upplýsingar um einkahagi fólks haldist bara þar sem þær eiga að vera, það er að segja - í kerfinu, og að opinberir njósnarar sjái til þess að þær liggi ekki á glámbekk við götu fjórða valdsins ? Verður ekki að ganga í að herða lausar skrúfur í stoðum kerfisins og komast að því fyrir víst hvar skaðinn skapast ? Vandinn er nefnilega augljós og kristallast í eftirfarandi vísu:
Innanríkisráðuneytið
reynist illa þjáð af leka.
Gæsalappa gráðuneytið
greinir hvergi neina seka !
Það er auðvitað stór vá fyrir dyrum ef hin harðlokuðu ráðuneyti hérlendis fara að leka og enginn finnst sem ber ábyrgð á því. Það getur valdið mörgum innan kerfis og flokka höfuðkvölum og svefnleysi ef upplýsingalekar fara að verða daglegt brauð hér, og forsjónin forði okkur frá því. Lekamál getur skiljanlega haft afskaplega slæmar afleiðingar.
Það skapar viðhorf vandasterk
og værð frá mörgum hrekur,
og hægri menn fá höfuðverk
ef Hanna Birna lekur ?
En það veit þó enginn hvernig umræddur leki er tilkominn, og kannski eru sumir að koma höggi á suma í kringum málið og það væri þá ekkert nýtt. Og svo verður að taka nótus af því, að þegar fólk í valdastöðum fullyrðir að það hafi hreinan skjöld í málum, ber hikstalaust að taka það gott og gilt.
Þó pólitíkin magni mein
á móti Hönnu Birnu,
samviskan þar helg og hrein
heldur góðri spyrnu !
Kannski þarf að stofna nýtt ráðuneyti til að takast á við vandann - Lekamálaráðuneytið - og mér dettur þegar í hug hver gæti verið þar ráðherra með mestum sóma. Sá sem hefur kynnst slíku vandamáli í mestu návígi er auðvitað best til þess fallinn að glíma við það. Það hljóta allir að sjá að héðan af verður ekki unað við óbreytt ástand og það er líka ljóst að þjóðaröryggismál Íslands mega ekki verða neitt aðhlátursefni, hvorki hérlendis né erlendis !
Ógnað getur öllum friði,
opnað leið að gagnaveitum,
hættan sú að lekaliði
leiki sér í ráðuneytum !
Nú verða allir góðir Íslendingar að standa saman og forða því að öryggi okkar fari út um víðan völl. Það má bara ekki gerast. En ef verulega illa fer eða enn verr en áhorfist, og menn verða að standa upp frá baráttunni hrekktir og hrumlaðir, er hægt að hugga þá sem staðið hafa í eldlínunni þar, í návíginu þar, í skarðinu þar, með ævagömlum uppörvunarboðskap þjóðlegrar og góðrar vísu:
Þó sumir líkt og lekahrip
lagt sig hafi í bleyti.
Alltaf má fá annað skip
og annað ráðuneyti !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)