29.3.2014 | 09:58
Skothríð úr glerhúsi glerhúsa !
Það er oft talað um samfélög manna á þessum eða hinum staðnum. Eitt er sagt vera svona og hitt öðruvísi. Og vafalítið er einhver munur á mannlífi víðasthvar og það segjast margir finna sem koma nýir í viðkomandi gripasafn og gildir víst einu hvar það er. En stundum er það dálítið sérstakt hvernig tekið er á ábyrgðarmálum í samfélagslegum efnum, í almennri jafnt sem opinberri umræðu, og hvernig ábyrgðin virðist eiga það til að minnka eftir því sem samfélögin verða stærri !
Það ætti að vera flestum ljóst að margt getur komið upp á í homo sapiens samfélögum og samfélagshópum, því mannskepnan virðist nú einu sinni þannig gerð, að hún kann sér lítið hóf í tilhneigingum sínum og ágengni við aðra. Oft er þá líka einhver brenglun til staðar í sálarlífi sem leiðir menn út í ýmis foræði svívirðunnar og virðist margt til varðandi þá hluti sem fæsta gæti fyrirfram grunað.
En það virðist því miður vera svo hérlendis, að þegar eitthvað óyndislegt kemur upp í mannlífinu úti á landi, sé tekið allt öðruvísi á því en þegar hliðstæð mál koma upp í mannlífinu í Reykjavík, sem gerist samt sem áður töluvert oftar. Þegar óskemmtileg vandamál af umræddu tagi koma upp úti á landi, virðist gjarnan farið í þann gírinn að sakfella allt samfélagið !
Fólk segir til að mynda, hverskonar samfélag er þarna eiginlega ? Hverskonar fólk býr þarna ? Hvað er að þessu fólki ? Er þetta allt ruglað lið ?, og svo framvegis. Viðkomandi landsbyggðarstaður er sem sagt allur undirlagður skothríð af þessu tagi. Og þegar farið er að skoða hvaðan skothríðin kemur, virðist hún oftast koma að talsvert miklu leyti frá íbúum á Stór-Reykjavíkursvæðinu !
Og það er nokkuð skrítið, vegna þess að það er áreiðanlega mjög ólíklegt að íbúar þar muni nokkurntíma fallast á það, að sá mannlífs-sori sem viðgengst á þeirra heimabyggðarsvæði verði á sama hátt talinn á ábyrgð þeirra !
Það er hinsvegar lítill vafi á því, að siðspilling hefur aukist mjög í landinu á seinni árum og sennilegt er að margt í þeim efnum geti verið innflutt óværa, sem á það þá til að vera mögnuð upp af viðhlægjendum hérlendis. En svo er eflaust margvísleg lífsóværa heimaalin - jafnvel sem einhver skuggaarfur frá fyrri kynslóðum. En sú óværa sem kemur að utan er vafalaust fyrst og fremst flutt inn í landið í gegnum höfuðborgina og dreift þaðan út um byggðir og ból !
Það gæti þýtt að ábyrgð höfuðborgarinnar á andlegu fóðri landsmanna sé áreiðanlega ekki minni að vöxtum en efni standa til. Stór og áhrifamikil menningaröfl" í Reykjavík virðast heldur ekki hafa talið neitt ótilhlýðilegt til þessa að setja sama sem merki milli Reykjavíkur og Sódómu hinnar fornu og virðast jafnvel stolt af því, sem sýnir líklega núgildandi siðferðisstig nokkuð skýrt, en þegar einhver lífsóværa gerir vart við sig úti á landi, virðast ófáir íbúar í Reykjavík stórhneykslaðir og eiga varla orð til að lýsa andstyggð sinni !
Það ætti því ekki að þurfa að vera alveg fráleitt að gera þá siðferðilegu kröfu, að íbúar á hverjum stað í landinu fyrir sig axli einhverja samfélagslega ábyrgð á þeim villusporum einstaklinga sem þar eiga sér stað, ef íbúar Reykjavíkur fyrir sitt leyti gera slíkt hið sama !
Ef borgarar í Reykjavík vilja taka fulla ábyrgð á þeim sálarlegu umskiptingum og viðsjálsgripum sem þar kunna að finnast, ætti það ekki að vera öðrum ofviða í þessu landi að gera það sama, enda sannfæring mín að vandamálin í þeim efnum hljóti að vera stærst í höfuðborginni, þar sem fólkið er flest og gömul sannindi greina frá því að það sé misjafn sauður í mörgu fé !
En meðan slík mál hafa ekki verið ábyrgðarlega skipulögð á landsvísu í samfélagslegum skilningi, vil ég í nafni íbúa á landsbyggðinni, vísa frá sakfellingum og ýmisskonar ásökunum frá íbúum á Reykjavíkursvæðinu gagnvart litlum samfélögum á landsbyggðinni, sem geta þurft að horfast í augu við óskemmtilega hluti sem koma upp á yfirborðið og eru, hvenær sem slíkt á sér stað, vissulega mikil harmsefni. En ég held, því miður, að víða séu fullar forsendur hérlendis fyrir slíkum harmsefnum.
Og því held ég, að yfir sig hneykslað fólk í óðaþéttbýlinu fyrir sunnan, ætti að horfa í eigin barm og skoða vel öll þau mörgu mál sem þar koma upp á hverju ári og eru þjóðfélaginu til skammar, og axla þá sína reykvísku ábyrgð á þeim hlutum, og hætta skothríðaráráttu sinni gagnvart minni samfélögum, sem vissulega er send úr glerhúsi, og það glerhúsi allra glerhúsa í landinu !
Ef siðferðilegt ástand færi batnandi á höfuðbólinu, gæti ég vel trúað því að það færi fljótt í framhaldi mála að rofa talsvert til á hjáleigunum varðandi óyndisleg mál, því eftir höfðinu dansa limirnir í þessu sem öðru. Vægi höfuðborgarinnar hvað snertir siðferðisstig þjóðarinnar er því miður allt of stórt og leggur línurnar fyrst og fremst í þeim efnum fyrir landið allt og þær línur eru hreint ekki góðar !
Það framlag hefur að mínu mati versnað ár frá ári um langt skeið, en margir sem búa í hjarta siðspillingarinnar syðra virðast samt telja sig hafa allt að því heilagan rétt til að tala niður til annarra samfélagseininga í landinu í siðavöndunartón !
Gæti það ekki talist skýr vitnisburður um skítlegt eðli ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)