12.4.2014 | 10:05
"Þöggunarstöðvar þjóðfélagsins" !
Uppbygging mannlegs samfélags hefur um heillar aldar skeið eða þar um bil, verið sögð taka sterkast mið af velferð þegnanna - af almannaheill ! Hvernig hlutirnir voru þar áður er ekki efni þessa pistils né heldur hvað breytti málum, svo farið var að taka mið af hag þeirra sem alltaf höfðu gleymst.
Hér er bara ætlunin að fara nokkrum orðum um þetta grundvallar-sjónarmið í mannlegu samfélagi, að hafa hag heildarinnar í fyrirrúmi, og velta því aðeins fyrir sér hvernig til hefur tekist - ekki síst hin síðari ár.
Við skulum fyrst gera okkur grein fyrir því að engin þjóðfélagsleg réttindabarátta endar með fullnaðarsigri. Það geta unnist góðir sigrar og þá einkum fyrir öfluga samstöðu, en þegar værðin sækir á og slagkrafturinn minnkar, þegar fólk sofnar á verðinum, eru hlutirnir fljótir að leita í fyrra horf, því yfirleitt eru nógir til að þrýsta á það. Barátta fyrir réttindum þarf að vera viðvarandi og hún krefst þess að menn haldi vöku sinni - meðan lífið varir !
Í dag heyrði ég í Bjarna nokkrum Ben, öðrum með því nafni, en talandinn virðist mér sá sami og var í þeim fyrri. Viðkomandi er að vinna í því að lækka skatta á hærra þrep en hækka á lægra þrep, það er sanngjarnara, sagði þessi umræddi verndarengill allra stétta"...... Sanngjarnara gagnvart hverjum ? Skyldi maður ekki þekkja tóninn og vita hvað liggur að baki. Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá" sagði Frelsarinn forðum og ég veit nóg um Bjarna Ben og hans flokk til þess að fyrr frysi í helvíti en ég myndi nokkurntíma kjósa þá fordæmdu þjóðarbölvun yfir þessa þjóð. Dansinn í Hruna virðist vera að fara af stað aftur og Bjarni þessi er, að minni hyggju, vís til að reyna að sjá um það að hann gangi nokkuð vafningalaust fyrir sig í komandi tíð. En það verður aldrei þjóðvænn dans eða sanngjarn gjörningur !
En ég ætlaði að tala um stefnuna sem sögð er vera fyrir velferð allra. Það er varla von að maður geti haldið sig við það efni þegar maður fer að minnast á Bjarna Ben. Hann er stöðulega og stefnulega heilum ljósárum frá þeim sjónarmiðum.
Hvernig er velferð þegnanna í nútímasamfélagi tryggð ? Með allskonar eftirliti ! Og hvað ef eftirlitsstöðvarnar breytast í kerfislegar þöggunarstöðvar ? Margs er nefnilega hægt að spyrja í þeim efnum, er til dæmis landlæknisembættið eftirlitsstöð eða þöggunarstöð ? Er löggæslan til eftirlits eða þöggunar ? Er eftirliskerfið í heild kannski frekar þöggunarkerfi en hitt ?
Hvað oft höfum við verið vitni að því að upp hafa komið spillingarmál og mistakamál sem ekki áttu að geta komið upp vegna viðverandi eftirlits ? Og hversu oft hefur þá fulltrúi forsvarsaðilans komið fram og afsakað allt, sagt að allt yrði skoðað ofan í kjölinn og séð yrði til þess að slík mistök gætu ekki átt sér stað aftur ? Og svo hefur sagan endurtekið sig sex mánuðum síðar !
Það er eins og málið sé fyrst og fremst að þagga niður alla umræðu og umfjöllun fjölmiðla með því einu að lofa því að allt verði skoðað og skilgreint upp á ný. En efndir slíkra orða virðast láta standa á sér og kannski stóð aldrei til að efna neitt eða rannsaka nokkurn skapaðan hlut. Kannski er bara verið að kaupa sér frið með ódýrasta hætti, með því að segja eitt og gera svo ekki neitt ! Svo leggst kannski viðkomandi eftirlits-elíta bara aftur í sitt værðarból, á sínum varðmannslaunum, sem oft eru þó nokkuð drjúg, og falska öryggið fær að umvefja þjóðina áfram !
Hvaða tilgangur er í því, út frá þeirri hugsun að velferð allra þegnanna sé markmið allra markmiða og þungamiðjan í samfélagsgerðinni, að viðhafa þöggunartilburði af þessu tagi þegar vandamál koma upp, að svæfa hlutina en taka ekki á þeim, að sinna eftirliti sem er kannski ekkert eftirlit, að svíkja skyldur sínar við land og þjóð, við íslenskt samfélag ? Hvernig er yfir höfuð hægt að hegða sér svona ?
Sannaðist það ekki áþreifanlega í hinu manngerða efnahagshruni, að allt heila eftirlitskerfið var markleysa ? Við vorum látin borga milljarða fyrir falskt öryggi ?
Og hver skyldi staðan vera í dag, eftir rannsóknarskýrslu alþingis og aðrar rannsóknir sem hafa nú kostað sitt af almannafé ? Ég er sannfærður um að hún er ekki mikið betri. Það er enn verið að leika sama, gamla skollaleikinn ! Við þurfum að læra að varast þessar Tamiflu-tryggingar kerfis og kauðahringa, sem eru ekkert nemna svikamyllur og svívirða út í gegn. Tilræði við velferð almennings !
Hvar sem kerfisbundin, lögskipuð eftirlitsstöð sinnir ekki hlutverki sínu og breytist í þöggunarstöð, þar er spilling í gangi. Það er eitt sem við getum verið viss um. Hvar sem almannahagur er svikinn og falskt öryggi á ferð, þar er spilling á ferðinni. Þar er verið að taka laun fyrir störf sem eru ekki unnin eins og á að vinna þau.
Var ekki krafa þjóðarinnar eftir hrunið, að allt yrði sett upp á borðið, að allt yrði gagnsætt og unnið að því að vinna upp traust aftur í samfélaginu, þar sem staðan var orðin sú að helst enginn gat orðið öðrum treyst ?
Eitt er víst að traust milli manna er ekki á uppleið og allra síst traust á fulltrúum kerfisins, sama hvort litið er til ríkisstjórnar, þings eða dómstóla. Fjöldi fólks segist finna spillingardauninn af kerfinu og fulltrúum þess langar leiðir!
Það þarf að sigrast á þessum samtryggðu þöggunarhagsmunum sem búa um sig í kerfinu og eru ávísun á ranglæti og vonda hluti, lög sem eru sett slíku til stuðnings eru ólög sem ekki ber að virða. Salus Populi Suprema Lex Esto" - VELFERÐ FÓLKSINS ERU ÆÐSTU LÖGIN !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 77
- Sl. sólarhring: 251
- Sl. viku: 1014
- Frá upphafi: 377814
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 890
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)