18.4.2014 | 18:45
Að kveikja í kirkjum !
Nú í aðdraganda páskanna virðist slæmur hlutur hafa átt sér stað á Akureyri, að gerð hafi verið tilraun til að kveikja í Akureyrarkirkju eða í það minnsta að valda skemmdum á henni. Þetta er þeim mun alvarlegra sem það virðist koma fram sem einhver andstaða gegn kristnu hátíðarhaldi páskanna.
Í Noregi hefur eitthvað borið á því að kirkjur hafi verið brenndar, jafnvel gamlar stafkirkjur, og virðist sem einhver andi sé kominn inn í norræn samfélög sem hatast við kirkjur og kristni. Hvernig skyldi sá andi vera tilkominn og hvað skyldi það vera sem ýtir undir hann í þessum ríkjum sem svo lengi hafa kristin verið og hafa öll merki krossins í þjóðfánum sínum ? Menn ættu kannski að velta því svolítið fyrir sér, því það gæti verið að nokkuð mikil hætta væri þar á ferðum !
Kristindómurinn hefur alltaf þurft að glíma við hatur utan frá og líka slæmar fylgjur þeirra sem vilja vera þar innan vébanda, en sjá ekki nokkra ástæðu til að mæta þeim kröfum sem þar eru gerðar og eiga að vera gerðar, og bæta sína innviði. Krafan í samtímanum er að allir eigi að geta tilheyrt kristinni kirkju á sínum eigin forsendum", en sú krafa á engan bakgrunn í Orði Guðs. En hver sem kemur að krossinum með iðrandi hjarta vegna rangrar breytni, á að vera þar velkominn !
Fyrirmæli Orðsins eru að elska beri syndarann en hata syndina. Allir menn eru syndarar en sú staðreynd á ekki að fyrirbyggja kærleikann, þeim mun meira þurfum við á kærleika að halda sem við erum meiri syndarar og höfum brotið meira af okkur. En það er falskur kærleikur og siðvilla að umfaðma synd í lífi syndara, sem eitthvað sem sé órjúfanlegur hluti af honum. Hver syndari þarf að losna við syndina úr lífi sínu, fyrr er hann ekki frjáls. Í því felst að Jesús er Frelsari, hann frelsar okkur frá syndinni, frá brotlegum ferli okkar, og hjálpar okkur til þess að verða ný sköpun fyrir iðrun og vilja til að ganga betri veg, veg hjálpræðisins !
Það er margt að í okkar þjóðfélagi og það er mörgu hossað í samtíðinni sem ekki er blessað í Orði Guðs. En það er ekkert sem segir að þar sé eitthvað á ferð sem sé fætt til varanlegrar framtíðar. Tíðarandinn er breytilegur og sem betur fer sveiflast hann ekki alltaf til hins verra. Sjúk samtíð getur valdið ýmsum ófögnuði og stýrt út af farsælum vegi í mörgum málum, en yfirleitt er stefnan svo leiðrétt og haldið til betra horfs, svo sjúk samtíð þarf ekki að vera nein ávísun á sjúka framtíð.
Hvert skyldi það andavald vera sem segir mönnum að kveikja í kirkjum, sem segir mönnum að hatast við kristindóm og vill tortíma öllu því sem tengist trú á Jesúm Krist ? Er þar eitthvað á ferðinni sem boðar heillavænlegri leiðir fyrir mannlegt samfélag ? Er það - að bera eld að kirkjum á náttarþeli, eitthvað sem á skylt við uppbyggilega starfsemi í samfélagslegu tilliti ?
Nei, auðvitað ekki, en kristindómurinn á erfitt uppdráttar í nútímanum. Við erum þar stödd mitt í Laodíkeu-öldinni, sem er eigingjörn og spillt og hálfvolg í öllu siðferðilegu tilliti. Lýsingin á henni í Ritningunni svarar nákvæmlega til þess hvernig hún er og það er ekki fögur lýsing !
Margir vilja fylgja málamiðlun í öllu sem trúnni viðkemur. Þeir velja það úr Orðinu sem þeir vilja hafa, en hafna hinu sem þeim líst ekki á og gerir kröfur til þeirra um að breyta sínu ráðslagi. Tíðarandinn kennir nefnilega, að það séu mannréttindi hvers og eins, að fá að ganga út í glötun, ef vilji viðkomandi kýs það. En er slíkt vilji viðkomandi manneskju, er það ekki annað vald sem þá hefur tekið við stjórn ?
Fjöldi manna sem játar trú á Krist og segist vilja standa fyrir það sem hann kenndi, er þrælbundinn ýmsum manngerðum kerfum, svo sem pólitískum flokkum, sem eru hreint ekki á þeim vegi sem Krists er. Þar er Mammon hinsvegar hylltur ótæpilega. Það eru mörg dæmi til um þessar tilhneigingar manna til að sameina það veraldlega og það andlega í einum pakka í hugskoti sínu.
Um miðja síðustu öld voru stofnaðir ýmsir pólitískir flokkar í Vestur-Evrópu sem kenndu sig við kristin viðmið. En það þurfti ekki mörg ár til að leiða það í ljós, að þar var bara verið að gera út á góða ímynd. Þessir flokkar urðu margir hverjir tiltölulega fljótlega gróðrarstía spillingar, sem varð jafnvel meiri en í öðrum flokkum. Menn urðu sem sagt kristilegir spillingarflokksmenn", og flestir ættu að geta séð, að ávinningurinn þar var alls ekki ávinningur kristindómsins í álfunni !
Skemmst er að minnast þess hérlendis, hvaða útreið tillaga um að heiðra kristin gildi, fékk á flokksþingi sjálfstæðismanna fyrir nokkru. Henni var hafnað, enda átti hún enga samleið með flokknum á þeim vegi sem hann hefur valið sér. En þótt þannig færi, veit ég samt ekki til þess að neinn hafi sagt skilið við flokkinn vegna þess. Menn segjast áfram vera Kristsmenn, en ætla víst að vera það í flokki sem hafnar þeim gildum sem Frelsarinn stóð og stendur fyrir ! Hvernig er slíkt hægt ?
Jú, það virðist vera hægt með því móti, að viðkomandi mannssál heiðrar stefnu Krists í orði en stefnu flokksins á borði ! En slík málamiðlunarleið gerir kristindóminn í lífi viðkomandi manna að annars eða þriðja flokks máli. Hún getur aldrei innifalið ærlegt val kristins manns og sýnir einungis að Mammon hefur þarna haft vinninginn. En menn velja því miður gjarnan slíkar leiðir, þegar þeir eru þrælbundnir efnalegum hagsmunum hins daglega lífs, öllum þeim hégóma sem mölur og ryð fær grandað !
Menn geta kveikt í kirkjum með ýmsu móti, en alvarlegasta íkveikjan er það þegar við mennirnir hlaupum eftir heimsins boðum, af veraldlegum hagsmunaástæðum, og brennum þá kirkju, það musteri sem á að búa í okkur sjálfum, það hús Andans sem Guð hefur skapað fullar forsendur fyrir að megi byggjast upp í lífi hvers manns. Það er íkveikja glötunarinnar fyrir mannssálina !
Það er dapurlegt þegar menn í hatri og uppreisn gegn Guði, ráðast gegn húsum þar sem menn vilja í friði fá að vegsama Skaparann. Það ætti öllum að vera ljóst hvaða andi býr að baki slíku framferði. En það hafa alltaf verið til menn sem hafa hatast við Guð og góða siði, en það hafa líka alltaf verið til menn sem hafa göfgast í lífinu og átt ljós í sínum sálum og veitt þeirri birtu til annarra. Það er hamingja mannkynsins að hafa átt slík ljóssins börn !
Einu sinni var gerð samfélagssátt um það á Íslandi, að þar sem Guðslög og landslög greindi á, þar skyldu Guðslög ráða. Í dag stöndum við frammi fyrir því á margan hátt að Guðslög og landslög greinir á, en nú virðist samfélagið á því að Guðslög eigi þá að víkja. Það segir mér, að afkristnun þjóðfélagsins sé komin á áður óþekkt stig, ekki bara í stjórnmálaflokkum heldur varðandi siðagildi yfir höfuð.
Hvar stöndum við gagnvart Guði og hvar og hvernig viljum við standa gagnvart Guði ? Er það ekki spurning sem mönnum er þörf á að hugleiða meðan við enn erum nokkurnveginn fær um að halda jól og páska í réttum anda ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2014 kl. 13:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)