Leita í fréttum mbl.is

Ađ flagga gömlum tuskum !

Ţađ ţótti mörgum undarlegt mál ţegar til virtist standa, ađ vekja Guđna Ágústsson upp, vegna meints forustuleysis í hópi Framsóknarmanna í Reykjavík, og bjóđa hann fram sem „glćnýjan valkost" til borgarstjórnarstarfa ! Ţađ hafđi sosum meira en flögrađ ađ mér ađ Framsóknarflokkurinn byggi viđ talsverđan vanda vegna atgervisvöntunar, en ég vissi ekki ađ flokkurinn vćri talinn svo afgerandi illa staddur í ţeim efnum sem raun virtist bera vitni.

Ţađ er nefnilega alveg klárt mál, ađ ţó ađ Guđni Ágústsson sé glađbeittur og yfirlýsingaglađur mađur og skemmti sumum ađ sögn, ćtti hann fullkomlega ađ vita ađ hans tími er liđinn og valdaskeiđ ţeirrar stjórnar sem hann tilheyrđi vekur hreint ekki góđar minningar upp í huga fólks, ţar sem ţađ skapađi forsendurnar fyrir ţá martröđ sem ţjóđin gekk í gegnum í hruninu og enn er ekki séđ fyrir endann á. Traust á ţví liđi sem ţá var viđ völd mun ţví aldrei koma aftur !

Ţví verđur heldur ekki neitađ međ nokkrum rökum, ađ Guđni Ágústsson tilheyri ţví liđi, ţó ađ hann hafi enganveginn veriđ sá versti í ţeim hópi. En ţar naut hann ásamt hinum valda og velmegunar í gegnum ţann eyđsluveislutíma ábyrgđarleysisins sem ţjóđin er enn ađ borga međ skerđingum á allri velferđ sem tveggja kynslóđa strit hafđi skapađ međ súrum sveita. Ég geri ekki ráđ fyrir ađ ţćr skerđingar nái til eftirlauna Guđna Ágústssonar eđa annarra úr fyrrnefndum hópi !

Ný forusta Framsóknarflokksins virtist skilja ţađ fyrst eftir hruniđ, ađ ţađ vćri ekki skynsamlegt ađ flagga ţessu forustufólki sem hljóp út og suđur eftir fyrirmćlum Dabba í gegnum Dóra. En ţar sem Guđni hafđi stundum veriđ óţekkur viđ Dóra og haft tilburđi til ađ standa uppi í hárinu á honum, slapp hann einhvernveginn betur frá hlutunum en ađrir, sem höfđu ađ mati fórnarlamba hrunsins ekkert sér til afbötunar. Guđni hefur líka ţann kost ađ vera persónulega mađur í geđţekkara lagi, en ţađ verđur hreint ekki sagt um alla ţá sem í margnefndum forustuhópi voru. En ţađ er líklegt, ađ hefđi Guđni Ágústsson ćtlađ sér í pólitík aftur, hefđu fleiri „falli vígđir" viljađ fara á kreik, svo sem Lómatjarnarfrúin og ađrir, og ekki hefđi ţađ blásiđ ferskum vindi í veifur flokksins !

Ţađ hefur aldrei ţótt framgangsvćnt mál ađ flagga gömlum tuskum og allra síst ţegar ţćr kunna, ađ margra mati, ađ vera nokkuđ skítugar eftir fyrri tíma notkun. Ef skuggavaldsklíka í einhverjum illgresisfylltum reit í bakgarđi Framsóknar-flokksins, vill snúa til fyrri hátta og flagga á ný slíkum tuskum, er hún illilega úr takti viđ allan raunveruleika í núinu.

Guđni Ágústsson gerđi ţví klárlega bćđi sjálfum sér og flokknum greiđa međ ţví ađ gefa ekki kost á sér til frambođs í borginni. Hann sýndi međ ţví ađ hann áttar sig betur á ađstćđum en ţeir sem vildu ota honum fram. Reykjavík er ekki Árnessýsla !

 Ef Framsóknarflokkurinn vill eiga erindi viđ ţjóđina áfram, verđur hann ađ gera upp viđ fyrirhrunsfortíđ sína, viđurkenna mistök og vanhugsađar ađgerđir ţess tíma, óheilbrigđan anda í ţjóđhagsgćslumálum, og veita tryggingar fyrir ţví ađ lćrt hafi veriđ af reynslunni og sanna ađ nýir kraftar og betri séu komnir ađ flokks-stýrinu !

Í slíkri viđleitni, sem felst í ţví ađ vinna sér traust á ný, er auđvitađ ekkert rúm fyrir gamlar og misjafnlega hreinar tuskur !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband