14.6.2014 | 00:51
Mælska Vilmorins !
Ég hef alltaf verið nokkuð hrifinn af ýmsum bókum Rafaels Sabatinis. Sem unglingi fannst mér mjög gaman að lesa bækurnar Víkingurinn, Sægammurinn, Sendiboði drottningarinnar, Launsonurinn, Hefnd, Hetjan hennar, Ástin sigrar og Foringinn !
Launsonurinn hefur til að mynda alltaf verið í nokkru uppáhaldi hjá mér. Sagan hefst í aðdraganda frönsku byltingarinnar. Aðalsöguhetjan er kaldhæðinn ungur maður sem lifir eiginlega milli þils og veggja stéttarlega séð. En svo er besti vinur hans Philippe Vilmorin, prestlærður hugsjónamaður, drepinn af háttsettum aðalsmanni, sem taldi sig þurfa að þagga niður í honum vegna mælsku hans. Vilmorin var að tala máli lágstéttanna, hann var að tala um almenn mannréttindi sem markgreifi La Tour d´Azyr var hreint ekki tilbúinn að viðurkenna. Það varð því að þagga niður í slíkum manni !
Og Vilmorin var hrakinn út í að heyja vonlaust einvígi, ungur prestlingur gegn einum færasta einvígismanni Frakklands á þeim tíma, sem stakk hann náttúrulega á hol og drap hann eins og hann væri að vinna sérstakt þarfa og skylduverk. Og það má alveg hafa það í huga, að þeir voru margir sem voru myrtir á svipaðan hátt og Vilmorin áður en lýðfrelsi fór að þekkjast í núverandi mynd.
Ég man hvað mér fannst það koma vel á vonda þegar söguhetjan, André Louis, fór að koma fram sem riddari þriðju stéttarinnar, og vann á einvígismönnum aðalsins með þeirra eigin hætti. Aðalsmennirnir héldu að þeir væru bara að þagga niður í andstæðingi sem kynni ekki að halda á sverði, en komust að raun um að ætlað fórnarlamb var í rauninni ljón. Þeir féllu á eigin bragði og hlutu makleg málagjöld.
Það er margt athyglisvert í þessari bók og samræðulistin víða mjög skemmtileg aflestrar. En samt fellur Sabatini í sumar skollagryfjur sagna frá þessum tíma, meðal annars þá að gefa sér það, að hæfileikar og atgervi hljóti að vera frá aðlinum komið með einum eða öðrum hætti. Fólk sem tilheyrði lágstéttunum átti nefnilega ekki að búa yfir neinu slíku. En þrátt fyrir það voru hvorki Mozart eða Beethoven konungbornir á veraldlega vísu eða af aðlinum, ekki heldur Isaac Newton, Samuel Johnson eða Benjamin Franklin svo einhverjir afburðamenn séu nefndir. Allt voru þetta samt menn sem mótuðust á 18. öldinni, öld konungsdýrkunar og aðalsvalds, voru af venjulegu fólki komnir og hæfileikarnir óumdeildir. Og þessir menn og aðrir slíkir munu halda sínu gildi meðan eitthvað gott er metið að verðleikum í þessari hverfulleikans veröld !
Athyglisvert er líka hvernig Sabatini lýsir Robespierre. Þar er ekki eitt einasta lýsingarorð jákvætt og fer það saman við þau viðhorf sem lengst af voru allsráðandi varðandi þann mann. Sem betur fer breyttust söguleg sjónarmið nokkuð þegar líða fór fram á tuttugustu öldina, þegar menn fóru að treysta sér að koma fram með sagnfræðilegar athugasemdir varðandi framferði kóngafólks og aðals, á grundvelli þess að halda því einu fram sem væri stutt frambærilegum sannleiksrökum. Sögulegar skáldsögur geta oft verið mjög skemmtilegar aflestrar, en það ber alltaf að hafa í huga, að þær eru ekki heilsteypt sagnfræði. Stundum geta þær verið 90% sagnfræðilega réttar, en tíundi hlutinn sem á vantar getur verið þannig úr garði gerður að hann byggi undir mjög alvarlegar villukenningar varðandi það sem raunverulega gerðist. Og stundum er tilgangurinn beinlínis sá að koma rangri túlkun fram. Dæmi um slíkar skáldsögur eru að minni hyggju Rauða akurliljan eftir barónessu Emmu Orczy, Börnin í Nýskógum eftir Frederick Marryat og reyndar flestar ef ekki allar sögur hans, Með brugðnum bröndum eftir Capt. Gilson o.fl.o.fl. Það er til mýgrútur af sögum sem skrifaðar hafa verið af fylgifiskum hástétta til þess eins að geðjast valdinu og gamla fóðurkerfinu.
Rafael Sabatini fer þó ekki þessa leið, hann horfir miklu betur yfir sögusviðið en slíkir höfundar og reynir að láta hverja persónu tala fyrir sig. Þegar André Louis og La Tour d´Azyr gera upp sína reikninga koma fram sjónarmið hvors um sig, en þar sker á milli að markgreifinn er ákveðinn einvaldssinni af hástéttarlegum hagsmunahvötum, en André Louis er lýðveldismaður, en kannski fyrst og fremst vegna þess að hann ákvað að taka upp hið fallna merki Vilmorins !
Þannig varð hann konungsvaldinu og aðlinum miklu hættulegri andstæðingur en Vilmorin hefði í sjálfu sér nokkurntímann getað orðið. Þetta minnir á það, að rússneska keisaraveldið lét hengja Alexander stóra bróður Leníns, 17 ára gamlan og bjó þannig til sinn langsamlega hættulegasta óvin. Það er oft gaman að velta ýmsu fyrir sér, hver hefði til að mynda framvinda mála orðið ef keisarastjórnin hefði sýnt miskunnsemi og náðað Alexander, til dæmis sökum ungs aldurs hans ? Hefði sagan þá kynnst manninum Lenín sem slíkum ? Það veit auðvitað enginn.
En það ber að hafa í huga, að rússneska keisarastjórnin var ekki miskunnsöm stjórn frekar en aðrar einræðisstjórnir sögunnar og menn sem gerðu sig bera að andstöðu gegn þeim fengu oftast að finna fyrir því. Og enn í dag, þrátt fyrir marga sigra lýðræðisins á seinni tímum, eru þeir sem hafa til að bera mælsku Vilmorins og samúð með kúguðum, líklegri en aðrir til að verða píslarvottar vegna afstöðu sinnar til mála. En nú er það kannski ekki konungsvald eða aðalsvald sem ógnar lýðræðinu mest, heldur aðrar erfðamyndir þess sama valds, sem birtast í fjármálavaldi samtímans, einokun markaðsafla og auðhringadrottnun, margskonar kúgun, dulbúin sem opinber, á lítilmögnum út um allan heim !
Það veitti ekki af því að samtíminn ætti sér þúsundir Omnes Omnibusa (Allir fyrir alla), eins og André Louis, til að opna augu fólks fyrir þeirri hættu sem lýðræðið stendur frammi fyrir í dag, frá öfgakenndum hægri öflum, sem stefna að því að leiðrétta þá sögulegu skekkju sem þeir telja að framrás lýðræðisins hafi verið.
Mælska Vilmorins þarf sannarlega að vera til staðar nú sem endranær !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2014 kl. 01:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 31
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 600
- Frá upphafi: 365498
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)