Leita í fréttum mbl.is

Ýjađ ađ ţessu og hinu !

Nýlega hlustađi ég á viđtal viđ Eygló Harđardóttur ráđherra í útvarpi og ţar sagđi hún međal annars ađ ýjađ hefđi veriđ ađ ţví í frétt varđandi einhvern glćp sem framinn var hérlendis, ađ sá er drýgđi verknađinn hefđi veriđ útlendingur. Skildist mér ađ hún teldi ţađ afleita fréttamennsku. Ég segi hinsvegar, hvađ er ađ ţví ađ tekiđ sé fram hver misgjörđina framdi ? Er betra ađ viđ stöndum í ţeirri trú ađ Íslendingur hafi framiđ afbrotiđ ţegar svo er ekki ?

Tvisvar sinnum hef ég upplifađ ţađ, ađ hrottaleg ofbeldisverk voru framin hérlendis, og ţegar sagt var frá ţeim í hádegisfréttum útvarps á sínum tíma, í ópersónulega stílnum, sem Eygló og fleirum virđist hugnast svo vel, hugsađi ég međ mér: „Hvernig erum viđ Íslendingar eiginlega ađ verđa ?"

En svo frétti mađur ţađ síđar ađ í báđum ţessum tilvikum hefđi árásarmađurinn veriđ útlendingur ! Og ég verđ nú bara ađ viđurkenna ađ mér létti. Ţarna var landinn sem sagt ekki ađ verki !

Af hverju má ekki segja sannleikann eins og hann er í svona tilvikum ? Af hverju ţarf alltaf ađ vera ađ hlífast viđ einhverja sem virđast hreint ekkert áhugasamir fyrir ţví ađ fara eftir okkar lögum og reglum ? Af hverju er svo margt stimplađ sem fordómar ţegar ţađ hentar einhverjum sjálfskipuđum menningarelítuhópum, en annađ sem eru kannski ekki síđri fordómar látiđ óátaliđ ? Af hverju er ţessi ótrúlega tvöfeldni í gangi í samfélaginu sem lyftir stöđugt fölskum viđmiđum upp í himinhćđir ?

Erum viđ kannski svona miklir hrćsnarar ? Erum viđ virkilega svona ómerkileg eins og umrćđa dagsins virđist oft gefa til kynna ? Ég neita bara ađ trúa ţví !  Viđ hljótum ađ vera skárri en ţađ, viđ getum ekki hafa úrkynjast svo herfilega á ekki lengri tíma en hér er um ađ rćđa. Ţađ er nefnilega ekki langt hjá okkur í kynslóđ ţá sem innrćtti börnum sínum Guđsótta og góđa siđi, kynslóđ afa og ömmu. Ţađ hlýtur ađ búa okkur í brjósti einhver arfgeng vitund um heiđur og ćru, einhver tilfinning og virđing fyrir ţví sem rétt er. Ég neita ađ trúa öđru !

Ţannig hef ég alltaf séđ Íslendinga fyrir mér á heildina litiđ, sem heiđarlegt og réttsýnt fólk. En ég verđ ţó ađ játa, ađ hin síđari ár hef ég átt ć erfiđara međ ađ halda ţessari skođun uppréttri og ekki síst fyrir ţađ, ađ umrćđan í samfélaginu er ađ mínu mati orđin svo skökk og skítleg á margan hátt. Og ég vil meina ađ fjölmiđlarnir stjórni ţví mikiđ. Ţeir eru hreint ekki í ţví ađ lyfta neinu á hćrra plan, nema síđur sé !

Ég fć nefnilega ekki séđ ađ einhverjar siđfrćđilegar reglur eđa grundvallar-hugsjónir ráđi ţar ferđ, heldur miklu fremur einhver dćgurmálasjónarmiđ sem virđast taka afgerandi miđ af einhverjum skammtímahagsmunum eđa jafnvel augnabliks-tilfinningum. Ţegar ćsifréttamennska er komin í spiliđ fer yfirleitt yfirvegun og góđ dómgreind veg allrar veraldar. Ađ mínu áliti erum viđ komin nokkuđ langt af vegi frá góđum fyrirheitum á fjölmiđlasviđinu, miđađ viđ ţađ sem taliđ var gott og gilt fyrir ekki svo löngu !

Ég sakna í fjölmiđlum leiđarlínu, einhvers sem segir mér ađ eitthvađ háleitt og göfugt sé ennţá til í ţessum mikla miđlunarheimi, en ég ţykist vita ađ ég sé ţar ađ gera mér vonir um hluti sem veruleikinn mótmćli kröftuglega ađ séu fyrir hendi.

En matarćđiđ sem viđ búum viđ andlega sem líkamlega hefur alltaf sitt ađ segja. Líkaminn bólgnar út af fitu viđ stöđuga neyslu sjoppumatar og ef viđ fóđrum hugann sífellt međ rusli verđur útkoman líklega eitthvađ svipuđ. Og fóđriđ frá fjölmiđlunum er andlega talađ, ađ miklu leyti miđur gott, hreint ekkert kjarnafćđi. En ţađ er gleypt viđ ţví miklu meira en nokkur gerir sér grein fyrir, og sumir virđast vera orđnir svo ţreyttir á ţví ađ hugsa sjálfir ađ ţeir láta misvitra fjölmiđlana mata sig út í eitt. Og ekki kann ţađ góđri lukku ađ stýra !

Hvađ er ađ ţví ađ hlynna ađ ţjóđlegum dyggđum ? Eđa má kannski ekki lengur tala um ţjóđlegar dyggđir, er ţá litiđ svo á ađ veriđ sé ađ gera lítiđ úr einhverjum sem flutti til landsins í gćr, frá Fjarskanistan eđa Mars ?

Eigum viđ ekki bara ađ reyna ađ vera sjálfum okkur samkvćm og hćtta ađ tala eins og hér sé veriđ ađ búa til farsćldaríki fullkomleikans og kannski einkum fyrir ađkomna. Ég held ađ ráđherrar í ríkisstjórninni ćttu til dćmis ađ fara sér hćgt í slíkri tjáningu, ţví ţađ er ekki svo margt sem kemur frá ţeirra hendi markađ ţeim fullkomleika sem líklega teldist eiga viđ í slíku ríki.

Viđ eigum heima á jörđinni, í landi sem heitir Ísland, og ţetta samfélag okkar hér á ađ vera fyrir ţá sem vilja búa hér í sátt og samlyndi, og sýna ţeim gildum hollustu sem skapađ hafa samfélagiđ og halda ţví saman. Ég fć ekki séđ ađ ţađ sé neitt ađ ţví ađ líta ţannig á máliđ - sem Íslendingur !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 1213
  • Frá upphafi: 316812

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 891
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband