2.7.2014 | 19:19
Vegurinn frá hornprýði til geldingar !
Ég las einu sinni frásögn af því hvernig bóndi nokkur skráði kind eina í ærbók sína. Í upphafi hét hún Hyrna, enda þótti hún hornprúð með afbrigðum. Svo bar hún alltaf tveim lömbum, svo nafnið varð brátt Tvílembu-Hyrna. En svo kom að því að hún missti hornin og varð að lokum geld, og þá var svo komið að í ærbókinni stóð nafn hennar bókað með fullum bravúr Geldatvílembuhyrnakollótta !
En þótt nafnið væri orðið svona umfangsmikið var gildið orðið talsvert miklu minna en það var áður þegar aðeins var um Hyrnu nafnið eitt að ræða. Stundum verða umbúðir mjög fyrirferðarmiklar um kjarna mála, og það sama getur gilt um lifandi verur, til dæmis sauði, tvífætta sem ferfætta !
Sú var tíðin að ætlast var til að lærdómsmenn skrifuðu ritgerðir til að sýna og sanna faglega hæfni og áunninn fróðleik. En svo kom að því að ritgerð varð að vera eitthvað meira samkvæmt vaxandi tíðarkröfum til þess sem kallað er hæfni, og þá fóru að verða til svokallaðar meistararitgerðir, og gott ef sumar samtektir í þessum efnum eru ekki nú orðnar stórmeistararitgerðir, og það stefnir með sama áframhaldi í ritgerðaflokk sem líklega mun kallast yfirstórmeistararitgerðir. Svo gætu komið þar í framhaldinu Fyrsta flokks yfirstórmeistararitgerðir og allt hugsanlegt sem á orðanna sviði gæti drýgt ætlað gildi verksins. En allar líkur eru samt á því, að eftir því sem ritgerðarheitið verður lengra og torskildara, verði raunverulegt innihald minna og merkingarlausara !
Ég hugsa stundum um hvað verði um allar þessar þúsundir ritgerða sem skrifaðar eru í svokölluðum æðri skólum, hvað skyldi nú vera gert við þetta allt saman ? Fer þetta ekki bara 80-90% í eldinn fljótlega ? Lærdómsgráðan er fengin sem þýðir launabót og meiri umbúðir um hið brothætta sjálf !
Það er nú ekki hægt að segja annað en að maðurinn sé á margan hátt yfirgengilegt snobbhænsni. Ekki síst þegar hann telur sig vera kominn í efri tröppur þjóðfélagsstigans og uppskrúfuð mannvirðing sé að aukast honum til handa. Hann telur sig þá í óhaminni sjálfumgleði stöðugt vera að vaxa að visku og dáð, þó í raun sé hann kannski löngu búinn að fella fjaðrirnar sem lyftu honum til flugs í upphafi og fljúgi ekki lengur fyrir afli eigin hugar og handa. Hinsvegar er honum kannski lengi vel haldið uppi af tískuvindum samtryggingar og vinargreiðaviðskipta, í gráðumettuðum heimi snobbsins. En meðan hann heldur að hann sé að þokast upp á við, í áttina að einhverjum heiðurstindi hefðar og valds, er hann líklegast í raun á niðurleið, vegna sjálfskapaðs gildisfalls á eigin mannkostum !
Þannig virkar nefnilega yfirborðsmennska snobbheimsins á ærleg viðhorf, hún gerir þau að litlu sem engu og jafnframt hvern mann sem hugsanlega hefði getað orðið að erni, að kjúklingi í hlöðugarði heimsku, hroka og yfirdrepsskapar !
Og þó að Hyrna hafi kannski verið efnileg í byrjun og frjósöm fyrsta kastið, endar hún oftast með því að verða kollótt og geld, jafnvel löngu fyrir tímann ! Öðruvísi getur ekki farið því fordildin elur ekki af sér gæði !
Í eina tíð voru magnaðir hæfileikamenn kallaðir meistarar, svo sem Da Vinci og Michelangelo og þótti það fyllilega við hæfi. Svo fóru menn að kalla aðra meistara og gildisstaðallinn fyrir nafnbótinni lækkaði jafnt og þétt með öldum og árum og nú í dag eigum við til dæmis menn eins og Megas, sem nefndir eru meistarar !
Viðmiðin lækka en þau hækka ekki ! Kannski vegna þess að forsendur virðast ekki vera til fyrir neinni manngildis-aukningu í samtímanum. Kannski vegna þess að snobbið og yfirborðsmennskan hefur tekið svo yfir, að annað kemst ekki að. Kannski vegna þess að menn hafa ágæta framfærslu af því nú um stundi að lofa stöðugt nýju fötin keisarans ?
Í grein um frægan bandarískan rithöfund, sagði glöggur maður fyrir nokkrum árum, að hann skrifaði líklega svo mikið um fortíðina vegna þess að hann fyndi enga dýrð í samtíðinni. Það er ekki ólíklegt að þar hafi viðkomandi hitt naglann á höfuðið. Hégóminn og umbúðafarganið um menn og málefni í yfirstandandi tíð er svo yfirþyrmandi að enginn finnur þar lengur nokkurn kjarna sem hönd á festir og hugur grípur. Það virðist því þurfa að leita aftur í söguna að súrefni fyrir bitastætt, hugrænt líf.
Það byrja margir lífið eins og Hyrna blessunin, með getu til ýmissa hluta, en ærbók hins stórsnobbaða yfirskólasamfélags sér til þess fyrr en síðar, að flestallir verða þar kollóttir kerfissauðir og enda þar með gráðum umvafða geldingarskráningu, á háum launum líkast til, en í tómi tilveru sem er löngu búin að glata tilgangi sínum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)