5.7.2014 | 11:54
Samkeppni eða samráð ?
Ein helsta röksemd þeirra sem æpa eftir einkavæðingu alls sem getur skapað ábata, er að þá skapist eðlilegt samkeppnisástand og það muni skila ávinningi til almennings. En hlutirnir hafa aldrei skilað sér með þeim hætti. Eðlilegt samkeppnisástand er nokkuð sem þekkist ekki á Íslandi og er ýmislegt þess valdandi svo sem viðvarandi fákeppni og áskapað samráð í stað samkeppni !
En samt er alltaf klifað á því af ákveðnum aðilum að samkeppni sé góð, en aldrei hinsvegar minnst á það að það sem kallað er samkeppni hérlendis, er hreint ekki fyrir hendi á heilbrigðum eða eðlilegum grundvelli, svo íslenska útgáfan á samkeppni er sjaldnast góð sem slík. En málflutningur sem byggist á blekkingum er yfirleitt talsvert stór hluti af þeirri umræðu sem fram fer í landinu hverju sinni og gætir þess í þessum efnum sem öðrum.
Og það ætti auðvitað ekki að dyljast neinum, að einkavæðingarsinnar halda alltaf áfram að tala á sama veginn hvað sem í skerst og vilja aldrei horfast í augu við staðreyndir og reynslu. Þeir sögðu á sínum tíma : Einkavæðum bankana, það mun skila ávinningi fyrir almenning !" Hvað kom á daginn, ekkert hefur skaðað fjárhag almennings í þessu landi meira en einkavæðing bankanna !
Þeir sögðu: Einkavæðum Símann, það mun skila sér til almennings !" Hefur einhver fundið að símagjöld séu lægri eftir þá einkavæðingu eða að almenningur búi að einhverju leyti við eitthvað betra, ekki ég ?
Og svo eru nú ýmsar einkavæðingar sem hafa beinlínis verið gerðar þannig, að eignir hafa verið seldar frá Ríkinu, eignir þjóðarinnar, og mörgum árum síðar hefur komið í ljós að gleymst hefur að rukka inn söluverðið eða að söluverð hefur kannski 10 árum síðar aðeins verið greitt að litlum hluta til. Það er í raun verið að afhenda einhverjum alikálfum eða gæðingum hlutina og einkavina-sjónarmiðin eru svo allsráðandi og yfirvaðandi, að það gleymist að innheimta verð, jafnvel þó oftast sé um hreint afsláttargjald að ræða !
Einhver hefði nú sagt að þegar svona væri staðið að verkum, væri bara um þjófnað að ræða. En á Íslandi verður einkavæðing, hvernig sem hún annars er framkvæmd, aldrei þjófnaður. Það má náttúrulega ekki tala þannig um þá sem í hlut eiga, þar eru þess í stað notaðar aðrar skilgreiningar, hagræðing er ein af þeim, en hagræðingu fyrir hvern eða hverja er þá um að ræða ?
Þeir menn sem eru stöðugt að dásama kosti hins eðlilega samkeppnisástands á Íslandi, vita alveg að slíkt ástand hefur aldrei þekkst hér, en af hverju tala þeir þá svona ? Skýringin er ósköp einföld ! Svarið er hagsmunir !
Þeir tala út frá því sem þeir telja að þjóni hagsmunum þeirra prívat og persónulega. Sú afstaða hefur ekkert með það að gera hvað er rétt og hvað er rangt. Hún hefur heldur ekkert að gera með það hvað er satt og hvað er logið. Menn sem stjórnast alfarið af hagsmunapólitík, skeyta ekki um réttlæti, sannleika eða þjóðarheill, það eina sem ræður afstöðu þeirra til mála er allsráðandi eiginhagsmunafíkn !
En eiginhagsmunafíkn er í eðli sínu þannig, að það verður alltaf að klæða hana í eitthvað sem verður að heita eitthvað annað, eitthvað sem afhjúpar ekki tilganginn sem að baki liggur og virkar betur ! Og býsna oft er gripið til þess að tala um samkeppni í slíku sambandi og hvað hún sé nú góð fyrir almenning !
En fáir menn í þessu landi bera hag almennings jafn lítið fyrir brjósti og þessir sígapandi og sígleiðu samkeppnispostular, sem eru hreint út sagt stöðugt á höttunum eftir gjafapökkum frá Ríkinu, sem afhendast þeim þegar vinir eru í stjórn, alveg án tillits til þess hvort jól séu í aðsigi eða ekki. Og líklega finnst þessum þjóðvilltu gróðapungum alltaf vera jól þegar þeirra menn eru í aðstöðu til að gefa slíka pakka !
Viðskiptahættir á Íslandi virðast æði oft vera með því móti að samráð er haft um samkeppni, það er jafnvel haft samráð um fákeppni, en umfram allt virðist vera víðtækt samráð um að arðræna almenning !
Verðlag á vöru hefur aldrei verið eðlilegt á Íslandi og milliliðagróðinn er oft slíkur að fæstum gæti órað fyrir því hvílíkar upphæðir er þar um að ræða. En þeir sem best til þekkja og eru í þessum hlutum á fullu, vita líka að það er eftir miklu að slægjast, enda er í þeim sérhagsmunagróða sem þarna fæst, fólgin ein af skýringunum á vaxandi viðgangi hrokafullrar auðstéttar í þessu landi !
Almenningsheill á Íslandi er sennilega það hugtak sem mest hefur verið svikið og svívirt til þessa og það af þeim sem hefðu átt að telja það skyldu sína að vaka yfir velferð þjóðarinnar. Þessvegna hefur okkur borið svo illa af leið í mörgum málum sem raun ber vitni. Sigling þjóðarskútunnar er ekki sigling fyrir almannaheill !
Það er ekki verið að sækja að því takmarki að þjóna heildarhagsmunum, heldur er sí og æ verið að sinna sérhagsmunum og það með margvíslegum hætti, á kostnað heildarinnar, hins íslenska mannfélags. Íslensk þjóðlegheit eru sýnilega bara tyllidagamálefni að áliti þeirra sem fara með stjórn mála í þessu landi og virðist núorðið gilda nánast einu úr hvaða flokkum þeir aðilar koma !
Það má því segja, að það sé eiginlega haft samráð af valdamönnum í þjóðfélaginu um nánast allt í þessu landi - nema velferð og heildarhagsmuni íslensku þjóðarinnar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 120
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 365587
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 601
- Gestir í dag: 116
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)