16.9.2014 | 20:02
Vesturlanda galeiðan !
Það virðist í mörgu vera viðtekin regla á Vesturlöndum, að líta beri svo á að betri lífskjör og svokölluð velferð á seinni tímum, sé fyrst og fremst því að þakka hvað mikinn dugnað, ráðdeild og skynsemi Evrópumenn hefðu haft umfram aðra. En þar er hinsvegar að miklu leyti um að ræða einskonar afleidda hugarfarstengingu við eina af fegrunarútgáfunum af heimsveldishugsun Breta og Frakka og annarra sem töldust til minni postula gömlu nýlendustefnunnar.
Sannleikurinn varðandi þetta er nefnilega allur annar og verri. Evrópumenn völtuðu yfir aðrar þjóðir með hernaði og allra handa arðráni, rændu þær og undirokuðu með þvílíkum yfirgangi að jafnvel yfirlýstir villimenn í Afríku og víðar undruðust ógeðslega villimennsku hinna siðmenntuðu árásarmanna !"
Það vekur furðu manns að sjá hvernig hinar hvítu yfirburðaþjóðir hegðuðu sér gagnvart öðrum þjóðum þegar útþenslustefna þeirra var í algleymingi. Framkoman við Kínverja og Japani var ekkert nema ofbeldisstefna þar sem þessar merku þjóðir voru neyddar til þess með hervaldi að lúta lágt. Kínverjar þráuðust lengi við og guldu þess harðlega, en Japanir tóku þann kostinn að tileinka sér tækni og vopnabúnað vesturlandaþjóða til þess að verja sjálfstæði sitt og frelsi í gegnum þá leið. Þeir urðu líka fyrsta Asíuþjóðin sem sigraði í stríði við Evrópumenn !
Saga nýlenduveldis Breta og Frakka, Spánverja, Hollendinga, Belga og Portúgala er hryllilega blóði drifin saga. Það er sagt að heilu borgarhverfin í Lundúnum hafi verið byggð fyrir fé sem kreist var út úr Indverjum. Lífskjörunum heima fyrir var lyft með ótakmörkuðu arðráni og þjófnaði í öðrum heimshlutum, og ekki síst þar sem fyrir voru þjóðir sem máttu sín lítils gegn yfirburða vopnavaldi Evrópumanna.
Öllu sem einhver veigur var í var stolið og rænt og hirt af þessum þjóðum. Margar ómetanlegar gersemar ýmissa þjóða eru enn á söfnum í Bretlandi, Frakklandi og víðar og hafa hvorki verið keyptar eða fengnar með nokkrum þeim hætti sem heiðarlegur getur talist. Þeim var einfaldlega stolið á þeim tímum þegar bölvuð nýlenduveldin komust upp með allt !
Hvíti kynstofninn sem hefur lengstum leikið jörðina okkar verst af öllum kynflokkum jarðar, virðist geyma í sér meiri græðgi og siðvilltari yfirgangshneigð en aðrir þegar hann telur tækifærin bjóðast til auðgunarbrota. Hann hefur níðst á ótal frumstæðum þjóðum í nafni siðmenningar sem einungis hefur verið orðskrípi í hans munni og yfirbreiðsla til að hylja yfirdrottnun og heimsveldiságang !
Evrópumenn hafa fleytt sér áfram á galeiðu þessarar yfirdrottnunar áratugum saman, lífskjör og velmegun vesturlanda hefur byggst mest á því að undir þiljum á galeiðunni eru þrælar sem knýja skipið áfram með áraburði og ef þeir róa ekki nógu vel hafa svipuhöggin óspart verið gefin.
Þessir þrælar eru fyrst og fremst þjóðir þriðja heimsins, en þeim er stöðugt haldið í spennitreyju fátæktar og neyðar, svo áfram sé hægt að flytja auðinn úr löndum þeirra til að mæta græðgi Vestur Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er um að ræða einn versta mannréttindaglæp samtímans !
Og svo er alltaf talað um þróunarhjálp og aðstoð við þessar þrautpíndu þjóðir ! Þar eiga sannarlega við vísuhendingarnar gefa sumir agnarögn /af því sem þeir stela. Það er víst býsna margt skráð hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum svokölluðum hjálparbatteríum Vesturlanda sem þróunarhjálp, já, jafnvel sitthvað sem gæti sem best flokkast undir það að verið sé að losa sig við drasl.
Kolryðgað járnarusl frá Íslandi er líklegt til að vera þar á meðal og er vandséð að hvaða gagni slíkt geti orðið í Afríku sem er sem óðast verið að gera að ruslakistu Vesturlanda - álfu úrgangs frá yfirálfunni !
Ef eitthvað af góða hvíta fólkinu" á Vesturlöndum færi nú að hugsa og velta því fyrir sér á lystilegu hádekkinu á galeiðunni, fyrir hvaða afli hún gengi, gæti verið að ýmislegt færi út af hinu daglega dansspori lífsins. En það fólk sem arðrænir aðra, lifir á svita annarra, vill yfirleitt sem minnst vita af því böli sem það skapar. Svo það er ekki líklegt að mikil hugsun skapist varðandi slíkt hjá góðu hvítu fólki !"
Fólk í þeirri stöðu er eins og fyrirfólkið í Suðurríkjunum sem lifði áður fyrr praktuglega - á þrælahaldinu, en þóttist samt ala með sér göfugar hugsjónir og standa jafnvel öðrum framar að manngildi. Norðurríkjamenn sögðust hinsvegar vera á móti þrælahaldi en viðhéldu verkunum þess hjá sér með svívirðilegu launamisrétti og sambærilegri undirokun þeirra sem minnimáttar voru. Þeir voru sem sagt lítið skárri !
Það er löngu kominn tími til þess að vesturlanda-galeiðan ljúki sinni siglingu á þeim forsendum sem hingað til hafa gilt. Þær forsendur hafa alltaf verið yfirgengilega ómanneskjulegar og hræðilegar í ranglæti sínu. Það er blóðugt misrétti að fólk í Afríku eða austur í Asíu þræli allt sitt líf til að við Vesturlandamenn getum fitnað á kvöl þeirra og kúgun.
Leyfum þessu fólki að lifa í friði fyrir græðgi okkar og yfirgangi og njóta þeirra auðlinda sem lönd þeirra búa yfir. Meðan við höldum áfram uppteknum hætti er allt tal okkar um þróunarhjálp og mannréttindi einskisvirði og verra en það !
Gæti nokkur Vesturlandabúi hugsað sér það hlutskipti að vera galeiðuþræll ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 331
- Sl. sólarhring: 337
- Sl. viku: 1205
- Frá upphafi: 375687
Annað
- Innlit í dag: 289
- Innlit sl. viku: 1012
- Gestir í dag: 277
- IP-tölur í dag: 277
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)