5.11.2014 | 22:43
Er íslenski varnarmálaráðherrann á næsta leiti ?
Þegar ógnir steðja að þarf auðvitað að vera nóg af vopnum til varnar. Þetta veit lögreglan, sérsveitin, landhelgisgæslan og valdstéttin öll ! Og í Suður-Ameríku og víðar um heiminn hefur þetta verið vitað lengi og löngum verið séð til þess að hlutirnir væru í lagi þar hvað þetta varðar !
En þegar við hugleiðum þessi mál hérlendis, fer ekki hjá því að ein stór spurning vaknar. Hver er ógnin, hver er óvinurinn, hvern á að verja og gegn hverjum ?
Og svo mætti líka spyrja til hvers er lögreglan ? Á hún að verja almenning fyrir valdstéttinni eða valdstéttina fyrir almenningi ?
Á hún að vernda burgeisa fyrir reiði rændrar alþýðu eða verja hag fólksins í landinu þegar valdstéttin er að fara með hann til andskotans ?
Eða ganga hugmyndir blámanna og Valhallarvíkinga enn sem fyrr út á það að það verði að vopnavæða lögregluna í einhverri herbjarnarútfærslu gegn fólkinu í landinu ?
Þegar stór og mikill lögreglumaður, sem jafnframt er kunnur sem innvígður og innmúraður flokksmaður í stóra Þjóðarógæfuflokknum, skrifar dökkbláa ef ekki helbláa skýrslu um búsáhaldabyltinguna, eru þau öfl vissulega til sem vilja taka slíka skýrslu - af fyllstu alvöru - mjög til athugunar !
En hvernig átti skýrslan öðruvísi að vera en hún er frá þeim aðila sem tók hana saman ? Hún hlaut að vera í þeim anda sem hún er. Það segir sig sjálft !
Og í framhaldinu virðist tilgangurinn eiga að helga meðalið. Það virðist nefnilega kýrljóst að sumir telji þessa skýrslu vera afskaplega þarft innlegg í byssukaupa-málið mikla eða eigum við að segja byssugjafar-málið mikla ?
Stórmennska Íslendinga virðist vera slík gagnvart norrænni bræðraþjóð, að það eru gerðir samningar um kaup og svo er ekkert borgað. Og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að það sé siðvenja - og líklega aldeilis gott, ef ekki bara heiður fyrir Norðmenn, að fá að eiga viðskipti við okkur jafnvel með þessu fyrirkomulagi !
Yfirlýsingar íslenskra forsvarsmanna um málið virðast stangast verulega á við fullyrðingar Norðmanna um sömu hluti og samkvæmt fréttum telur forstjóri Landhelgisgæslunnar að talsmaður norska hersins hafi mismælt sig skriflega varðandi það sem átti sér stað í þessari einkennilegu viðskiptafléttu !
Skyldu Norðmenn fá borgað frá Nató fyrir þessa óvenjulegu rausn við landhelgisgæsluna okkar og lögregluna ? Það skyldi þó aldrei vera að þannig sé reynt að koma vígbúnaði til þjóðar sem hefur verið svo fötluð að hún hefur aldrei getað komið sér upp her eins og siðmenntaðar þjóðir !
Ríkisstjórn Íslands virðist ekkert hafa vitað um málið og þingið þaðan af síður, enda virðist litið svo á að það þurfi bara að hafa eftirlit með byssukaupum almennra þegna þjóðfélagsins, en lögregla og aðrar kerfisvarnarsveitir megi byrgja sig upp af vopnum án afskipta og engum komi það við !
Og það verður að segjast, að þegar skýrsla er gerð sem margir telja að búi bara yfir pantaðri niðurstöðu, getur ekki verið um merkilegt eða trúverðugt plagg að ræða. Auðvitað bar að vinna slíka skýrslu af óháðum aðila, í stað þess að sækja hana inn í ákveðnar herbúðir !
En svona vinnubrögð virðast ærið oft viðhöfð hérlendis. Það er verið að gera eitt og annað í kerfinu af bullandi vanhæfum einstaklingum, mönnum sem eru hagsmunalega, starfslega, embættislega og þar af leiðandi siðferðilega, óhæfir til að fjalla um mál með þeim hætti sem iðulega er gert. Og svo á að leggja út af slíkum niðurstöðum eins og einhverjum staðreyndum !
Af hverju er þetta svona hjá okkur ? Erum við einhverjir helvískir bavíanar sem geta aldrei gert neitt rétt ? Hvenær skyldi íslenskt kerfislið fara að þroskast svo að það nálgist eitthvað einhver viðmið sem helgast af heilbrigðri réttlætishugsun og siðferðilegum heiðursgildum ?
Íslenska þjóðin hefur sannarlega sýnt mikið langlundargeð með því að hafa bara brúkað búsáhöld gagnvart því spillingarvaldi sem olli hér hruni og stal og sveik og rændi um allt land með svívirðilegum hætti. En jafnvel búsáhöld geta sjálfsagt þótt hættuleg í augum valdhafa sem hafa umgengist þjóðarhagsmuni af meira samviskuleysi en hér hefur þekkst til þessa !
Kannski er því verið að vígbúast af þeim sökum og kannski er íslenskur varnarmálaráðherra á næsta leiti ?
Skyldi hann verða skipaður um leið og Sérstakur saksóknari verður lagður af ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 289
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 1163
- Frá upphafi: 375645
Annað
- Innlit í dag: 248
- Innlit sl. viku: 971
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 239
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)