6.12.2014 | 13:04
Hugleiðingar um flokk sem senn verður 100 ára !
Það hefur vakið athygli margra glöggra manna og umræðu í því sambandi, hvað Framsóknarmenn nú á dögum virðast gjarnir á að semja við sjálfstæðismenn um samstarf, hvort sem er á þjóðmálasviði eða sveitarstjórnarstigi.
Sumir vilja meina að þetta sé orðið eitthvað ávanabundið ferli frá árum ríkisstjórnar-samstarfs flokkanna, þegar Framsókn varð svo skilmálalaus taglhnýtingur sjálfstæðisflokksins, að það lá við að hún hyrfi eftir efnahagshrunið.
Sú útreið var að margra mati verðskulduð afleiðing af þessari fíkn flokksins til hægri. En Framsókn hefur svo sem oft og einatt verið gripin af hægri fíkn í áranna rás, en þá var það kannski öllu frekar á sjálfsköpuðum forsendum.
En samstarf Framsóknar við sjálfstæðisflokkinn á árunum 1995 til 2007 virtist eiga sér stað með þeim hætti að Framsókn lagðist alveg undir stefnu sjálfstæðismanna, en lagði sína stefnu niður eða til hliðar. Frjálshyggjuandinn drap nánast samvinnuhreyfingarandann í Framsókn á þessum árum og það var vont mál.
Þá var flokkurinn sannarlega ekki að vinna í anda þeirrar stefnu að setja manninn og velferð hans í öndvegi og hreint ekki í þeim gír sem fylgdi félagshyggjubrautum.
Samvinnuhreyfingin var góð hreyfing meðan hún var og hét og til mikilla þjóðþrifa lengi framan af, en þegar menn eins og Hallgrímur Kristinsson féllu frá, komu aðrir inn í hreyfinguna sem höfðu ekki hugsjónaeldinn í sér gagnvart almennri starfsemi uppbyggingar og mannþroska. Þeir sem á eftir komu voru margir hverjir fyrst og fremst kjötkatla-hugsandi eiginhagsmunamenn af peningapúkagerðinni alræmdu.
Sumir þeirra sáu Bandaríkin í dýrðarljóma almættis auðsins og þjónuðu miklu frekar einhverjum sjónarmiðum gullkálfshyggjunnar en hugsjónum sem tengdust samvinnuhreyfingunni. Og jafnframt því sem afætunum fjölgaði innan SÍS fjaraði þar undan heilbrigðum viðmiðum. Síðast var svo komið að Sambandið tórði að heita mátti aðeins sem lifandi lík á forsendum banka og pólitískrar samtryggingar.
Þá var stutt í endalokin en einhvernveginn virtust menn þó ekki geta lesið rétt í þann lærdóm sem hin margvíslegu mistök og afvegaleiðsla frá hugsjónum bjó yfir. Það var bara látið sem það sem gerðist hefði ekki getað farið öðruvísi. En það er alrangt mat á því sem átti sér stað. Ástæðan fyrir óförunum var fyrst og fremst fólgin í sérgæðingshætti sem ól í sér margháttuð svik við góðan málstað.
Hugsjónir samvinnuhreyfingarinnar voru þannig í raun sviknar af ýmsum þeim sem áttu að telja það sitt heiðurs verkefni að verja þær og halda þeim á lofti. Þannig vann uppdráttarsýkin sitt verk og eyðilagði á tiltölulega skömmum tíma þessa ágætu hreyfingu. Eyðingin kom innanfrá. Það kom annar andi í bæinn og lagði hann undir sig illu heilli !
Félagshyggjuhreyfing má aldrei undir neinum kringumstæðum verða gráðugum Mammonsöflum að bráð og fara að arðræna fólkið með sama hætti og þeir sem hún var í upphafi stofnuð til að berjast gegn !
Framsóknarflokkurinn hafði með pólitískum hætti mikil áhrif á Sambandið lengi vel og Sambandið á flokkinn. Þegar Sambandið var farið að ganga fram í anda sem var í raun öfugur við upphafleg stefnumið þess, ánetjaðist flokkurinn þeim anda á margan hátt í svipuðum mæli og það eitraði margt og skemmdi.
Kannski var ein afleiðing þeirrar eitrunar, stefna sú eða öllu heldur stefnuleysi sem flokkurinn tók upp og viðhafði á Halldórstímanum, þegar enginn fór að geta séð að Framsóknarflokkurinn væri neitt annað en útibú frá sjálfstæðisflokknum.
Á þeim tíma sló Framsókn nokkuð afgerandi met Alþýðuflokksins í íhaldsþjónkun og höfðu þó fæstir gert því skóna að nokkrir gætu gengið þar framar en kratar.
Nú þegar styttist í aldarafmæli Framsóknarflokksins er leitt til þess að vita og einkum fyrir þjóðholla félagshyggjumenn, að flokkurinn sé enn ekki laus við þann hvimleiða anda sem lagði hér fjármálakerfið í rúst og eyðilagði hag þúsunda Íslendinga. Uppgjör flokksins við hrunið bíður enn síns tíma !
Það virðist nefnilega orðið illleysanlegt vandamál í Framsóknarflokknum hvað undirlægjuskapurinn gagnvart sjálfstæðisflokknum er búinn að festa þar miklar rætur. Halldórsarfurinn er þar sýnilega flokknum enn tilvistarþungt tjóðurband !
Það virðist til dæmis ekki skipta máli þó niðurstöður kosninga undirstriki meirihlutavilja kjósenda til þess að Framsókn leiði mál í sveitarstjórnum í einstökum héruðum. Þrátt fyrir slík úrslit virðast Framsóknarmenn við slíkar aðstæður hafa ríka tilhneigingu til að bjóða sjöllum að stjórna með sér !
Ekki held ég að slík afstaða verði til þess að efla stuðning við Framsóknarmenn í framhaldi mála, því þegar þannig er á málum tekið, virkar það bara eins og þeir treysti sér ekki til að bera ábyrgðina af stjórnun mála einir og til hvers er þá verið að kjósa slíka menn ?
Margir litu svo á eftir hrunið að Framsóknarflokkurinn væri að ljúka sinni sögu, enda væri hann úrelt fyrirbæri í nútíma pólitík. Það er hinsvegar aldrei að vita hvað gerst getur og heldur hefur flokkurinn sótt í sig veðrið upp á síðkastið og náð að fá aftur viðurkennda hlutdeild í umræðu mála á stjórnmálasviðinu.
En ætli Framsóknarflokkurinn að treysta undirstöðu sína almennilega, gerir hann það áreiðanlega ekki með stöðugri þjónkun við sjálfstæðisflokkinn. Það er vísasti vegurinn til að hamla eigin gengi og falla aftur í verði á mælistiku kjósenda !
Það er von mín að Framsóknarmenn um land allt átti sig á því þegar kemur að árinu 2016, að sá merki áfangi sem felst í hundrað ára samfelldri flokkssögu, á líf sitt og kjarna í þeirri hugsjónabjörtu félagshyggju sem flokkurinn stóð fyrir hér áður fyrr og þeim einlæga samvinnuhreyfingaranda sem bjó í Framsóknarfólki til sjávar og sveita fyrr á árum. Þar virðist enn sá lífskraftur til staðar, sem getur gefið - þessum tilvistarruglaða flokki síðustu ára - aftur trausta undirstöðu og fullt verkefni til starfa fyrir þjóð og land um ókomin ár !
Án tengsla við þann lífskraft, getur flokkurinn aldrei orðið það sem hann ætti að vera né með trúverðugri málafylgju sett manninn og velferð hans í öndvegi í þessu landi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 32
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 838
- Frá upphafi: 356683
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 657
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)