1.2.2015 | 11:52
Varðandi umsagnir um fjármálahæfni kvenna !
Það virðist vera skoðun sumra að konur séu allt öðruvísi sköpun en karlmenn hvað varðar hugsun og afstöðu til mála. Einkum virðist þessi skoðun fylgja þeim sem hvað harðast vilja sýnilega vinna að því að skipta mannkyninu upp í tvær fylkingar sem eiga þá helst að standa gráar fyrir járnum hvor gegn annarri, annarsvegar langtíma undirokað kvenfólk og hinsvegar ofbeldisfullir og kúgandi karlar !
En eitthvað eru nú slíkar kenningar samt farnar að láta á sjá, því flest fólk er þannig gert að það lætur ekki öfgafullan áróður teyma sig endalaust á asnaeyrunum. Og hvort sem manneskjan er kona eða karl þá er hugsunin oftast nokkuð svipuð og afstaða til mála byggð á hliðstæðum grundvallarforsendum.
Eitt af því sem heyrðist talsvert fyrst eftir hrunið, var að ef konur hefðu stjórnað málum hefði aldrei orðið neitt hrun. Þær væru nefnilega varkárari og ábyrgari en karlarnir. Það er nefnilega það !
Í valdamiklum stöðum hjá bönkunum og í viðskiptalífinu voru konur á þessum tíma sem mér er ekki kunnugt um að hafi skorið sig neitt úr í veisluhöldunum með sérstakri áherslu á aðgætni og hófsemi.
Svo græðgi í auð er áreiðanlega ekki einskorðuð við karlmenn og er af nógum dæmum að taka til að sanna það. Hrunið var því áreiðanlega ekki afleiðing græðgi karla einna og sér heldur græðgi beggja kynja á flestum vígstöðvum fjármálalífsins og í þjóðfélaginu.
Sú skoðun að konur séu miklu ábyrgari en karlar í fjármálum sem öðru, er auðvitað alhæfing sem stenst ekki. Ábyrgð manneskja í þessum efnum fer eftir persónugerð og hugsunarhætti hvers einstaklings fyrir sig en ekki kyni.
Það hefur ýmsum konum í ábyrgðarstöðum reynst erfitt að halda sig á réttu róli á fjármálagötunni engu síður en körlum. Það má leiða hugann að Ritt Bjerregaard, Monu Sahlin og nú síðast Aleku Hammond fyrsta kven-forsætisráðherra Grænlands. Allar hafa þessar konur ratað í vandræði vegna þess sem varla er hægt að kalla annað en skort á fjármálahæfni.
Ritt Bjerregaard hefur stundum lent í kröppum sjó á sínum ferli, t.d. vegna Ritz-málsins 1978, en þá afsagði forsætisráðherrann Anker Jörgensen hana sem ráðherra. Seinna var sagt að hún hefði svo sem ekkert verið eyðslusamari en aðrir ráðherrar hvað svo sem það þýddi. En að minnsta kosti sýndi hún ekki fjármálahæfni umfram aðra eins og sumum er gjarnt að segja að konur geri. Anker Jörgensen, hinn gamli baráttujálkur úr verkalýðshreyfingunni, var að minnsta kosti ekki hrifinn af framgöngu hennar, og æði mörgum fannst hún hegða sér með afar aristokratískum hætti miðað við frammámann í flokki danskra jafnaðarmanna.
Hið umtalaða Toblerone - mál í Svíþjóð var að vísu fellt niður gegn Monu Sahlin, en afleiðingar þess virðast hafa skaddað mjög stjórnmálaferil hennar og tiltrú almennings á henni sem leiðtoga. Aleka Hammond varð að segja af sér eftir skamma stund í embætti á Grænlandi vegna meints ábyrgðarskorts í fjármálum og verður því varla með nokkru móti neitað að þar hafi vantað nokkuð á hæfnina í þeim efnum. Svo gæðagildi á vægi ábyrgðar í störfum fólks eru enganveginn bundin kyni heldur fyrst og fremst því hvernig manneskjan er gerð.
Nefna mætti margar aðrar konur sem þekktar hafa verið fyrir flest annað en fjármálahæfni. Sumar óðu í peningum og höfðu þó aldrei nóg handa milli. Er það ekki nákvæmlega það sama og komið hefur fram varðandi karla sem hafa haft sömu eðlis-eiginleika ?
Og varðandi sakfellingar gagnvart fólki sem hefur orðið uppvíst að því að hafa dregið sér fé í hinum ýmsu störfum eða embættum, virðist ljóst að slíkar freistingar hafi komið yfir einstaklinga alveg óháð kyni þeirra.
Og þar sem slíkt liggur í raun og veru afskaplega ljóst fyrir, má spyrja, af hverju er þá verið að mála svona falska mynd í þessum efnum og ljúga upp einhverri heildar gyllingarútgáfu varðandi þessi mál ?
Er það kannski vegna þess að tíðarandinn gerir stöðugt meiri kröfur í þá átt ?
Jafnvel maðurinn sem sagði að staður kvenna ætti að vera bak við eldavélina segist nú vera orðinn feministi. Og hann virðist þegar byrjaður á kvenréttinda-krossferð sinni, með því að verja konur sem hann segir að hafi orðið fyrir einelti og rangindum fyrir þúsund árum !
Hann gefur jafnvel í skyn að hann sé í beinu sambandi við þær sumar og þó að slíkt tal gangi hugsanlega í suma, er slík staðhæfing nú tæplega til þess fallin að auka trú manna á greindarvísitölu þess sem heldur slíku fram.
Fyrst þessi nýbakaði feministi hefur kosið að byrja á því að leiðrétta - á sína vísu - aldagömul álitamál í umræddum efnum, veit ég ekki hvenær hann nær því að vinna í einhverjum slíkum málum sinnar samtíðar ? Ég er meira að segja heldur á því að hann hafi minni áhuga á því, enda myndu leiðréttingar þar hugsanlega geta höggvið nærri honum sjálfum og ferli hans.
Víst er að lýðskrumið í kringum sölumennsku og hagnaðarspil er sem fyrr ekki lítið og greinilegt er að menn segja margt og gera - enn í dag - á Íslandi, ef vonir um betri ímynd og fleiri aura glæðast við það.
Þjóðlegt samfélag og farsælt gengi þess byggist að sjálfsögðu á sem víðtækastri samvinnu karla og kvenna. Að stilla kynjunum sífellt upp sem einhverjum ósamrýmanlegum andstæðum og valda ósætti milli þeirra og ýta undir herská viðhorf þar, er í raun það sem kallast á hreinni íslensku niðurrifsstarfsemi og er auðvitað engum til góðs.
Ég held við ættum að halda okkur við heilbrigðar staðreyndir í málum, hvort sem í hlut eiga konur eða karlar. Það er varla nokkru barni sem vex upp í landinu ávinningur í því að hagur mömmu þess vænkist bara með því að lítið sé gert úr pabba þess. Ætli báðir foreldrarnir séu ekki í flestum tilfellum að vinna saman að heill og hamingju barna sinna og hagsmunir þeirra eigi samleið í því sem öðru !
Mannkynið er eitt og það samanstendur af konum og körlum, hamingja þess og framtíð byggist á samvinnu en ekki kynbundinni sundrungu í nafni einhverra ætlaðra hugsjóna sem síðan hafa verið settar á hvolf !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 356658
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 645
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)