Leita í fréttum mbl.is

Fasisminn í Evrópu var ekki hreinsađur út 1945 !

Sumir halda ađ gjörđir Hitlers og Mussolinis hafi veriđ afmáđar međ ţeim 1945. En ţví fer fjarri. Ţessir mannkynsbölvaldar teygđu sig langt inn í framtíđina í ýmsum efnum og á ýmsum stöđum međ framferđi sínu. Á Spáni ríkti til dćmis valdhafi svo til út áriđ 1975 sem ţeir komu til valda á sínum tíma, fasistaforinginn Franco.

Hitler og Mussolini komu lýđveldisstjórninni á Spáni fyrir kattarnef í gegnum Franco međ efnahagslegum og hernađarlegum stuđningi. Og hversvegna var ekki brugđist viđ ţeim afskiptum erlendra ríkja međ neinum haldbćrum hćtti, til dćmis á vettvangi Ţjóđabandalagsins ?

Skýringin á ţví er ósköp einföld, ţó ađ mörgu hafi löngum veriđ tjaldađ til ađ hylja hana og gera máliđ flókiđ. Fasisminn fékk ađ gleypa Spán vegna ţess ađ svörtum öflum í fjármálaheimi Evrópu, ţótti lýđveldisstjórnin í landinu of mikiđ til vinstri.

Og breskir og franskir ráđamenn létu sér ţađ vel líka og sköpuđu ţannig forsendur fyrir áframhaldandi ágang og ţrýsting einrćđisherranna, sem ađ lokum leiddi til síđari heimsstyrjaldarinnar. Ţađ er t.d. athyglisvert ađ stjórn Francos var viđurkennd af breskum og frönskum stjórnvöldum áđur en borgarastyrjöldinni var formlega lokiđ. Ţađ sýnir hvert viljinn stefndi. Svo mikill var ákafinn í London og París ađ fagna ţessum nýju valdhöfum á Spáni.

Reyndar hafa stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi alltaf reynt í gegnum handbendi sín á baráttuvelli sagnfrćđinnar ađ reka fleyg varđandi alla söguskođun milli borgarastríđsins á Spáni og heimsstyrjaldarinnar síđari, vegna ţess ađ öll skođun sem beinist ađ ţví ađ tengja atburđarásina saman lítur svo illa út fyrir ţau, en sem betur fer hefur aldrei tekist ađ múlbinda alla menn međ slíkum hćtti.

Ţađ var heldur engin tilviljun ađ heimsstyrjöldin síđari braust út svo ađ segja strax ađ lokinni „ćfingunni !“ Einrćđisherrarnir - og ţá sérdeilis Hitler – töldu sig vita vissu sína um undansláttarliđiđ í London og París. Ţađ sem gerđist varđandi Spánarmálin stađfesti allt fyrir Hitler sem gerđist í samningunum í Munchen.

Og ţađ hefur sjálfsagt ekki vantađ ađ Franco hafi viljađ fara í stríđiđ međ ţessum einkavinum sínum, en Spánn var samt ekki beint í kjörstöđu til ţess eftir borgarastríđiđ. Spćnski einrćđisherrann ákvađ ţví ađ fara varlega og bíđa átekta ţrátt fyrir mikinn ţrýsting frá Öxulveldunum. Hann sendi bara herafla gegn Sovétríkjunum, 45.000 manna herdeild, sem ýmis öfl í Bretlandi og Frakklandi reiknuđu honum áreiđanlega ekki til syndar. Tíundi hver mađur af ţessu liđi sem kallađist „bláa hersveitin“ féll á Austurvígstöđvunum.

Í október 1940 skipađi Franco nýjan utanríkisráđherra í stjórn sína, Suner, ćstan fasista og fylgismann Ţjóđverja, í stađ Atienza sem talinn var hlynntur Bretum. Ţegar framvindan í stríđinu fór hinsvegar ađ sýna vaxandi sigurlíkur bandamanna, taldi Franco nauđsynlegt ađ setja Suner frá og ţađ gerđi hann í september 1942 og setti Jordana greifa sem utanríkisráđherra í hans stađ, en hann var íhaldssamur og hćgfara og talinn bresk-sinnađur eins og Atienza.

Franco lét safna nafnalistum um Gyđinga á Spáni og síđan var sérlegur öryggisráđgjafi hans gerđur ađ sendiherra í Ţýskalandi ţar sem hann gat persónulega afhent Himmler ţessa lista. Ţannig fengu nazistar upplýsingar frá fyrstu hendi um ţá borgara á Spáni sem teldust óćskilegir í heimi ţeirrar nýskipunar Evrópu sem Hitler ćtlađi sér ađ standa fyrir.

Eftir ósigur Ţjóđverja voru hinsvegar flest gögn sem sönnuđu samvinnu spánskra yfirvalda viđ Hitler eyđilögđ en ţessum gögnum tókst af einhverjum ástćđum ekki ađ eyđa. Ţau bera vitni um hvernig var ađ málum stađiđ og sýna gleggst hvađ hefđi orđiđ ráđandi stefna á Spáni ef öxulveldin hefđu beđiđ hćrri hlut.

En ađ ţví kom sem betur fer, og fyrr en flesta grunađi, ađ sigurganga Ţjóđverja stöđvađist og stađa mála í stríđinu fór ađ verđa ćđi tvísýn. Ekki ţurfti ađ velta vöngum yfir sigurgöngu Ítala ţví hún komst aldrei af stađ. Og brátt töldu glöggir menn sig sjá ýmis teikn ţess ađ Ţýskaland nasismans myndi bíđa ósigur og ekki ţarf ađ efa ađ á ţeim tímapunkti hefur Franco hrósađ happi yfir ađ hafa ekki hlaupiđ í slaginn međ ţessum vinum sínum og fyrri vopnabrćđrum.

En hefđi ţađ gerst hefđi fasisminn getađ endađ sitt skeiđ á Spáni í stríđslok og Franco veriđ skolađ niđur í klósett hins sögulega réttlćtis á svipuđum tíma og Hitler og Mussolini. Ţađ hefđi líkast til orđiđ enn meiri Evrópuhreinsun ef álfan hefđi losnađ viđ ţá alla ţrjá á ţeim tíma, Der Fuhrer, Il Duce og El Caudillo !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 828
  • Frá upphafi: 356673

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 656
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband