Leita í fréttum mbl.is

Sumir virđast helst hrífast af Júdasi !

Sérhver tími er markađur sínum einkennum og hefur sinn tíđaranda. Og sérhver tíđarandi virđist jafnan hafa sína sérstöku leigupenna sem enduróma ţćr skođanir sem hćst hrópa hverju sinni. Ég las nýveriđ pistil í blađi eftir mann sem hefur líklega lengstum ţjónađ sem slíkur leigupenni. Pistillinn fjallađi um Júdas Ish-Kariot sem hefur nú löngum veriđ talinn til lítillar fyrirmyndar međal manna. En eins og ađ líkum lćtur var pistilhöfundur ekki sérstaklega ađ gera Júdasi skil sem einhverjum gildandi manni - hans vegna, heldur var tilgangurinn sýnilega fyrst og fremst sá ađ gera lítiđ úr kristinni trú og afgreiđa hana nánast sem bull og vitleysu. Ţar ţjónar hann vissulega tíđarandanum eins og hann hefur lengstum gert.

Ţađ er hinsvegar nokkuđ umhugsunarvert ađ viđkomandi pistilskrifari, sem getur veriđ hćfileikamađur í mörgu, skuli hafa ţađ í sér ađ leggjast svo lágt ađ sleikja upp ódýrar uppskriftir ađ óhróđri um kristindóminn í stađ ţess ađ sinna einhverju nytsamara verkefni, sem hann ćtti ađ hafa fulla burđi til. En ţađ er sýnilegt ađ ţađ er eitthvađ í sálarlífi hans sem býr yfir beiskju og ţađ beiskju sem virđist nokkuđ sár. Ţessi beiskja liggur yfir textanum eins og rauđur ţráđur einhverra óafgreiddra mála. Hver skyldi vera orsökin ađ slíkum biturleika ? Hversvegna virđist Júdas höfđa meira en Jesú til sumra manna ? Ćtti ekki sagnfrćđilegur fróđleiksmađur ađ vera í ţeirri stöđu ađ geta öđrum betur gert sér grein fyrir ţeirri blessun sem fylgt hefur sporum Krists í gegnum mannkynssöguna ?

Ţó ađ ćtluđ saga Júdasar sé höfđ sem einhverskonar forgrunnur mála í pistlinum, er ţađ bara sem áđur er getiđ tilbúin forsenda. Hiđ raunverulega tilefni pistilsins er sem fyrr segir andúđ á kristindómnum og nokkuđ einbeittur vilji til ađ lítilsvirđa ţađ sem mörgum öđrum er heilagt. Einhver kynni nú ađ segja ađ slík breytni bćri ekki vitni um sérlega vandađa innréttingu til anda og sálar, og ađ ekki vćri nú fordómaleysinu fyrir ađ fara hjá höfundinum. En eins og viđ ćttum ađ vita, er í ţeim elítuhópi sem hann tilheyrir allt í lagi ađ hafa fordóma, ef ţeir eru „rétttrúnađarfordómar,“ ţađ er ađ segja fordómar í takt viđ tíđarandann ! Og ţađ er eitt sem nokkuđ víst er - ađ ţessi leigupenni sem hér um rćđir mun líklega alltaf ţjóna rétttrúnađi tíđarandans, ţví hann hefur löngum virst áhrifamesti skapari skođana hans.

Ţađ ćtti heldur ekki ađ ţurfa ađ koma á óvart, ađ sumir menn á Íslandi séu dálítiđ uppteknir af svikurum um ţessar mundir og kannski haldnir vissri hrifningu á ţeim sem geta svikiđ allt og alla. En sú afstađa verđur seint metin til heilbrigđis og vísar sennilega fyrst og fremst á neikvćđa innistćđu í andlegum og sálarlegum skilningi. Sá sem lćtur eins og hann fái ţađ helst út úr efni Biblíunnar, ađ Júdas verđi honum hugstćđastur allra manna, hlýtur ađ lýsa sjálfum sér best međ slíku mati.

Menn geta gefiđ sig út fyrir ađ vera ađdáendur Júdasar Ish-Kariots og haft vilja til ađ umskrifa hlutverk hans og tilgang í Ritningunni, jafnvel svo ađ allt í ţví sambandi falli ađ uppreisnargjörnum tíđaranda, menn geta skrumskćlt alla skapađa hluti eftir ţví sem innrćti ţeirra gerir kröfu til, en slíkir menn breyta aldrei lögmálum réttlćtis og sannleika. Leigupennar hafa alltaf veriđ til og munu alltaf verđa til međan veröld ţessi varir. Arftakar Celsusar eru ţví orđnir margir í aldanna rás. En ţađ ađ leita til baka í skuggaveröld hindurvitna og hjáguđadýrkunar og halda ađ međ ţví sé veriđ ađ auka ljós og frjálsa sýn í lífi manna, er ađeins til ađ - auka á villunótt mannkyns um veglausa jörđ – og ekki er framför í slíku !

Ţađ verđa alltaf til menn sem rísa gegn skikkan Skaparans, beiskir menn og reiđir, menn sem eru oftar en ekki ósáttir viđ hlutskipti sitt í lífinu og halda í sjálfshyggju sinni ađ ţeir hafi veriđ sviknir ţar um einhverja stóra vinninga, vinninga sem ţeir hafi átt ađ fá vegna einhverra - líklega einstakra - verđleika ! En sjálfiđ ţvćlist löngum ţvert í götu mannlegrar dómgreindar og mat manna á eigin verđleikum er auđvitađ eitt skeikulasta skilningsmat allra tíma og getur aldrei skilađ réttri niđurstöđu. En ţeir eru samt – ţví miđur - margir sem framangreind lýsing á viđ.

Ég er ekki frá ţví, ađ sá fylgismađur og varnarfulltrúi Júdasar sem hér um rćđir, sé einmitt mađur af slíkri gerđ !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 142
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 947
  • Frá upphafi: 356843

Annađ

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband