Leita í fréttum mbl.is

"Montprikiđ Monty" !

Margir hershöfđingjar í mannkynssögunni hafa orđiđ frćgir af litlu tilefni. Sumir hafa orđiđ ţađ fyrir undarlega duttlunga sögunnar eđa kannski vegna ţess ađ ţeir hafa átt sterka verndara ađ. Dwight D. Eisenhower komst til dćmis mjög langt ţó sumir bentu á ađ hann hefđi persónulega ákaflega litla vígvallareynslu. Kannski hafđi George C. Marshall töluvert ađ segja varđandi frama hans ?

Og svo er ţađ mađur nokkur sem hét Bernard Law Montgomery og varđ breskur marskálkur, en hefur líklega aldrei veriđ neinn afburđa herforingi, en öllu heldur frekjudallur af réttum stéttarstofni. Bretarnir eru alltaf samir viđ sig í snobbmennskunni. Archibald Wavell sem var yfir hermálum ţeirra í Egyptalandi var sendur til Indlands og Claude Auchinleck látinn taka viđ. Hann undirbjó sókn í margar vikur og dró ađ sér ţađ sem til ţurfti, en ţegar fór ađ nálgast ađ sóknin hefđist var honum skyndilega vikiđ frá og Montgomery látinn taka viđ ţví sagt var ađ Churchill hefđi mislíkađ kröfur Auchinlecks um stöđugt meiri tćki og tól.

En Montgomery tók bara viđ međ sömu kröfur og síđan í fyllingu tímans hófst sóknin eins og ráđ hafđi veriđ gert fyrir. Og hver varđ niđurstađan ? Jú, Montgomery varđ á svipstundu heimsfrćgur, en enginn mundi eftir Auchinleck. Lítill vafi er ţó á ţví ađ útkoman hefđi orđiđ sú sama og ađkoma Montgomerys var ekki ţađ sem skipti sköpum. Bretar voru einfaldlega orđnir töluvert betur búnir fyrir slaginn og Rommel fékk enganveginn birgđir í sama mćli. Montgomery hafđi yfirhöndina í krafti ađstćđna en ekki endilega verđleika. Churchill hafđi hinsvegar álit á honum en Auchinleck var ekki ađ sama skapi í náđinni og ţví fór sem fór.

Eftir El Alamein varđ Montgomery svo hrokafullur og mikill međ sig ađ hann varđ erfiđur í samstarfi og kvörtuđu bandarískir hershöfđingjar síđar í styrjöldinni mjög yfir tilhneigingum hans til ađ trana sér fram og valta yfir ađra. Hann óđ uppi međ ýmsar yfirlýsingar og talađi kokhraustur um „ađ hann ćtlađi sér ađ fara sem fyrst til Berlínar og ljúka stríđinu !“ Reyndar var hann ekki einn um slíkt og mun Patton til dćmis hafa átt ţađ til ađ tala í líkum dúr, enda hefđu ţeir félagarnir veriđ nokkuđ jafnir fiskar í hroka-spyrđu hershöfđingjaleiksins.

Ýmis herfrćđiplön ţessa alikálfs Churchills sem Montgomery óneitanlega var, munu hafa reynst meira en lítiđ gölluđ og kostuđu líklega fjölda mannslífa. Ţar má til dćmis nefna ađgerđina Operation Market Garden í september 1944. Ef til vill er erfitt ađ vita hvar ábyrgđin liggur í slíkum tilfellum, en ţađ kom skýrt í ljós eftir ţá hrakfallasögu ađ ţegar herforingjar eru orđnir mjög háttsettir eru mistök ţeirra varin í bak og fyrir.

Síđar á Eisenhower ađ hafa sagt afsakandi varđandi Market Garden máliđ, ađ góđ ađgerđ hefđi ţar spillst „vegna veđurs“ ! Líklega hefđi hann sagt eitthvađ svipađ varđandi Normandý ef innrásin hefđi mislukkast. Og umsagnir Montgomerys sjálfs um Market Garden eru í raun lýsandi dćmi um hrokkagikkshátt hans og ekki finnst ţar bóla á neinni iđrun. Tindátaleikurinn átti hug hans allan !

Montgomery var fćddur 1887 og lést 1976, tćplega nírćđur, enda hafa drjúgmargir hershöfđingjar á síđari tímum orđiđ býsna langlífir, menn sem hafa sent tugţúsundir ćskumanna út í dauđann, oft af litlu tilefni og takmarkađri samvisku. Nefna má til dćmis ađ Douglas MacArthur varđ 84 ára, Erich von Manstein 85 ára, Raoul Salan 85 ára, Maxwell Taylor 86 ára, , Omar Bradley 88 ára, Mark Clark 88 ára, Chiang Kai Shek 88 ára, Josip Broz Tító 88 ára, Kliment Voroshilov 88 ára, Semyon Budenny 90 ára, Edmund Jouhaud 90 ára, Arthur „Bomber“ Harris 92 ára, Georges Catroux 92 ára, Jacques Massu 94 ára, Philippe Pétain 95 ára, Alan Cunningham 96 ára, Claude Auchinleck 97, Maxine Weygand 98 ára, Matthew Ridgeway 98 ára og Winston Churchill međ „blóđ, erfiđi, svita og tár“ varđ sjálfur 90 ára ţrátt fyrir ađ stunda lengst af heldur óholla lífshćtti !    

Ţađ verđur sýnilega ekkert svona merkilegum mönnum ađ bana nema hin háa elli. En fyrir tilverknađ ţeirra og margvísleg mistök urđu sannarlega býsna margir ađ deyja ótímabćrum dauđa. Í ţví felst mikiđ fórnartjón en ţađ er sjaldnast talađ mikiđ um ţađ, en hetjudýrkunarbulliđ iđkađ ţeim mun meira.

Strax eftir stríđ eđa 1946 var til dćmis gerđ kvikmynd sem byggđist á Market Garden og bar hún nafniđ Theirs Is the Glory. Menn geta eiginlega bara séđ á nafni myndarinnar til hvers hún var gerđ, til ađ afsaka, fegra og skapa hetjuímyndir í kringum heimskulega hernađarađgerđ !

1977 var svo kvikmyndin A Bridge Too Far gerđ um sömu atburđarás og í henni var ekki fariđ leynt međ ţađ ađ býsna margt hefđi fariđ í tómt klúđur af hálfu bresku herstjórnarinnar, en bein ádeila var ţar samt ekki viđhöfđ, enda var Montgomery nýlátinn ţá og ekki mátti anda mikiđ á gođsögnina.

En ţó margir horfi nú gagnrýnum augum á ýmislegt sem áđur var í ţagnargildi, er stađreyndin samt sú ađ stríđsleikjadellan á enn hug margra og margir vilja eflaust sjá sig í ţeirri stöđu ađ tefla öđrum fram á blóđuga vígvelli en sitja sjálfir öruggir í náđum einhversstađar langt ađ baki átakasvćđa.

Ađ ástunda ţađ - ađ senda ađra í dauđann er enn sem fyrr uppáhaldsíţrótt hershöfđingja um allan heim og slíkir menn ţjóna sjaldnast málum til góđs. Slík montprik axlaskúfa og einkennisbúninga, hrćsni og hroka, uppsleikjarar orđuveitinga og allskonar hefđartitla, eru ekkert annađ en viđbjóđsleg birtingarmynd á hlutum sem ţyrftu ađ heyra sögunni til og myndu gera ţađ ef viđ vćrum í raun og sannleika eitthvađ ađ ţroskast !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1026
  • Frá upphafi: 356922

Annađ

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 822
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband