6.4.2007 | 12:20
NOKKUR ORÐ UM ÍRAKSMÁLIN
Ég ritaði þessa grein eftir að sú skelfilega staðreynd lá fyrir að tveir menn hefðu dregið Ísland inn í hóp taglhnýtinga Bush-stjórnarinnar og gert íslensku þjóðina að árásaraðila gegn írösku þjóðinni. Greinin fékkst ekki birt í blöðum.
Ekki er hægt að segja að maður geti verið ýkja hreykinn af því að vera Íslendingur þessa dagana. Ríkisstjórn landsins hefur af einstakri þjónkun og lítilmennsku hlaupið í lið með Bush-stjórninni og ábyrgðarlausum stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak.
Litla friðarþjóðin í norðrinu er allt í einu komin í hóp harðlínuþjóða sem telja það sitt stærsta lífsmál að fylgja Stóra bróður í öllu því sem hann tekur upp á. Með athöfnum sínum er ríkisstjórn Íslands að grafa undan alþjóðlegri samvinnu til lausnar deilumálum. Sameinuðu þjóðirnar standa auðvitað veikari eftir þegar Bandaríkin hundsa alþjóðlegt samstarf og fara sínu fram hvað sem hver segir. Og utanríkisráðherra Íslands sem talaði í haust með öðrum hætti en nú, hefur sýnilega verið talaður inn á línuna sem forsætisráðherra gaf sér strax að væri sú eina rétta. Þegar þessir tveir forustumenn ríkisstjórnarinnar hafa svo verið spurðir út í málin, hafa þeir ekki átt nein önnur svör en að tíunda glæpi Saddams Husseins og benda á hvílíkur voðamaður hann sé og hafi verið.
Það hefur verið aumkvunarvert að hlusta á þessa ráðamenn okkar og ekki hefur síður verið lélegt að horfa upp á hvað fréttamenn sjónvarps hafa verið linir við þá og látið þá komast upp með allskyns útúrsnúninga. Báðir hafa þeir Davíð og Halldór talað margsinnis í sjónvarpi og víðar um stríð Íraka við Írani, þar sem Saddam Hússein hafi verið valdur að því að ein milljón landa hans hafi látið lífið. Og ennfremur hafa þeir talað um efnavopnanotkun hans gegn Kúrdum sem gífurlegan höfuðglæp. Þetta er í sjálfu sér allt rétt svo langt sem það nær. En sagan er ekki sögð nema að litlu leyti.
Mergur málsins er sá, að þessir miklu glæpir voru framdir meðan Saddam Hússein var yfirlýstur bandamaður Vesturveldanna og þá undir sérstakri blessun Bandaríkjanna. Það voru Vesturveldin sem mokuðu vopnum í hendur Saddams Hússeins svo hann gæti staðið í stríðinu við Írani. Það voru Vesturveldin sem létu hann fá efnavopn og þá var ekki talað um hvað það væri hættulegt að fá slíkum manni slík vopn í hendur. Þegar Saddam beitti svo þessum efnavopnum gegn Kúrdum í Norður-Írak, heyrðist ekki mikið í ríkisstjórnum Vesturlanda. Saddam Hússein var nefnilega vinur þeirra og bandamaður. Það voru Vesturveldin sem byggðu kjarnorkuver fyrir Saddam Hússein og umheimurinn má þakka Ísraelum fyrir það að þeir rústuðu því 10 árum fyrir Flóabardaga og fengu reyndar skammir um allan heim fyrir vikið. Hefði Saddam hugsanlega fengið að þróa kjarnavopn í friði í áratug geta menn spurt sig að því hvað hefði getað gerst 1991?
Það þarf að segja hverja sögu eins og hún er. Það er hinsvegar sjaldnast gert þar sem það þjónar ekki yfirlýstum markmiðum þeirrar áróðursvélar sem gengur stöðugt fyrir lygum en virðist aldrei geta gengið fyrir eldsneyti sannleikans.
Eftir 1990 breyttist hið pólitíska landslag í Mið-Austurlöndum allt saman. Innrásin í Kúveit var nefnilega skoðuð sem alvarleg ógnun við olíuhagsmuni Bandaríkjamanna og Breta. Skyndilega var farið að deila á Saddam Hússein fyrir glæpina sem hann drýgði meðan hann var enn í náðarfaðmi Vesturveldanna. Allt í einu var besti bandamaðurinn gegn klerkaveldinu í Íran, orðinn hinn versti glæpamaður. Samt var þetta maður sem Bandaríkin og fylgiríki þeirra höfðu áður tekið sér til jafnaðarmanns án þess að depla augum, þó að þeim væri gjörkunnugt um blóðidrifinn feril hans. Það væri ærlegra af mönnum eins og Davíð og Halldóri, að segja söguna eins og hún er, í stað þess að velja úr henni það sem þeir telja áróðursins vegna útgengilegast hverju sinni.
***
Nú virðist nefnilega sem verið sé að byggja upp nýja ímynd Íslands fyrir augum umheimsins. Það á víst að sýna okkur núna sem herskáa þjóð sem vill taka þátt í stríðum, skapa eyðileggingu og stuðla að manndrápum. Við Íslendingar erum greinilega komnir langt frá hinum gömlu fyrirheitum um ævarandi hlutleysi. Aðild að sóðaverkum fylgir því náttúrulega að vera í ógeðslegum félagsskap hernaðarsinna og arðránsmanna.
En til að dylja alvöru málsins og alla svívirðuna, tala forsætisráðherra og utanríkisráðherra fjálglega um að við ætlum að sýna þá ábyrgð að taka þátt í tiltektinni eftir stríðið. Fyrst á að vera aðili að eyðileggingunni og svo á að sýna gæskuna og taka til. Hverskonar málflutningur er þetta eiginlega?
Skyldu tiltekin fyrirtæki sem hafa fitnað á veru Ameríkana hér, eiga að fá sporslur við tiltektina, eins og fyrirtæki Cheneys og fleiri hauka vestanhafs? Miklir menn erum við, Halldór minn, er kannski sagt um þessar mundir í stjórnarráðinu af þeim sem telur nú rússneska kosningu sterkasta vottinn um ósvikið lýðræði. Það er sýnilega mikill hershöfðingi við stjórnvölinn á Íslandi.
***
Ekki var það heldur til fyrirmyndar þegar forsætisráðherra talaði opinskátt um það í sjónvarpi, að það yrði mikil landhreinsun ef Saddam Hússein yrði drepinn og harmaði hann jafnframt að einhver tilræði við forseta Íraks hefðu mistekist. Ég tel að enginn eigi að tjá sig með slíkum hætti í starfi yfirráðherra á Íslandi. Ég hugsaði með mér, er það sem mér heyrist, að forsætisráðherra okkar Íslendinga sé að tala blákalt um það að eðlilegt og réttmætt sé að myrða mann án dóms og laga? Og fréttamennirnir gerðu enga athugasemd við þessi orð og virtust telja þau hin eðlilegustu. Ég spyr, er ekki grundvallaratriði í réttarkerfi okkar, sem og annarra vestrænna ríkja, að menn séu dæmdir að lögum ? Er það virðingu okkar Íslendinga samboðið að talað sé opinberlega með þessum hætti af forsætisráðherra landsins, um að drepa mann? Eiga börnin okkar að hlusta á slíkt af vörum þeirra sem með völdin fara í þessu landi?
Sannfærður er ég um það, að heimurinn myndi ekki missa mikið þó Saddam Hussein félli frá, en engu að síður er rangt og siðlaust að tala með þeim hætti sem forsætisráðherra gerði í sjónvarpinu. Engin leið í slíku máli sem hér um ræðir getur verið eðlileg önnur en sú, að hver brotamaður verði með löglegum hætti dæmdur fyrir þær sakir sem á hann sannast.
Sú eðlilega réttarfarsregla á að gilda um Saddam Hússein, Pinochet og aðra harðstjóra jafnt sem aðra menn. Ef hinir sjálfskipuðu góðu gæjar áskilja sér rétt til að myrða menn hér og þar, þá endar sú stefna sjálfkrafa í siðlausum vítahring. Að talsmenn þjóða sem vilja láta kenna sig við lýðræði og heilbrigt réttarfar tali um að eðlilegt sé að ráða menn af dögum, er ískaldur vitnisburður um afturhvarf til frumstæðari siða, þar sem hnefaréttur og ofbeldi gilda. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæmir og fylgja þeim gildum sem hafa gert samfélög okkar á Vesturlöndum að réttarríkjum.
Ég vil lýsa vanþóknun minni á ummælum forsætisráðherra og tel þau langt frá því að vera mælt í íslenskum anda. Andinn í þeim virðist miklu fremur vera andi bandarísku Bush-stjórnarinnar, og eins og mál horfa við í dag, er sá andi sýnilega miklu hættulegri heimsbyggðinni en sú ógn sem sumir menn vilja segja að stafað hafi af stjórn Saddams Hússeins í Írak.
Bandaríkjamenn hafa um langt skeið haft tvo mælikvarða á hlutunum. Annar er ákaflega rúmur og snýr að þeim sjálfum, en hinn er afskaplega þröngur og snýr að öðrum þjóðum. Við Íslendingar megum gæta okkar á því að taka ekki upp slíkan ósið.
***
Það er nú deginum ljósara, að bandaríska herveldið er með framferði sínu, að sá fyrir því að á komandi árum verði ekki friðsamlegt í veröldinni. Nú munu ýmsar þjóðir sameinast um að mynda mótvægi gegn yfirgangi Bandaríkjanna og nýtt vígbúnaðarkapphlaup er fyrirsjáanlegt. Fleiri hafa yfir gereyðingarvopnum að ráða en Ameríkanar einir.
Það gæti þessvegna orðið stutt í það að kjarnorkuvopnin verði látin tala! Hverjir skyldu ætla sér að taka til eftir þá eyðileggingu?
Menn kvöddu 20. öldina fyrir skömmu, hina skelfilegu öld heimsstyrjalda, þjóðarmorða og kjarnorkuógnar og sögðust stefna inn í ljósið og friðinn, hina alþjóðasamfélagsvænu öld.
Hvað er nú orðið um allar þær fögru yfirlýsingar sem gefnar voru við upphaf nýrrar aldar af fjölda ráðamanna, um upplýst mannkyn sem gengi til móts við nýja tíma friðar og áður óþekktrar samstöðu milli þjóða?
Við þræðum sömu, gömlu blóðugu sporin sem liggja að feigðarósi mannkynsins. Og sárast er fyrir friðelskandi Íslendinga, að horfa upp á það, að forustumenn íslenska ríkisvaldsins séu nú í þeim haukakór sem kallar eftir stríði, drápum og eyðileggingu.
***
Rúnar Kristjánsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 120
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 365587
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 601
- Gestir í dag: 116
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)