31.10.2015 | 10:42
Að standa vörð um evrópska arfleifð !
Ég hef í allmörgum pistlum á þessari síðu varað við þeirri innflytjendastefnu sem hefur verið fylgt undanfarna áratugi í Evrópu álfunni og öllu því sem hún hefur staðið fyrir til ófarnaðar. Ástæðan fyrir þeim varnaðarorðum er ósköp einföld, mér þykir vænt um svo ótalmargt í evrópskri menningu og sögu, enda af miklu góðu að taka þar, þó margt hafi að sjálfsögðu gerst og átt sér stað innan þeirra vébanda sem engum er sómi að.
En ef við ætlum að vernda evrópska arfleifð okkar verðum við að skapa henni lífsskilyrði til framtíðar. Það gerum við ekki með þeirri innflytjendastefnu sem fylgt hefur verið og stöndum reyndar þveröfugt að verki með henni.
Ég er samt sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti manna, meðal allra þjóða Evrópu, vill halda fullri tryggð við menningu sína og þjóðleg gildi. Stjórnarstefnan víðast hvar er hinsvegar látin vinna gegn þessari tryggð, þessari hollustu við það sem okkar er. Það segir sig sjálft að þau markmið að varðveita arfleifð okkar munu eyðast út ef lönd Evrópu fyllast af fólki af öðru þjóðerni, annarri menningu og annarri trú. Við getum ekki ætlast til þess að það fólk hafi sömu sjónarmið og við gagnvart því sem okkar er.
Þetta aðkomufólk kemur til að njóta betri lífskjara meðal okkar en það vill hlynna að sínum gildum jafnvel þó það sé komið til að búa í okkar löndum. Frá mannlegu sjónarmiði er það ekkert undarlegt. En þar verður seint til staðar sú tryggð og sú hollusta sem ég nefndi hér að framan. Staðreynd málsins er bara sú að það á ekki allt fólk samleið. Sumt er þess eðlis að það verður ekki sameinað !
Tökum til dæmis Sameinuðu þjóðirnar ! Af hverju er sú mikla stofnun - sem vakti svo miklar væntingar í upphafi - og átti að verða voldugt tæki í þágu heimsfriðar, sokkin niður í það að vera lítið annað en risavaxið skrifstofubákn og alheims-kjaftaklúbbur ? Það er ekki síst af því að hver vill fara sína leið !
Það er ógjörningur að sameina alla á einhverjum tilteknum forsendum. Einhver þarf að gefa þær forsendur og hver hefur vald til þess ? Jafnvel á svo göfugum forsendum sem þeim að tryggja frið í þessum heimi, er ekki hægt að skapa samstöðu allra því það hefur enginn þá sýn á friðarleið sem allir munu sætta sig við ? Það tókst ekki að byggja Babelsturninn á sínum tíma og það hefur ekki tekist að byggja Sameinuðu þjóðirnar upp á okkar tímum sem sameinaðar þjóðir. Til þess ber allt of mikið á milli í skoðunum manna og afstöðu til mála.
Mannkynið er ekki ein þjóð og getur aldrei orðið einhver alhliða samsteypa fjölmenningar ! Það er tálsýn sem ber að gjalda varhug við. Mannkynið samanstendur af þjóðum með mismunandi menningu og arfleifð og þar þarf að hlynna að öllu því sem gott er en standa í gegn því sem illt er. Upplýsing mannúðar þarf fyrst og fremst að sigrast á öllu því forkastanlega arðránsflóði sem enn í dag ræður og stjórnar mestu í þessari veröld okkar.
Eina leiðin til mannkynseiningar er að mati sumra að slétta allt út og byrja á nýjum grunni, afmá alla menningarsögu einstakra þjóða, öll þjóðernisleg viðmið og öll trúarbrögð. En sú leið myndi hinsvegar verða svo frek á fórnir að aldrei yrði nokkur samstaða um að fara hana, enda mun hún aldrei verða farin nema þá um skamma hríð og þá undir svikamerki Antikrists !
Þeir flóttamannastraumar sem nú flæða um Evrópu færa með sér mikla hættu fyrir þjóðir Evrópu. Það er ekki hægt að taka við slíkum straumum án þess að það sem fyrir er riðlist. Straumurinn er þegar orðinn of þungur!
Það verður því að nota herafla vestrænna þjóða til að stöðva stríðið í Sýrlandi sem fyrst og friða landið svo íbúar þess geti aftur snúið heim. Sömuleiðis þarf að leysa samskonar verkefni í Lýbíu þar sem fyrri aðgerðir hafa aðeins gert ástandið þar verra. Það þarf að gera fólki fært að dvelja í friði í sínum heimalöndum. Það er eina lausnin á flóttamannavandanum sem skapar ekki ný og verri vandamál þegar til lengdar er litið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 21
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 827
- Frá upphafi: 356672
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 655
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)