Leita í fréttum mbl.is

Tökubörn tíđarandans !

Sumt fólk fćđist bókstaflega međ brennandi hugsjónir í brjósti. Ţađ kemur snemma í ljós hjá ţví ađ ákveđin eđlisgöfgi er til stađar. Persónuleikinn virđist frá öndverđu helgađur ţví markmiđi ađ láta gott af sér leiđa. Viđ getum sem betur fer nefnt margar slíkar persónur úr sögunni, fólk eins og til dćmis Florence Nightingale, George Washington Carver og Albert Schweitzer.

En svo er til fólk sem er gćtt andstćđum anda, ţađ nálgast alla hluti međ ţví hugarfari ađ hagnast á ţeim prívat og persónulega. Fólk međ slíku hugarfari gekk ekki til liđs viđ kristnina fyrr en hún hafđi sigrađ međ blóđi píslarvottanna. Ţá kom ţetta fólk sem hafđi engu til kostađ og gerđist fyrirferđarmikiđ í kirkjunum. Enginn hópur manna hefur spillt ávöxtum kristninnar meir í gegnum aldirnar en ţessi sérgćskufulla manntegund !

Eins hefur veriđ međ allar félagslegar hreyfingar sem settar hafa veriđ á stofn til ađ bćta mannlífiđ. Ţađ skiptir engu hvar okkur ber niđur í ţeim efnum. Viđ getum nefnt verkalýđshreyfinguna, samvinnuhreyfinguna, ungmennafélagshreyfinguna. Fullt af fólki hefur gengiđ til liđs viđ ţessar hreyfingar međ ţađ eitt í huga ađ hagnast á ţví prívat og persónulega. Engin hugsjón hefur komiđ ţar viđ sögu. Og ţessi sérgćsku söfnuđur hefur eyđilagt margar hreyfingar og spillt öđrum svo ađ ţćr hafa orđiđ svipur hjá sjón !

Jafnvel frábćrar hreyfingar eins og Rauđi krossinn virđast hafa fengiđ sinn skammt af ţessari óvćru. Nú á dögum er Rauđi krossinn kominn međ ýmsar áherslur sem ég hygg ađ hefđu ekki falliđ Henri Dunant vel í geđ. Upphaflega hugsjónin um líknarhreyfingu sem hefđi kristna kćrleikshugsjón ađ leiđarljósi hefur breyst töluvert og nú á dögum spyrja sumir í fullri alvöru, er Rauđi krossinn ađ verđa eđa orđin pólitísk hreyfing ?

Fulltrúar hreyfingarinnar hafa átt ţađ til ađ tjá sig ţannig í fjölmiđlum ađ ţeir hafa ekki sýnt fyllsta hlutleysi gagnvart deiluađilum. Slík framganga spillir trausti og gerir ţađ á margan hátt erfiđara fyrir hreyfinguna ađ sinna yfirlýstum skyldum sínum. Ég tel svo persónulega ađ Rauđi krossinn hefđi aldrei átt ađ blanda sér á nokkurn hátt saman viđ Rauđa hálfmánann. Hreyfingin átti ađ halda sinni sérstöđu sem kristin líknar og mannúđarhreyfing og fara ekki út í neitt sem ég vil kalla „pólitískar málamiđlanir“ eđa „fjárhagslegar hagrćđingar“ sem kunna ađ fela í sér afslátt á ţeim gildum sem stefnan var sett eftir í upphafi !

Hugsjón Rauđa krossins var svo hágöfug ađ inntaki, ađ ţar ţurfti ađeins ađ tryggja eftirfylgd sem vćri í samrćmi viđ upphafiđ. Ég tel ađ ţar hafi nokkuđ skort á, einkum í seinni tíđ. Forustumenn slíkrar hreyfingar mega aldrei verđa eins og tökubörn tíđarandans hverju sinni. Ţeir verđa ađ leiđa hreyfinguna í samrćmi viđ ţá hugsjón sem skapađi hana, hvernig svo sem tíđarandinn lćtur. En ţađ er oft eins og viđ lifum á tímum ţar sem ekkert sem hreint er fćr ađ vera í friđi !

Í hópi ţeim sem ég vil kalla tökubörn tíđarandans eru yfirleitt fyrirferđarmestir ţeir sem ég tala um hér ađ framan, ţeir sem koma alls stađar fram sem spellvirkjar félagslegra framfara – sérgćđingarnir. Ţeir eru um leiđ ţađ válega spillingarafl tíđarandans sem  gerir hann svo sjálfselskufullan og sjálfhverfan sem raun ber vitni. Og ţegar deilt er á slíkt andavald í mönnum sem ţar er, svara ţeir sem til varnar vilja vera ţar, ađ svona sé bara mannlegt eđli !

En ég hafna ţví alfariđ. Mannlegt eđli er ekki vont í sjálfu sér, en ţeir eru margir áhrifavaldarnir hér í heimi sem geta gert ţađ vont. Og gleymum ţví aldrei, ađ öflin eru tvö sem höfđa til okkar, annađ vinnur okkur til falls en hitt okkur til bjargar !

Og höfum ţađ ljóst í hjarta, ađ sérhver mađur hefur ţađ í hendi sinni á lífsleiđinni ađ vinna sigur á eigingjörnum hneigđum sínum og gerast nýr og betri mađur, ef hann notar sinn frjálsgefna vilja til ţess. Hvert nýtt ár ćtti ađ helgast slíku markmiđi.

Ţađ líđur engum vel í sálu sinni sem ţjónar sjálfi sínu umfram allt !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 50
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 356701

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 661
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband