9.1.2016 | 12:23
Höldum lýðræðinu virku til velferðar !
Mikið er nú talað í fjölmiðlum og fréttaveitum um það að Ólafur Ragnar Grímsson sé að hætta sem forseti. Margir hugsa sér trúlega til hreyfings og vilja gera sér braut að Bessastöðum, en það er nú svo að ólíklegt er að einhver einn frambjóðandi beri svo af að hann þyki sem útvalinn í embætti forseta.
Einn af ágöllum lýðræðisskipulagsins er sá að ýmsir gefa kost á sér í embætti sem ættu að gera sér grein fyrir því að þeir ættu ekki að gera það, bæði af virðingu fyrir lýðræðinu og vegna ábyrgðar þeirrar sem hver maður á að axla í lýðræðislegu samfélagi. Menn eiga því að leitast við að þekkja sínar takmarkanir. En athyglissýki og persónuleg auglýsingamennska virðist draga margan manninn út í margt sem engin dómgreind mælir með og slíkt felur oft ekkert annað í sér en misnotkun á lýðræði og sóun á almannafé.
Lýðræðislegu fyrirkomulagi framkvæmdar á forsetakosningum hérlendis er hinsvegar mjög ábótavant. Það liggur í hlutarins eðli að til þess að kjósa forseta með trúverðugum hætti verður að hafa tvöfalda umferð. Frambjóðendur geta verið margir og verða það að öllum líkindum. Síðari umferð þarf því að fara fram milli þeirra tveggja sem mesta fylgið fá í þeirri fyrri, til þess að forseti sé ævinlega kjörinn með þeim hætti að hann hafi meirihluta þjóðarinnar að baki sér.
Það er mjög nauðsynlegt fyrir forsetann að vera kosinn með óumdeilanlegri viðurkenningu fólksins í landinu sem öryggisfulltrúi fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar. Hann er það ekki með kannski 16-17% fylgi á bak við sig. Mikil spurning er hversvegna hinu gallaða fyrirkomulagi hefur ekki verið fyrir löngu kippt í lag ? Skyldi raunin kannski vera sú að hinir pólitísku flokkar hafi viljað hafa þetta eins og það er til að það drægi sjálfkrafa úr vægi forsetaembættisins ?
Það hefur verið augljóst mál í forsetatíð Ólafs Ragnars að stjórnmálamenn landsins hafa oft og iðulega haft miklar áhyggjur af því hverju hann gæti tekið upp á. Þeir hafa sýnilega oft verið mjög taugatrekktir í embættistíð hans. Skyndilega hafði forsetinn sem hafði áður verið kyrfilega keyrður út í horn af stjórnmála-elítunni sem ætlað skrautblóm og þægðarskinn, farið að hegða sér með allt öðrum og tilþrifameiri hætti en áður hafði tíðkast. Og þó ekkert segði beinlínis að hann mætti það, sagði heldur ekkert að hann mætti það ekki. Ónákvæm skilgreining á valdsviði forsetans bauð því upp á ýmsa möguleika og verulegt svigrúm fyrir slyngan mann sem þekkti til stjórnkerfismála mörgum öðrum betur.
Ólafur Ragnar var auðvitað og er stjórnmálamaður og hann vissi vel frá byrjun hvaða tækifærum óskýrar línur varðandi valdsvið forsetans bjuggu yfir fyrir þann handhafa embættisins sem hefði getu og vilja til að nýta sér það og víst er að Ólafur ætlaði sér aldrei að vera strengjabrúða eins eða neins sem forseti. Hann vissi líka að stjórnmálamenn vildu helst hafa forsetann í einhverjum afmörkuðum sýningarkassa, en hann ætlaði sér svo sannarlega ekki að láta múlbinda sig í slíkum kassa og sýndi það snemma að hann myndi fara eigin leiðir sem forseti Íslands.
Framhaldið þekkja allir og nú er forsetaembættið vissulega annað en það var þegar Ólafur Ragnar tók við því. Hann hefur breytt embættinu og gert það virkara en það var, og ef í því situr þjóðheill maður er flest sem mælir með því að breytingin eigi að vera þjóðinni í hag frekar en hitt.
En allt getur gengið til baka og sérhver ávinningur getur glatast ef ekki er vakað yfir honum. Það sem Ólafur Ragnar hefur hugsanlega gert fyrir þjóðina með því að gera forsetaembættið virkara og að flestu leyti mjög marktækan þátttakanda í því sem er að gerast hverju sinni, kann að verða að engu í höndum eftirmanns sem er lítilla sanda og sæva.
Nú ríður því á að kjörin sé heilsteypt manneskja í embætti forseta sem geti reynst þar trúr öryggisþjónn fyrir velferð þjóðarinnar, en ekki einhver glanspappír eða turtildúfa sem stjórnmálaelítan getur snúið eftir vild. Það hefur sannast svo ekki verður um villst á síðustu árum, að fjöregg okkar verður að vera í höndum fleiri en misviturra stjórnmálamanna ef vel á að fara. Slíkir aðilar binda hugann oftast eingöngu við skammtímalausnir, en hafa sjaldnast haldbæra framtíðarsýn í þjóðlegum skilningi.
Forsetinn má því alls ekki vera leikbrúða í höndum þeirra sem ráða mestu á sviði stjórnmálanna. Hann verður að hafa það sjálfstæða vægi að geta hafið sig upp úr hverju moldviðri sem geisar þar og séð öðrum betur til lausnarleiða fyrir heill lands og þjóðar.
Hver þjóðhollur Íslendingur þarf að fylgjast vel með framvindu mála í þessum efnum og við þurfum að gera okkar besta til að tryggja það að lýðræðisvörn okkar á Bessastöðum verði áfram virk og marktæk - og vinni í hvívetna í réttum takti við velferð þjóðarinnar á hverjum tíma á komandi árum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 806
- Frá upphafi: 356702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 633
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)