30.1.2016 | 11:31
Endurvekja þarf rétt viðmið !
Upp úr 1960 var sú neyslu og nautnahyggja orðin allsráðandi á Vesturlöndum sem síðan fór smátt og smátt að leysa upp í fólki allan siðferðilegan styrk. Fyrri viðmið í þeim efnum voru dæmd þröngsýn og alls óviðunandi fyrir nýja og frjálslynda upplýsingatíð. Allar hömlur áttu að vera til bölvunar og maðurinn átti að fá að dansa óáreittur í kringum hvern þann gullkálf sem hann kaus að dýrka !
Fólk á Vesturlöndum fór að verða svo fínt með sig að það afsagði að vinna hin óþrifalegri verk og verr launuðu sem þurfti að vinna. Og þar sem ekki mátti opinberlega viðgangast þrælahald, það ómannlega fyrirkomulag sem allstaðar hefur stutt sérgæskuna, var farin sú leið að sækja vinnuafl til fátækari landa og lýsa því jafnframt yfir að þar væri aðeins um að ræða farandverkafólk en ekki þræla. En kjör þessa fólks voru í raun oftar en ekki þrælsleg, ekki síst til að byrja með, þó það neyddist til að gangast inn á þau því heima fyrir hafði það úr engu að spila. Allsleysi er fólki löngum harður húsbóndi !
Þannig hófst tyrkneska innspýtingin í vesturþýska hagkerfið og hliðstæðir gjörningar í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Ráðandi öfl í þessum löndum höfðu lengi búið við mikla auðlegð og nú fóru fjölmennar millistéttir að sækjast æ meir eftir munaði. Menn töldu sig hafa nokkuð á sig lagt á yngri árum og vildu fá að njóta þess. Og margt fór að breytast við sókn viðhorfa sem sveifluðust æ meir frá skyldum til skemmtana. Fólk hætti að nenna að standa í barneignum, það tók allt of mikinn tíma frá því sem var skemmtilegt að eiga mikið við slíkt og fara svo að hanga árum saman yfir uppeldisfargani. Mannmargar fjölskyldur hættu á skömmum tíma að vera til í Vestur-Evrópu því hugsunin fór að verða sú að nóg væri að eiga svona eitt til tvö börn, í mesta lagi þrjú, svona til að skilja eitthvað eftir sig.
Brátt kom að því að fæðingartalan í þessum löndum fór að verða lægri en dánartalan svo nýja lífið fyllti ekki í skörðin sem urðu þegar gamla lífið kvaddi. Þjóðir Evrópu fóru þannig að verða deyjandi þjóðir. Velmegunin gerði svo miklar nautnakröfur að farið var í sífellt meiri mæli að heimila rýmri löggjöf varðandi fósturdeyðingar, svo menn væru frjálsari að því að hafa það bara gott. Mannlegar skyldur voru skekktar og undnar á ýmsa vegu til að mæta þeirri auknu sérgæsku sem bókstaflega var alin upp í fólki dags daglega. Smám saman var farið að hafna nýju lífi í stórum stíl svo það gerði ekki sínar réttmætu kröfur til þeirra sem kveiktu það. Ábyrgðinni í þeim málum var svo vísað út og suður á allan hátt og eðlileg siðferðileg viðmið flokkuð undir fordóma.
Og svo kom auðvitað að því í þessum vestrænu þjóðfélögum sem afsögðu stöðugt líf af eigin lífi, að þeir sem höfðu önnur viðmið, þeir sem litu á stórar fjölskyldur sem aflgjafa og styrk, efldust af krafti meðan fylgjendur sérgæskunnar veikluðust. Þannig hefur það alltaf verið. Hvernig fór það að lokum í Róm ? Rómúlus Augustus var orðinn svo veiklaður að þjóðlegum styrk, jafnhliða því sem hinn þýðverski innflytjandi Ódóvakar styrktist, að hann veltist frá völdum. Nú hafa Þjóðverjar veiklast í eigin landi en tyrkneskir innflytjendur styrkjast þar stöðugt. Sama hefur gerst í öðrum löndum Vestur Evrópu, erlendir farandverkamenn hafa smám saman orðið þar fastir íbúar og þeim fjölgað mikið og sífellt stækkandi straumur innflytjenda er að yfirtaka Evrópu. Þjóðmenningarleg sjónarmið hafa verið á undanhaldi og margir tekið þátt í að óvirða þau sem mest og talið það óhrekjandi vitnisburð um eigið víðsýni. Sanntrúaðir fjölmenningarsinnar hafa séð til þess hingað til að nánast allir hafa sofið í værð og fæstir gert sér grein fyrir því að verið væri að ræna þá öllu í ró og næði, landi, ríki, trú og menningu !
Og þeir sem hafa unnið að því mörg undanfarin ár að tortíma í nafni frjálslyndisins lífi af eigin lífi, svo þeir geti verið allt í eigin sjálfi, hafa á sama tíma umfaðmað af miklum ákafa aðkomið líf sem þeir hafa miklu minni skyldur við og hleypt því inn í innstu búr allra sinna nægta. Það á að vera mannréttindaleg afstaða og heimsborgaraleg skylda í hugmyndafræði þeirra sem segja látlaust að öll dýrin í skóginum eigi að vera og séu vinir þó veröldin logi allt um kring í átökum og blóðsúthellingum, þar sem villidýr skógarins komast upp með hvað sem er gagnvart þeim sem vilja fá að lifa í friði.
Og áunnin velmegun þjóða fjarar nú víða út við ágang þeirra og heimtufrekju sem ekkert hafa til hennar lagt. Hverskonar mannkærleikur er það að deyða sitt eigið en dýrka það sem annarra er ? Hverskonar siðvitund er það sem snýr blindu auga að ótvíræðum eigin skyldum og sér þær ekki eða svíkur þær opinskátt, en þykist jafnframt þurfa að rækja sömu skyldur við þá sem óskyldir eru ?
Verður ekki að huga að rótunum ? Verða menn ekki að skilja að vandi fylgir vegsemd hverri ? Þurfa menn ekki að átta sig á því að aukin velmegun kallar á auknar skyldur, kallar á það að menn haldi vöku sinni og fari skynsamlega með sitt vaxtaða pund ? Velferð er ekki eitthvað sem kemur og verður um alla tíð. Það þarf að viðhalda velferð og það verður ekki gert nema menn axli sínar baráttuskyldur. Þjóðir Evrópu sukku í sannkallað sjálfsdýrkunarfen efnishyggjunnar eftir 1960. Þær töldu sig toppinn á tilverunni og glötuðu í blindri sjálfumgleði sinni rótfestu þeirri sem lá í baráttu liðins tíma. Þær misstu sjónar á heilbrigðum viðmiðum og gleymdu því að farsæld framtíðar er byggð í nútíð !
Ef Evrópa á að haldast sem sú menningarheild sem hún hefur verið, verða þjóðir álfunnar að ganga í sig, viðurkenna gerð mistök og læra af þeim. Það er eina leiðin til þess að Evrópa verði að nýju sú náttúrulega heimaálfa þeirra menningargilda sem okkur eiga að vera í blóð borin. Við eigum að stefna að því að endurvekja styrk þeirra gilda og vinda ofan af valdi þeirra sem vilja skapa hér aðra álfu Evrabíu !
Ég held að fjölmenningarfarsóttin fari að ganga yfir. Ýmislegt bendir til þess að ráðamenn séu farnir að sjá það æ skýrar að það dæmi gengur enganveginn upp. Sú stefna hefur verið vatn á myllu þeirra afla sem hafa verið og eru fjandsamleg sann-evrópskum gildum. Þjóðir Norðurlanda virðast meira að segja að vera að vakna og þá er vissulega mikið sagt !
Við þurfum að huga að því fyrst og fremst sem okkar er og byggja það upp á miklu heilbrigðari hátt en gert hefur verið síðustu hálfu öldina. Efnishyggjan verður að fá sín skilgreindu takmörk og andleg og siðferðileg viðmið þurfa að koma til og gefa okkur vegsýn til framtíðar fyrir okkur og afkomendur okkar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 162
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 967
- Frá upphafi: 356863
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 773
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 138
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)